Sætuefni eru mismunandi og má gróflega flokka í tvennt, sætuefni sem eru unnin úr náttúrulegum plöntum og svo gervisætu sem er gerð úr framleiddum efnum. Sætuefni sem unnin eru úr náttúrulegum afurðum eru ekki með öllu hitaeiningalaus en gervisæta er hitaeiningalaus og hefur verið notuð í stað sykurs.
Mikil sykurneysla veldur tannskemmdum, leiðir til þyngdaraukningar og hefur áhrif til þróunar sykursýki 2. Þá hafa rannsóknir sýnt tengsl milli óhóflegrar sykurneyslu og fitulifrarsjúkdóms, hjarta- og æðasjúkdóma og þunglyndis og fleiri kvilla. Þegar gervisæta kom á markað var það ákveðin bylting og var henni ætlað að koma í stað sykurs. Einkum hefur notkun hennar beinst að því að takmarka inntöku hitaeininga, ekki síst í drykkjum.
Árið 2015 sendi Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO frá sér leiðbeiningar og ráðlagði fólki með sykursýki 2 og offitu að innbyrða sem minnstan sykur. Fólki sem vill grenna sig hefur verið ráðlagt að nota gervisætu í stað sykurs og það …
Athugasemdir