Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Baktería hermannaveiki í öðru húsi Leigufélags aldraðra

Leg­i­o­nella hef­ur fund­ist í tveim­ur fjöl­býl­is­hús­um Leigu­fé­lags aldr­aðra í Vatns­holti. Hún get­ur vald­ið her­manna­veiki sem leggst verst á fólk með und­ir­liggj­andi áhættu­þætti eins og há­an ald­ur.

Baktería hermannaveiki í öðru húsi Leigufélags aldraðra
Vatnsholt 1 og 3 Nýju fjölbýlishúsin þar sem hermannaveiki hefur komið upp voru byggð af Leigufélagi aldraðra. Mynd: Leigufélag aldraðra

Bakterían Legionella sem veldur hermannaveiki hefur fundist í tveimur fjölbýlishúsum Leigufélags aldraðra í Vatnsholti. Allir íbúar eru 60 ára eða eldri en veikin leggst illa í fólk með háan aldur.

Heimildin greindi nýverið frá því að ein manneskja hefði greinst með hermannaveiki í Vatnsholti 1 sem stendur við svokallaðan Sjómannaskólareit. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fór í hreinsunaraðgerðir á vatnskerfi hússins í kjölfarið.

Legionella

Aðgerðirnar báru hins vegar ekki nægilega góðan árangur, að því segir í bréfi sem sóttvarnarlæknir sendi íbúum húsanna á föstudag. Bakterían er enn til staðar í lögnum hússins við Vatnsholt 1 og er einnig komin upp í Vatnsholti 3.

Íbúar húsanna hafa verið beðnir um að fara ekki í sturtu í íbúðunum þar til hreinsunaraðgerðum er lokið þar sem smithættan er fyrst og fremst tengd vatnsúða sem myndast þegar sturtur eru notaðar. Íbúar þurfa einnig að sjóða allt vatn sem sett er í rakatæki og rakahylki kæfisvefnsöndunarvéla og skipta um vatn daglega. Smit eiga sér hins vegar ekki stað á milli manna og áfram má nota vatnið til drykkjar.

„Fyrir 2 vikum var ráðist í umfangsmiklar hreinsunaraðgerðir á vatnskerfi í Vatnsholti 1 en þær báru ekki nægilega góðan árangur og þarf því að endurtaka þær,“ segir í bréfinu. „Tekin voru sýni úr vatnskerfi í Vatnsholti 3 og kom í ljós að Legionellu er einnig að finna í vatnskerfinu þar og því þarf að ráðast í hreinsunaraðgerðir þar. Heilbrigiseftirlit Reykjavíkur stýrir aðgerðum.“

51 íbúð er í þessum tveimur þriggja hæða fjölbýlishúsum við hlið Sjómannaskólans sem voru kláraðar árið 2023. Fyrsta skóflustungan að þeim var tekin árið 2021. Leigufélagið var stofnað af Félagi eldri borgara í Reykjavík og nágrennis með það að markmiði að tryggja sem flestum sem náð hafa 60 ára aldri hentugt húsnæði til leigu.

Hár aldur meðal áhættuþátta

Hermannaveiki orsakast af bakteríunni legionella pneumophila og eru náttúruleg heimkynni hennar í vatni. Smit geta orðið þegar svifúði myndast frá vatnsleiðslum eða vatnstönkum og berst í öndunarveg fólks. Alvarleg veikindi verða helst hjá fólki með undirliggjandi áhættuþætti. Eru þeir til dæmis hár aldur, reykingar, langvinnir lungnasjúkdómar, ónæmisskerðing, áfengissýki og nýrnabilun.

Helstu einkenni hermannaveiki eru hiti, hrollur, hósti, beinverkir, höfuðverkur, lystarleysi og stundum niðurgangur, að því fram kemur á Vísindavefnum. „Lungnabólga er alltaf hluti af sjúkdómsmyndinni. Gangur sjúkdómsins er misslæmur og dauðsföll verða í 5–30% tilfella. Meðgöngutími hermannaveiki er 2–10 dagar.“

Leiðrétting: Í greininni stóð áður að fleiri íbúar en einn hefðu veikst af hermannaveiki. Það hafði ekki fengist staðfest við birtingu greinarinnar.

Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vona sonarins vegna að gripið verði í taumana
4
ViðtalLoftslagsvá

Vona son­ar­ins vegna að grip­ið verði í taum­ana

„Hvað verð­ur hans gat á óson­lag­inu?“ spyrja ný­bök­uðu for­eldr­arn­ir Hjör­dís Sveins­dótt­ir og Árni Freyr Helga­son sig, horf­andi á þriggja mán­aða gaml­an son­inn, Matth­ías. Það er kyn­slóð son­ar­ins og þær sem á eft­ir hon­um koma sem munu þurfa að tak­ast á við heit­ari heim, öfg­ar í veðri og veð­ur­far hér­lend­is sem verð­ur gjör­ólíkt því sem hef­ur ver­ið frá land­námi.
Stefán Ólafsson
6
Aðsent

Stefán Ólafsson

Af­koma heim­ila: Ís­land í al­þjóð­leg­um sam­an­burði

Af­koma heim­ila launa­fólks er verri á Ís­landi en al­mennt er á hinum Norð­ur­lönd­un­um. Stefán Ólafs­son seg­ir að þeg­ar harðn­ar á daln­um í efna­hags­líf­inu þyng­ist byrð­ar heim­il­anna jafn­framt mun meira hér á landi. Þannig átti mun hærra hlut­fall heim­ila í erf­ið­leik­um við að ná end­um sam­an hér en var hjá frænd­þjóð­un­um á ár­inu 2023.
Illugi Jökulsson
7
Pistill

Illugi Jökulsson

Sigr­aði VG Sjálf­stæð­is­flokk­inn? Nei, all­ir töp­uðu og Yas­an líka

Hinni ótrú­legu at­burða­rás gær­kvölds­ins — þeg­ar lög­reglu­menn mættu á sjúkra­hús til þess að vísa úr landi 11 göml­um fötl­uð­um og veik­um dreng og fluttu hann með valdi suð­ur á Kefla­vík­ur­flug­völl — henni lauk sem bet­ur fer með því að hætt var við allt sam­an. Mað­ur get­ur haft ýms­ar skoð­an­ir á mál­efn­um út­lend­inga og hæl­is­leit­enda en brott­vís­un Yas­ans litla — og...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ríkið lagði beingreiðslur beint inn á KS
2
Viðskipti

Rík­ið lagði bein­greiðsl­ur beint inn á KS

Þrátt fyr­ir að lög hafi í tæp þrjá­tíu ár kveð­ið skýrt á um að bein­greiðsl­ur til bænda skuli ein­ung­is greidd­ar bænd­um var það fyrst fyr­ir ári sem rík­ið hætti að leggja þær inn á þriðja að­ila. Kaup­fé­lag Skag­firð­inga fékk í mörg­um til­fell­um slík­ar greiðsl­ur lagð­ar inn á sinn reikn­ing. KS lán­aði bónda á fimmta tug millj­óna króna fyr­ir kvóta­kaup­um í fyrra, vaxta­laust og óverð­tryggt.
Ragnhildur Helgadóttir
4
Pistill

Ragnhildur Helgadóttir

„Þú átt ekki að vera hér“

Ragn­hild­ur Helga­dótt­ir, blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar, var mætt á Al­þingi í dag til að fylgj­ast með þing­setn­ing­unni, af­ar há­tíð­leg­um at­burði þar sem marg­ar og strang­ar regl­ur gilda, eins og raun­ar al­mennt í þing­hús­inu. Þing­mað­ur Við­reisn­ar vatt sér að Ragn­hildi og sagði að hún minnti á mann­fræð­ing þarna með stíla­bók­ina sína, en það var al­deil­is nóg sem hægt var að punkta nið­ur. Golli nýtti hins veg­ar mynda­vél­ina sína til að fanga stemn­ing­una.
„Hann vildi ekki fá þjónustu frá mér vegna þess að ég væri útlendingur“
6
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Hann vildi ekki fá þjón­ustu frá mér vegna þess að ég væri út­lend­ing­ur“

Wend­ill Viejo, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur á Land­spít­ala, seg­ir að gera megi bet­ur í því að taka á for­dóm­um gegn er­lendu heil­brigð­is­starfs­fólki. Wend­ill fór í ís­lensku­nám um leið og hann kom til lands­ins og fann sjálf­ur fyr­ir meiri for­dóm­um þeg­ar hann tal­aði minni ís­lensku. Hann starfar nú með fólki á erf­ið­ustu augna­blik­um lífs­ins á gjör­gæslu­deild Land­spít­ala.

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár