Einn þeirra leyndardóma aftan úr grárri forneskju sem fornleifafræðingar og steingervingafræðingar, líffræðingar og mannfræðingarhhafa glímt við af hve mestum ákafa síðustu áratugina er þessi spurning: „Hvað varð um risana? Hvað útrýmdi þeim af yfirborði jarðar?“
Þá er ekki átt við risavaxna menn, ekki til dæmis þá sem sagt er frá í fyrstu Mósebók Biblíunnar: „Á þeim tímum voru risarnir á jörðinni og einnig síðar er synir Guðs höfðu samfarir við dætur mannanna.“
Risavaxnar tegundir
Nei, spurningin á við risana úr dýraríkinu sem voru á jörðinni um það leyti sem maðurinn kom fram á sjónarsviðið. Þeir risar hurfu af sjónarsviðinu á undarlega skömmum tíma. Leyndardómurinn hefur snúist um hvort loftslagsbreytingar í kjölfar loka ísaldarskeiðs fyrir um 10–12.000 árum hafi gengið af risunum dauðum eða hvort ný dýrategund, sem þá var að þróast á miklu spani, hafi útrýmt þeim með veiðum.
Það er að segja maðurinn.
Á lokaskeiði síðustu ísaldar voru …
Athugasemdir