[Ég] er reiðubúin til að gera málamiðlanir sem ég tel að skili okkur einhverjum hænufetum áfram í átt að okkar markmiði,“ sagði Katrín Jakobsdóttir í fyrstu ræðu sinni sem nýr formaður Vinsti hreyfingarinnar græns framboðs árið 2013. Þessar málamiðlanir átti hún síðar eftir að hljóta mikla gagnrýni fyrir; málamiðlanir í samstarfi VG við Sjálfstæðisflokkinn sem taldar eru hafa dregið fylgi flokksins svo mikið niður að flokkurinn er í hættu á að ná ekki mönnum inn á Alþingi og þar með að þurrkast út sem þingflokkur.
Það yrðu „stórtíðindi í íslenskri stjórnmálasögu“, segir Ólafur Þ. Harðarson, prófessor emeritus við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Ástæðan er sú að síðan á fjórða áratug síðustu aldar hafa allir flokkar úr fjórflokknum svokallaða náð manni inn á þing og einhver þeirra aðeins tvisvar verið í útrýmingarhættu – annars vegar Alþýðuflokkurinn árið 1974 og hins vegar Samfylkingin árið 2016.
„Ef þú vilt finna eina skýringu á þessu …
Fylgistap VG er ekki fyrst og fremst vegna þessa samstarfs heldur vegna þess hve mikið þau gáfu eftir í því, sérstaklega í velferðarmálunum. Margir litu svo á að VG væri ekki lengur vinstri flokkur.
Það er oft sagt að úrslit kosninganna 2021 hafi kallað á óbreyttan meirihluta vegna þess að stjórnarflokkarnnir héldu meirihlutanum. VG tapaði hins vegar fjórðungi síns fylgis sem var skýr visbending um að þau ættu að draga sig í hlé.
Eftir kosningarnar 2021 gerðist tvennt sem var mjög afdrifaríkt fyrir VG. Flokkurinn missti heilbrigðisráðuneytið og umhverfisráðuneytið. Afleiðingarnar urðu þær að taumlaus einkavæðing heilbrigðiskerfisins hófst og þau undur gerðust að sami ráðherra Sjálfstæðisflokksins fór bæði með umhverfismálin og orkumálin. Mörgum blöskraði að VG myndu sætta sig þetta og þótti niðurlæging flokksins mikil.
Gífurlegt fylgistap flokksins kemur því ekki á óvart.