Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Blái bletturinn: „Alvarleg áhrif“ á íslenskt loftslag jafnvel strax næsta áratug

Breyt­ing­ar á haf­straum­um vegna hlýn­un­ar jarð­ar gætu vald­ið öfga­fullu veðri strax á fjórða ára­tug ald­ar­inn­ar að mati hafeðl­is­fræð­ings. Það er þó ekki versta sviðs­mynd­in en hún sýn­ir allt að 10 gráðu kóln­un á Ís­landi að vetr­ar­lagi.

Niðurbrot hafstrauma í Norður-Atlantshafi gæti leitt til róttækra breytinga á loftslagi og veðri á Íslandi strax upp úr árinu 2030. Fari hlutirnir á versta veg og stór kerfi hafstrauma liðast í sundur mun hitastig á landinu lækka um allt að 10 gráður á veturna. Ísland er við „Bláa blettinn“ – eina svæði jarðar þar sem loftslag kólnar í stað þess að hitna.

Þetta segir Stefan Rahmstorf, þýskur haf- og loftslagsfræðingur. „Persónulega þá tel ég að áhættan á þessum breytingum í hafi sé svo alvarleg, sérstaklega fyrir Íslendinga og hin Norðurlöndin, að ríkisstjórn Íslands ætti umsvifalaust að grípa til aðgerða ásamt ríkisstjórnum hinna Norðurlandanna,“ segir hann í viðtali við Heimildina.

„Ríkisstjórn Íslands ætti umsvifalaust að grípa til aðgerða“

Rahmstorf er prófessor í hafeðlisfræði við Háskólann í Potsdam í Þýskalandi og var einn af höfundum loftslagsskýrslu IPCC, loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna, sem hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 2007. Hann hefur lengi rannsakað hafstrauma og …

Kjósa
103
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • HÞÞ
    Hjalti Þór Þórsson skrifaði
    Af hverju finnst mér eins og það eina sem verði gert við þessa þekkingu er markaðsherferð til að laða að ríka ferðamenn til að "kæla sig" eftir hitabylgjur og skógarelda?
    10
    • RKS
      Ragnheiður K. Steindórsdóttir skrifaði
      Er það ekki undir okkur komið? Við þurfum að vekja ráðamenn og fá þá til að horfast í augu við staðreyndir!
      4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Loftslagsvá

Andrúmsloftinu sama hvort koltvíoxíð losni á Ítalíu eða Íslandi
FréttirLoftslagsvá

And­rúms­loft­inu sama hvort kolt­víoxíð losni á Ítal­íu eða Ís­landi

Ál­ver­in á Ís­landi losa jafn­mik­ið af gróð­ur­húsaloft­teg­und­um og vega­sam­göng­ur og fiski­skipa­flot­inn sam­an­lagt. Það er hins veg­ar „lít­ið að frétta“ af að­ferð­um sem minnka þá los­un, seg­ir sér­fræð­ing­ur hjá Um­hverf­is­stofn­un. En senn fer að þrengja að mögu­leik­um til kaupa á los­un­ar­heim­ild­um. Og sam­hliða eykst þrýst­ing­ur á að bregð­ast við.
Samdráttur í samfélagslosun en samt erum við í mínus
FréttirLoftslagsvá

Sam­drátt­ur í sam­fé­lags­los­un en samt er­um við í mín­us

Hvernig okk­ur tekst til við að draga úr los­un gróð­ur­húsaloft­teg­unda er ekki að­eins um­hverf­is­mál held­ur stór fjár­hags­leg spurn­ing, seg­ir sér­fræð­ing­ur hjá Um­hverf­is­stofn­un. Við eig­um langt í land með að ná settu marki og spurn­ing­in er: Ætl­um við að eyða pen­ing­um í að draga úr los­un eða ætl­um við að borga fyr­ir um­fram los­un? Sá verð­miði gæti orð­ið svim­andi hár.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár