Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Er hægt að breyta stjórnarskránni?

Stjórn­ar­skránni hef­ur ekki ver­ið breytt var­an­lega í fjórð­ung af öld þrátt fyr­ir ít­rek­aða end­ur­skoð­un, þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu og ít­rek­aða hvatn­ingu for­seta Ís­lands. Heim­ild­in spurði álits­gjafa hverj­ar horf­urn­ar væru á því að stjórn­ar­skránni yrði breytt á síð­asta þing­vetri fyr­ir kosn­ing­ar á næsta ári.

Er hægt að breyta stjórnarskránni?
Stjórnlagaráð Allir fimm forsætisráðherrar Íslands frá hruni hafa boðað breytingar á stjórnarskrá en ekkert hefur farið í gegn þrátt fyrir ítrekaða endurskoðun.

Stjórnarskrá Íslands var síðast breytt varanlega árið 1999 þegar formenn allra stjórnmálaflokka á Alþingi lögðu saman fram frumvarp um breytta kjördæmaskipan. Síðan þá hafa Íslendingar sjö sinnum kosið til Alþingis, horft upp á bankahrun, haldið þjóðfund, kosið til stjórnlagaþings, fengið drög að nýrri stjórnarskrá, kosið um hana í þjóðaratkvæðagreiðslu, horft á málið daga uppi á þingi og séð hverja nefndina á fætur annarri skila inn tillögum um stjórnarskrárbreytingar til Alþingis.

Þrátt fyrir allt þetta hefur stjórnarskráin haldist óbreytt. Nú síðast reyndi Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, að ná sátt meðal formanna stjórnmálaflokkanna á Alþingi um breytingar en tókst það ekki á tveimur kjörtímabilum. Þá boðaði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra formennina á fund í júní til að ræða mögulegar breytingar á kjördæmaskipan, Landsdómi og lág­marks­fjölda meðmæl­enda for­setafram­bjóðenda. Samkvæmt svari forsætisráðuneytisins við fyrirspurn Heimildarinnar er niðurstöðu úr þeirri endurskoðun að vænta í haust.

„Áfram verður unnið með formönnum stjórnmálaflokka að því að móta breytingartillögur …
Kjósa
37
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kári Jónsson skrifaði
    Ákvæðin sem verður að samþykkja og vega þyngst á meðal meirihluta almennings eru auðlindarákvæði (stjórnlagaráðs) málskotsréttarákvæði (stjórnlagaráðs) og ákvæði um persónukjör og jafntvægi atkvæða, önnur ákvæði þó mikilvæg séu hafa ekki sömu vigt á meðal meirihluta almennings.
    5
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
4
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.
Stuðlar: „Með börn sem voru sekúndum frá því að deyja“
5
VettvangurTýndu strákarnir

Stuðl­ar: „Með börn sem voru sek­únd­um frá því að deyja“

Mann­skæð­ur bruni, starfs­mað­ur með stöðu sak­born­ings og fíkni­efn­in flæð­andi – þannig hafa frétt­irn­ar ver­ið af Stuðl­um. Starfs­menn segja mik­ið geta geng­ið á. „Þetta er stað­ur­inn þar sem börn­in eru stopp­uð af,“ seg­ir starf­andi for­stöðu­mað­ur. Flest­ir sem þang­að koma hafa orð­ið fyr­ir al­var­leg­um áföll­um og bera sár sem get­ur tek­ið æv­ina að gróa.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár