Yfir tuttugu hæstaréttardómarar eru nú á fullum launum, þrátt fyrir að einungis sjö séu starfandi í réttinum. Hinir eru hættir, mörgum árum fyrir hefðbundin eftirlaunaaldur. Ástæðan er umdeild túlkun á stjórnarskrá. Fyrir vikið er í raun betra fyrir þá að hætta í réttinum 65 ára en að sitja til sjötugs og þiggja venjuleg eftirlaun.
Dæmi eru um að dómarar sitji fjögur ár, biðji ráðherra um að segja sér upp en þiggi eftir það full laun í aldarfjórðung. Laun sem ólíkt lífeyri jafnaldra þeirra, skerðast ekki þó þeir taki að sér önnur störf. Rétt eins og þeir gera margir.
Þessi hvati verður til þess að mikilvæg reynsla og þekking hverfur úr réttinum sem endurnýjar sig því hraðar en annars væri.
Það kostar ríkissjóð hundruð milljóna á ári að halda við þessum sérréttindum, sem jafnvel dómararnir sjálfir viðurkenna að séu tímaskekkja.
Það þótti í það minnsta Dönum, sem undu ofan af sama …
Athugasemdir (6)