Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Skyndilegar vinsældir nafnsins Una að öllum líkindum vegna Unu Torfa

Ís­lensku­pró­fess­or seg­ist sann­færð um að nýtil­komn­ar og for­dæma­laus­ar vin­sæld­ir stúlk­u­nafns­ins Una megi rekja til frægð­ar tón­list­ar­kon­unn­ar Unu Torfa. Spurð hvað henni finn­ist um mál­ið seg­ir ungst­irn­ið það súr­realískt en er þó ef­ins um að þetta teng­ist henni.

Skyndilegar vinsældir nafnsins Una að öllum líkindum vegna Unu Torfa
Una Torfa „Ef fólki finnst í lagi að börnin þeirra heiti það sama og ég þá hlýt ég að vera að gera eitthvað rétt.“ Mynd: Aðsend

Áári hverju birtist á vef Þjóðskrár listi yfir tíu vinsælustu nöfnin sem voru gefin nýfæddum börnum á liðnu ári. Stundum breytast þessir listar ekki mikið á milli ára en nöfn eiga þó stundum til að skjótast upp vinsældarlistann á gríðarlega skömmum tíma. 

Árið 2023 var það nafnið Una, sem var þá níunda vinsælasta stúlkunafnið. Árið á undan hafði það hins vegar verið í 58. sæti, eða 49 sætum neðar.

Þetta í fyrsta skiptið sem nafnið öðlast raunverulegar vinsældir, þótt gamalt sé í málinu. Það hefur aldrei verið beinlínis sjaldgæft en Una hefur heldur aldrei náð miklu flugi.

Guðrún Kvaran, prófessor emeritus í íslensku og höfundur bókarinnar Nöfn Íslendinga, segist sannfærð um að nýtilkomnar vinsældir nafnsins megi rekja til frægðarsólar tónlistarkonunnar Unu Torfa. Allt bendi til þess, þótt erfitt sé að sanna það. 

Blm: Þetta hefur ekki verið neitt sérstaklega algengt nafn, er það?

„Alls ekki,“ segir Guðrún.

Una Torfa kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 2022 og varð hratt mjög áberandi í íslensku tónlistarlífi.

Guðrún segir það algengt að nöfn þekkts fólks verði vinsæl. „Það er mjög oft eitthvað svoleiðis. Svo hefur líka verið dálítið um það að nöfn úr barnabókum eða barnakvikmyndum hafi skotist upp en það er ekki alveg eins algengt.“ 

„Mér þykir mjög vænt um þetta nafn“

Spurð hvað henni finnist um það að hún eigi sennilega þátt í vinsældarsprengingu nafns síns segir Una Torfa að sér þyki þetta súrrealískt. Hún segist þá eiga bágt með að trúa því að vinsældir nafnsins tengist sér. „En kannski hefur fólk fengið hugmyndir. Ég tek þessu bara sem hrósi, ætli það ekki. Ef fólki finnst í lagi að börnin þeirra heiti það sama og ég þá hlýt ég að vera að gera eitthvað rétt.“ 

Una er kveðst ánægð með þróunina. „Mér finnst það mjög gaman því ég er mjög ánægð með að heita Una. Ég hef alltaf verið ánægð með þetta nafn.“ Hún segist samgleðjast nýju nöfnum sínum og telur þær eiga gott í vændum. „Þetta þýðir hin hamingjusama. Mér þykir mjög vænt um þetta nafn.“

Aðspurð segist tónlistarkonan hafa tekið eftir því að nafnið væri að verða vinsælla. „Ég hef heyrt í kringum mig að þetta væri að aukast. Ég hef vitað frá því að ég var lítil að við vorum mjög fáar þegar ég fékk mitt nafn. Það var eitthvað sem ég var meðvituð um – að ég héti sjaldgæfu nafni. Ótrúlegt hvað það er búið að breytast hratt.“

Birnir vinsælasta drengjanafnið í fyrra

Vinsælasta drengjanafnið árið 2023 er einnig kunnuglegt í heimi tónlistarinnar, Birnir. Það nafn var einnig vinsælt árið áður, þegar það lenti í fimmta sæti. Að sögn Guðrúnar bendir allt til þess að í því tilfelli sé það sama uppi á teningnum – að rapparinn Birnir hafi haft áhrif á vinsældir nafnsins, sem var nánast óþekkt þangað til á síðustu áratugum. En árið 1989 voru aðeins 15 karlar sem hétu Birnir að fyrsta nafni.

BirnirRapparinn ásamt Páli Óskari.

Guðrún telur að tilviljun ráði því hvaða þekktu einstaklingar hafi þessi áhrif og það endurspegli ekki endilega ást fólks á þeim. Þegar fólkið sé minna í sviðsljósinu séu nöfnin fólki ekki eins ofarlega í huga og þá dvíni vinsældirnar. 

Kapítóla vinsælt en Hallgerður óvinsælt

Í gegnum tíðina hefur ekki aðeins frægt fólk heldur einnig bókmenntir og kvikmyndir haft mikil áhrif á tíðni nafna. „Það voru einmitt nöfn úr bókum sem urðu mjög vinsæl, eins og Kapítóla. Það var óskaplega vinsæl saga fyrir áratugum. Það voru fleiri, fleiri konur sem fengu nafnið Kapítóla upp úr þeirri bók,“ segir Guðrún. Það sama hafi átt sér stað þegar bókaflokkurinn um Ísfólkið var hvað vinsælastur. Margir hafi sótt nöfn þaðan.

Óvinsældir persóna geti þá einnig haft áhrif. „Hallgerður langbrók úr Njálu hún var aldrei vinsæl af því hún þótti fara svo illa með menn sína. Það voru eiginlega engar konur sem fengu nafnið Hallgerður fyrr en kannski á síðustu áratugum. Menn forðuðust það. Eins með nafnið Gróa – því það var talað um Gróu á Leiti.“ 

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • GGJ
    Guðl. Gauti Jónsson skrifaði
    Frammistaða Unu Torfa við Arnarhól í kvennaverkfallinu vakti athygli mína á Unu og nafninu hennar.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
4
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár