Seinni mynd: Hvaða persóna er þetta?
- Hver teiknaði Hallgrímskirkju í Reykjavík?
- Hver sagði: „Muna skal ég þér kinnhestinn“?
- Heimir Hallgrímsson var nýlega ráðinn þjálfari hvaða fótboltalandsliðs?
- Hvar verða Ólympíuleikarnir 2032 haldnir?
- Hvað heitir forseti Venesúela – enn þá að minnsta kosti?
- Móðir Kamölu Harris, varaforseta Bandaríkjanna, er fædd á Indlandi, en í hvaða landi fæddist faðir hennar?
- Hvað heitir höfuðborg Indlands?
- Hvaða sveitarfélag rann saman við Garðabæ árið 2013?
- Hvaða land var fyrrum kallað Síam?
- Símon Stílíti var sýrlenskur heittrúaður munkur á 5. öld sem var frægur fyrir að búa í 37 ár ... hvar?
- Hver er nyrst þessara þriggja borga í Bandaríkjunum: Los Angeles, Miami, San Francisco?
- Hver teiknar „Spottið“ hér í Heimildinni?
- Kona nokkur heitir fullu nafni Victoria Ingrid Alice Désirée Bernadotte. Fyrr eða síðar mun hún taka við athyglisverðu starfi, sem er ...?
- Hvaða sjúkdómur var hér í eina tíð kallaður „Hvíti dauðinn“?
- Sextíu kíló af sólskini heitir verðlaunabók Hallgríms Helgasonar. En hvað heitir framhald einnig, einnig verðlaunabók?
Svör við myndaspurningum:
Á fyrri myndinni er dvergplánetan Plútó. Á seinni myndinni er Mía litla úr Múmínálfunum.
Svör við almennum spurningum:
1. Guðjón Samúelsson. — 2. Hallgerður langbrók. — 3. Írlands. — 4. Brisbane. Raunar fæst rétt fyrir að nefna Ástralíu. — 5. Maduro. — 6. Jamaíka. — 7. Delí. — 8. Álftanes. — 9. Taíland. — 10. Ofan á hárri en mjórri súlu. — 11. San Francisco. — 12. Gunnar Karlsson. — 13. Drottning Svíþjóðar. — 14. Berklar. — 15. Sextíu kíló af kjaftshöggum.
Athugasemdir (1)