Stjórnarskrá Íslands var síðast breytt varanlega árið 1999 þegar formenn allra stjórnmálaflokka á Alþingi lögðu saman fram frumvarp um breytta kjördæmaskipan. Síðan þá hafa Íslendingar sjö sinnum kosið til Alþingis, horft upp á bankahrun, haldið þjóðfund, kosið til stjórnlagaþings, fengið drög að nýrri stjórnarskrá, kosið um hana í þjóðaratkvæðagreiðslu, horft á málið daga uppi á þingi og séð hverja nefndina á fætur annarri skila inn tillögum um stjórnarskrárbreytingar til Alþingis.
Þrátt fyrir allt þetta hefur stjórnarskráin haldist óbreytt. Nú síðast reyndi Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, að ná sátt meðal formanna stjórnmálaflokkanna á Alþingi um breytingar en tókst það ekki á tveimur kjörtímabilum. Þá boðaði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra formennina á fund í júní til að ræða mögulegar breytingar á kjördæmaskipan, Landsdómi og lágmarksfjölda meðmælenda forsetaframbjóðenda. Samkvæmt svari forsætisráðuneytisins við fyrirspurn Heimildarinnar er niðurstöðu úr þeirri endurskoðun að vænta í haust.
„Áfram verður unnið með formönnum stjórnmálaflokka að því að móta breytingartillögur …
Athugasemdir (1)