Niðurbrot hafstrauma í Norður-Atlantshafi gæti leitt til róttækra breytinga á loftslagi og veðri á Íslandi strax upp úr árinu 2030. Fari hlutirnir á versta veg og stór kerfi hafstrauma liðast í sundur mun hitastig á landinu lækka um allt að 10 gráður á veturna. Ísland er við „Bláa blettinn“ – eina svæði jarðar þar sem loftslag kólnar í stað þess að hitna.
Þetta segir Stefan Rahmstorf, þýskur haf- og loftslagsfræðingur. „Persónulega þá tel ég að áhættan á þessum breytingum í hafi sé svo alvarleg, sérstaklega fyrir Íslendinga og hin Norðurlöndin, að ríkisstjórn Íslands ætti umsvifalaust að grípa til aðgerða ásamt ríkisstjórnum hinna Norðurlandanna,“ segir hann í viðtali við Heimildina.
„Ríkisstjórn Íslands ætti umsvifalaust að grípa til aðgerða“
Rahmstorf er prófessor í hafeðlisfræði við Háskólann í Potsdam í Þýskalandi og var einn af höfundum loftslagsskýrslu IPCC, loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna, sem hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 2007. Hann hefur lengi rannsakað hafstrauma og …
Athugasemdir (2)