Er hægt að breyta stjórnarskránni?

Stjórn­ar­skránni hef­ur ekki ver­ið breytt var­an­lega í fjórð­ung af öld þrátt fyr­ir ít­rek­aða end­ur­skoð­un, þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu og ít­rek­aða hvatn­ingu for­seta Ís­lands. Heim­ild­in spurði álits­gjafa hverj­ar horf­urn­ar væru á því að stjórn­ar­skránni yrði breytt á síð­asta þing­vetri fyr­ir kosn­ing­ar á næsta ári.

Er hægt að breyta stjórnarskránni?
Stjórnlagaráð Allir fimm forsætisráðherrar Íslands frá hruni hafa boðað breytingar á stjórnarskrá en ekkert hefur farið í gegn þrátt fyrir ítrekaða endurskoðun.

Stjórnarskrá Íslands var síðast breytt varanlega árið 1999 þegar formenn allra stjórnmálaflokka á Alþingi lögðu saman fram frumvarp um breytta kjördæmaskipan. Síðan þá hafa Íslendingar sjö sinnum kosið til Alþingis, horft upp á bankahrun, haldið þjóðfund, kosið til stjórnlagaþings, fengið drög að nýrri stjórnarskrá, kosið um hana í þjóðaratkvæðagreiðslu, horft á málið daga uppi á þingi og séð hverja nefndina á fætur annarri skila inn tillögum um stjórnarskrárbreytingar til Alþingis.

Þrátt fyrir allt þetta hefur stjórnarskráin haldist óbreytt. Nú síðast reyndi Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, að ná sátt meðal formanna stjórnmálaflokkanna á Alþingi um breytingar en tókst það ekki á tveimur kjörtímabilum. Þá boðaði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra formennina á fund í júní til að ræða mögulegar breytingar á kjördæmaskipan, Landsdómi og lág­marks­fjölda meðmæl­enda for­setafram­bjóðenda. Samkvæmt svari forsætisráðuneytisins við fyrirspurn Heimildarinnar er niðurstöðu úr þeirri endurskoðun að vænta í haust.

„Áfram verður unnið með formönnum stjórnmálaflokka að því að móta breytingartillögur …
Kjósa
37
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kári Jónsson skrifaði
    Ákvæðin sem verður að samþykkja og vega þyngst á meðal meirihluta almennings eru auðlindarákvæði (stjórnlagaráðs) málskotsréttarákvæði (stjórnlagaráðs) og ákvæði um persónukjör og jafntvægi atkvæða, önnur ákvæði þó mikilvæg séu hafa ekki sömu vigt á meðal meirihluta almennings.
    5
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Langþráður draumur um búskap rættist
5
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár