Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

„Ég mun hrópa hallelúja uppi í Hallgrímskirkjuturni þegar þessi ríkisstjórn hefur lagt upp laupana“

Inga Sæ­land, formað­ur Flokks fólks­ins, ætl­ar að fara upp í Hall­gríms­kirkjut­urn og „hrópa hallelúja“ þeg­ar rík­is­stjórn Sjálf­stæð­is­flokks, Fram­sókn­ar­flokks og Vinstri grænna legg­ur upp laup­ana. Mið­flokk­ur­inn íhug­ar að leggja fram van­traust á mat­væla­ráð­herra eft­ir helgi. Þing­mað­ur Við­reisn­ar styð­ur til­lög­una.

„Ég mun hrópa hallelúja uppi í Hallgrímskirkjuturni þegar þessi ríkisstjórn hefur lagt upp laupana“
Flokkur fólksins Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir allt loga stafnanna á milli innan ríkisstjórnarinnar. Mynd: Golli

„Við skulum gera okkur grein fyrir því að þessi ríkisstjórn sem heldur áfram að níðast á þegnunum hvern einasta dag og tekur í rauninni ekki utan um neitt nema þá sem þurfa ekki á hjálpinni að halda. Það er ríkisstjórn sem á fyrir löngu að vera búin að pakka saman og pilla sig,“ sagði Inga í upphafi þingfundar í morgun. 

Starfsáætlun Alþingis hefur verið felld úr gildi en samkomulag um þinglok hefur ekki náðst. Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýna ríkisstjórnina fyrir óvissu um afgreiðslu og forgangsröðun mála. Inga segir ríkisstjórnina verkstola og vanhæfa í störfum sínum. „Við höfum ekki vitað það síðustu fjórar vikur hvort við erum að koma eða fara í þessum þingsal vegna þess að það logar allt stafnanna á milli í þessari ríkisstjórn. Innan gæsalappa,“ sagði Inga og hélt svo áfram: „Ég mun hrópa hallelúja uppi í Hallgrímskirkjuturni þegar þessi ríkisstjórn hefur lagt upp laupana og einhverjir aðrir hafa tekið við stjórnartaumunum sem vita hvernig þeir eiga að fara með allt samfélagið en ekki bara hluta af því.“

Ríkisstjórnin vinnur nú að því að koma sér saman um afgreiðslu mála fyrir þinglok og mun Alþingi starfa áfram í næstu viku. Þingmenn Miðflokksins íhuga að leggja fram vantraust á matvælaráðherra vegna ákvörðunar hennar um að leyfa hvalveiðar til eins árs. 

Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, segir í samtali við Morgunblaðið í dag að Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra hafi ekki farið að ráðleggingum sérfræðinga í ráðuneytinu heldur „spilað pólitískan leik þvert á lög og reglur.“ Bergþór spurði ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í gær hvað sérfræðingar ráðuneytisins höfðu ráðlagt henni að veita leyfi til hvalveiða í langan tíma. Bjarkey sagði að í sjálfu sér ráðlögðu þeir henni ekki að fara fram yfir tvö ár „sökum þess að veiðiráðgjöfin er þar til staðar“. Bergþór segir í samtali við Morgunblaðið að ráðherra hafi farið eins og köttur í kringum heitan graut í svari sínu. 

Bergþór telur að vantrauststillagan, verði hún lögð fram, verði það á þriðjudag og vonast hann þá til að hún verði á dagskrá þingsins á miðvikudag. 

Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, mun styðja vantrauststillögu Miðflokksins á matvælaráðherra, verði hún lögð fram. „Aðalatriðið er þetta: Ríkisstjórnin er ekki að ná utan um það verkefni að vinna fyrir fólkið í landinu,“ sagði Sigmar í störfum þingsins á upphafi þingfunar í dag.  

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • VK
    Víðir Kristjánsson skrifaði
    Ríkisstjórnin og Flokkur fólksins eins og hann leggur sig ásamt Miðflokknum og hjásetu Samfylkingar og Viðreisnar eru búin að "losa" okkur við hælisleitendur og fjölskyldusameiningu svo nú ætti að vera nógur peningur til að leiðrétta kjör aldraðra og öryrkja. Svei ykkur!
    0
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    Flokkur fólksins, hvaða fólks ? Miðfl8kkurinn og Flokkur fólksins eru eins manns flokkar sem búa þessum eina milljónum í laun ? Báðir flokkarnir eru í raun á móti mannúð , en hvers vegna ?
    0
  • Steinþór Grímsson skrifaði
    En svo greiðir hún atkvæði með lögum ríkisstjórnarinna?
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
3
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
5
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.
Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
6
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
6
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár