Þegar María Rós Gústavsdóttir læknir var á 36. viku meðgöngu í fyrra barst henni bréf frá Fæðingarorlofssjóði um að hún ætti ekki rétt á fæðingarorlofsgreiðslum. Pósturinn var áfall fyrir móðurina sem hafði einmitt unnið eins og hestur mánuðina á undan til þess að geta tryggt sér fæðingarorlof sem hún gæti lifað á. Einn mánuður í sumarfrí sem hún hafði unnið sér inn hafði sett allt á hliðina og fjárhagsáhyggjurnar fóru af stað. Daginn eftir rauk blóðþrýstingurinn hennar upp og fósturhreyfingarnar höfðu minnkað. Hún var lögð inn á spítala í tvo sólarhringa.
Þó að María hafi að lokum náð að klóra sig fram úr stöðunni með hjálp vinkonu sinnar, Jónu Þóreyjar Pétursdóttur lögmanns, þá er saga Maríu ekki sú eina af gloppum í kerfinu sem á að halda utan um nýfædd börn og foreldra þeirra.
Íslenskir foreldrar sem Heimildin hefur …
Athugasemdir (3)