Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Er hægt að breyta stjórnarskránni?

Stjórn­ar­skránni hef­ur ekki ver­ið breytt var­an­lega í fjórð­ung af öld þrátt fyr­ir ít­rek­aða end­ur­skoð­un, þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu og ít­rek­aða hvatn­ingu for­seta Ís­lands. Heim­ild­in spurði álits­gjafa hverj­ar horf­urn­ar væru á því að stjórn­ar­skránni yrði breytt á síð­asta þing­vetri fyr­ir kosn­ing­ar á næsta ári.

Er hægt að breyta stjórnarskránni?
Stjórnlagaráð Allir fimm forsætisráðherrar Íslands frá hruni hafa boðað breytingar á stjórnarskrá en ekkert hefur farið í gegn þrátt fyrir ítrekaða endurskoðun.

Stjórnarskrá Íslands var síðast breytt varanlega árið 1999 þegar formenn allra stjórnmálaflokka á Alþingi lögðu saman fram frumvarp um breytta kjördæmaskipan. Síðan þá hafa Íslendingar sjö sinnum kosið til Alþingis, horft upp á bankahrun, haldið þjóðfund, kosið til stjórnlagaþings, fengið drög að nýrri stjórnarskrá, kosið um hana í þjóðaratkvæðagreiðslu, horft á málið daga uppi á þingi og séð hverja nefndina á fætur annarri skila inn tillögum um stjórnarskrárbreytingar til Alþingis.

Þrátt fyrir allt þetta hefur stjórnarskráin haldist óbreytt. Nú síðast reyndi Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, að ná sátt meðal formanna stjórnmálaflokkanna á Alþingi um breytingar en tókst það ekki á tveimur kjörtímabilum. Þá boðaði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra formennina á fund í júní til að ræða mögulegar breytingar á kjördæmaskipan, Landsdómi og lág­marks­fjölda meðmæl­enda for­setafram­bjóðenda. Samkvæmt svari forsætisráðuneytisins við fyrirspurn Heimildarinnar er niðurstöðu úr þeirri endurskoðun að vænta í haust.

„Áfram verður unnið með formönnum stjórnmálaflokka að því að móta breytingartillögur …
Kjósa
37
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kári Jónsson skrifaði
    Ákvæðin sem verður að samþykkja og vega þyngst á meðal meirihluta almennings eru auðlindarákvæði (stjórnlagaráðs) málskotsréttarákvæði (stjórnlagaráðs) og ákvæði um persónukjör og jafntvægi atkvæða, önnur ákvæði þó mikilvæg séu hafa ekki sömu vigt á meðal meirihluta almennings.
    5
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
5
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár