Hópur fjárfesta sem keypti lóðir og byggingarréttindi á Ártúnshöfða í Reykjavík hagnaðist um vel á annan milljarð króna á tæplega þremur árum á viðskiptum með þessi réttindi án þess að hafa byggt nokkuð á svæðinu. Um var að ræða heimildir til að byggja um 80 þúsund fermetra af húsnæði. Til stendur að byggja íbúðir á lóðunum.
Viðskiptin fóru fram í gegnum eignarhaldsfélagið Þorpið 6 ehf., sem er dótturfélag fyrirtækis sem heitir Þorpið vistfélag. Félagið greiddi um 7,4 milljarða fyrir lóðaréttindin árið 2021. Fyrr á þessu ári voru lóðaréttindin seld fyrir 11 milljarða króna til fasteignafélagsins Skugga 4. ehf., sem er í eigu fjárfestisins Kristjáns Gunnars Ríkharðssonar. Með tilliti til verðlagsbreytinga og greiðslu af lánum má ætla að hagnaðurinn af viðskiptunum nemi vel á annan milljarð.
Vert er þó að taka fram að enn á eftir að ganga endanlega frá sölunni á lóðaréttindum Þorpsins 6. ehf. Frá því að kauptilboðið var …
Athugasemdir (5)