Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Hjarðónæmi gegn mislingum í hættu

Sótt­varn­ar­lækn­ir seg­ir þátt­töku í bólu­setn­ing­um gegn misl­ing­um áhyggju­efni og að 5 smit gætu leitt til far­ald­urs bregð­ist hjarð­ónæmi.

Hjarðónæmi gegn mislingum í hættu
Bólusetning Embætti landlæknis bendir á að bólusetningar séu mikilvægasta forvörnin gegn smitsjúkdómum Mynd: Joseph Prezioso/AFP

Þátttaka í bólusetningum í fyrra var betri en árið á undan en hætta er á mislingafaraldri ef þátttakan í bólusetningum gegn sjúkdómnum dregst áfram saman.

Þetta kemur fram í skýrslu embættis landlæknis um bólusetningar barna í fyrra. Þar segir að þátttaka í bólusetningum barna hafi almennt verið yfir 90 prósent árið 2023 sem sé betra en árið 2022. Best sé þátttakan hjá ungbörnum sem tengist öflugu ungbarnaeftirliti heilsugæslu.

„Faraldur gæti brotist út þegar 5 mislingasmit berast til landsins“

„Þátttaka í mislingabólusetningu er hins vegar t.d. áhyggjuefni en hún er einungis um 90% á landsvísu en það er of lágt hlutfall til að viðhalda hjarðónæmi gegn þeim skæða sjúkdómi, sem þá eykur hættuna á að faraldur gæti brotist út þegar 5 mislingasmit berast til landsins,“ segir í formála Guðrúnar Aspelund sóttvarnarlæknis í skýrslunni. „Þátttaka þarf að vera yfir 95% fyrir bæði fyrri og seinni skammt til að hjarðónæmi sé til staðar.“

Embættið bendir á að bólusetningar séu mikilvægasta forvörnin gegn smitsjúkdómum, bjargi mannslífum með því að verja einstaklinga gegn sjúkdómum og séu einnig efnahagslega hagkvæmar þar sem þær dragi úr veikindum í samfélaginu og minnki álag á heilbrigðiskerfið.

„Tíðni tilkynninga um alvarlegan atburð eru mjög sjaldgæfar“

„Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) áætlar að bólusetning komi í veg fyrir 3,5 til 5 milljónir dauðsfalla á hverju ári á heimsvísu af völdum sjúkdóma eins og barnaveiki, stífkrampa, kíghósta og mislinga,“ skrifar sóttvarnarlæknir. „Auk þess að koma í veg fyrir dauðsföll vernda bólusetningar gegn veikindum og alvarlegum fylgikvillum sjúkdóma s.s. lungnabólgu, heilabólgu, blindu, heyrnarleysi o.fl. Bóluefni undirgangast viðamiklar og strangar rannsóknir hjá mörg þúsund einstaklingum hvað varðar öryggi og árangur áður en þau eru tekin í notkun.“

Tilkynnt var um tvær aukaverkanir vegna almennra bólusetninga barna í fyrra og var önnur alvarleg. „Tíðni tilkynninga um alvarlegan atburð (án þess að orsakasamhengi sé endilega um að ræða) eru mjög sjaldgæfar eða 0,3 atburðir á 66 þúsund bólusetningar eða um einn atburður á 220 þúsund bólusetningar,“ skrifar sóttvarnarlæknir.

Kjósa
20
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ráðherrann full bjartsýnn á framkvæmdahraða í Fossvogi
4
FréttirBorgarlína

Ráð­herr­ann full bjart­sýnn á fram­kvæmda­hraða í Foss­vogi

Eyj­ólf­ur Ár­manns­son sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra var ekki al­veg með það á hreinu hvenær Foss­vogs­brú ætti að verða til­bú­in til notk­un­ar þeg­ar hann tók fyrstu skóflu­stungu að henni í dag. Skóflu­stung­an að brúnni, sem á að verða klár ár­ið 2028, mark­ar upp­haf fyrstu verk­fram­kvæmda vegna borg­ar­línu­verk­efn­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Læknamistök og handleggsbrot hafa markað ævi Ingu
4
Nærmynd

Læknamis­tök og hand­leggs­brot hafa mark­að ævi Ingu

Ingu Sæ­land fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra var ekki hug­að líf vegna skæðr­ar heila­himnu­bólgu þeg­ar hún var smá­barn. Hún lifði en sjón henn­ar tap­að­ist að miklu leyti. Inga þekk­ir bæði fá­tækt og sár­an missi, gift­ist sama mann­in­um tvisvar með 44 ára milli­bili og komst í úr­slit í X-Factor í milli­tíð­inni. Hand­leggs­brot eig­in­manns­ins og ít­rek­uð læknamis­tök á tí­unda ára­tugn­um steyptu fjöl­skyld­unni í vand­ræði.
Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
5
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár