Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Baktería hermannaveiki í öðru húsi Leigufélags aldraðra

Leg­i­o­nella hef­ur fund­ist í tveim­ur fjöl­býl­is­hús­um Leigu­fé­lags aldr­aðra í Vatns­holti. Hún get­ur vald­ið her­manna­veiki sem leggst verst á fólk með und­ir­liggj­andi áhættu­þætti eins og há­an ald­ur.

Baktería hermannaveiki í öðru húsi Leigufélags aldraðra
Vatnsholt 1 og 3 Nýju fjölbýlishúsin þar sem hermannaveiki hefur komið upp voru byggð af Leigufélagi aldraðra. Mynd: Leigufélag aldraðra

Bakterían Legionella sem veldur hermannaveiki hefur fundist í tveimur fjölbýlishúsum Leigufélags aldraðra í Vatnsholti. Allir íbúar eru 60 ára eða eldri en veikin leggst illa í fólk með háan aldur.

Heimildin greindi nýverið frá því að ein manneskja hefði greinst með hermannaveiki í Vatnsholti 1 sem stendur við svokallaðan Sjómannaskólareit. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fór í hreinsunaraðgerðir á vatnskerfi hússins í kjölfarið.

Legionella

Aðgerðirnar báru hins vegar ekki nægilega góðan árangur, að því segir í bréfi sem sóttvarnarlæknir sendi íbúum húsanna á föstudag. Bakterían er enn til staðar í lögnum hússins við Vatnsholt 1 og er einnig komin upp í Vatnsholti 3.

Íbúar húsanna hafa verið beðnir um að fara ekki í sturtu í íbúðunum þar til hreinsunaraðgerðum er lokið þar sem smithættan er fyrst og fremst tengd vatnsúða sem myndast þegar sturtur eru notaðar. Íbúar þurfa einnig að sjóða allt vatn sem sett er í rakatæki og rakahylki kæfisvefnsöndunarvéla og skipta um vatn daglega. Smit eiga sér hins vegar ekki stað á milli manna og áfram má nota vatnið til drykkjar.

„Fyrir 2 vikum var ráðist í umfangsmiklar hreinsunaraðgerðir á vatnskerfi í Vatnsholti 1 en þær báru ekki nægilega góðan árangur og þarf því að endurtaka þær,“ segir í bréfinu. „Tekin voru sýni úr vatnskerfi í Vatnsholti 3 og kom í ljós að Legionellu er einnig að finna í vatnskerfinu þar og því þarf að ráðast í hreinsunaraðgerðir þar. Heilbrigiseftirlit Reykjavíkur stýrir aðgerðum.“

51 íbúð er í þessum tveimur þriggja hæða fjölbýlishúsum við hlið Sjómannaskólans sem voru kláraðar árið 2023. Fyrsta skóflustungan að þeim var tekin árið 2021. Leigufélagið var stofnað af Félagi eldri borgara í Reykjavík og nágrennis með það að markmiði að tryggja sem flestum sem náð hafa 60 ára aldri hentugt húsnæði til leigu.

Hár aldur meðal áhættuþátta

Hermannaveiki orsakast af bakteríunni legionella pneumophila og eru náttúruleg heimkynni hennar í vatni. Smit geta orðið þegar svifúði myndast frá vatnsleiðslum eða vatnstönkum og berst í öndunarveg fólks. Alvarleg veikindi verða helst hjá fólki með undirliggjandi áhættuþætti. Eru þeir til dæmis hár aldur, reykingar, langvinnir lungnasjúkdómar, ónæmisskerðing, áfengissýki og nýrnabilun.

Helstu einkenni hermannaveiki eru hiti, hrollur, hósti, beinverkir, höfuðverkur, lystarleysi og stundum niðurgangur, að því fram kemur á Vísindavefnum. „Lungnabólga er alltaf hluti af sjúkdómsmyndinni. Gangur sjúkdómsins er misslæmur og dauðsföll verða í 5–30% tilfella. Meðgöngutími hermannaveiki er 2–10 dagar.“

Leiðrétting: Í greininni stóð áður að fleiri íbúar en einn hefðu veikst af hermannaveiki. Það hafði ekki fengist staðfest við birtingu greinarinnar.

Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ráðherrann full bjartsýnn á framkvæmdahraða í Fossvogi
4
FréttirBorgarlína

Ráð­herr­ann full bjart­sýnn á fram­kvæmda­hraða í Foss­vogi

Eyj­ólf­ur Ár­manns­son sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra var ekki al­veg með það á hreinu hvenær Foss­vogs­brú ætti að verða til­bú­in til notk­un­ar þeg­ar hann tók fyrstu skóflu­stungu að henni í dag. Skóflu­stung­an að brúnni, sem á að verða klár ár­ið 2028, mark­ar upp­haf fyrstu verk­fram­kvæmda vegna borg­ar­línu­verk­efn­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Læknamistök og handleggsbrot hafa markað ævi Ingu
4
Nærmynd

Læknamis­tök og hand­leggs­brot hafa mark­að ævi Ingu

Ingu Sæ­land fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra var ekki hug­að líf vegna skæðr­ar heila­himnu­bólgu þeg­ar hún var smá­barn. Hún lifði en sjón henn­ar tap­að­ist að miklu leyti. Inga þekk­ir bæði fá­tækt og sár­an missi, gift­ist sama mann­in­um tvisvar með 44 ára milli­bili og komst í úr­slit í X-Factor í milli­tíð­inni. Hand­leggs­brot eig­in­manns­ins og ít­rek­uð læknamis­tök á tí­unda ára­tugn­um steyptu fjöl­skyld­unni í vand­ræði.
Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
5
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár