Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.

Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
Græddu um tvo milljarða á þremur árum Þorpið vistfélag hafði hug á því að reisa íbúðir á lóðinni þegar félagið festi kaup á lóðaréttindunum árið 2021 fyrir 7,4 milljarða króna. Svo fór að lokum að lóðin var seld með um tveggja milljarða króna hagnaði. Mynd: Heimasíða Þorpsins vistfélags

Hópur fjárfesta sem keypti lóðir og byggingarréttindi á Ártúnshöfða í Reykjavík hagnaðist um vel á annan milljarð króna á tæplega þremur árum á viðskiptum með þessi réttindi án þess að hafa byggt nokkuð á svæðinu. Um var að ræða heimildir til að byggja um 80 þúsund fermetra af húsnæði. Til stendur að byggja íbúðir á lóðunum.

Viðskiptin fóru fram í gegnum eignarhaldsfélagið Þorpið 6 ehf., sem er dótturfélag fyrirtækis sem heitir Þorpið vistfélag. Félagið greiddi um 7,4 milljarða fyrir lóðaréttindin árið 2021. Fyrr á þessu ári voru lóðaréttindin seld fyrir 11 milljarða króna til fasteignafélagsins Skugga 4. ehf., sem er í eigu fjárfestisins Kristjáns Gunnars Ríkharðssonar. Með tilliti til verðlagsbreytinga  og greiðslu af lánum má ætla að hagnaðurinn af viðskiptunum nemi vel á annan milljarð. 

Vert er þó að taka fram að enn á eftir að ganga endanlega frá sölunni á lóðaréttindum Þorpsins 6. ehf. Frá því að kauptilboðið var …

Kjósa
69
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Í boði pírata, viðreisnar og Dags ?... ekki sjallanna ?... en rannsóknarblaðamenn hafa víst ekki áhuga á að rannsaka slík mál ???
    -1
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Þarf ekki nema eitt varnaglaákvæði í sölusamninga svona gerninga til að tryggja að ekki sé um spákaupmennsku að ræða. Borgin hafnaði því að slíkt ákvæði væri sett inn... eins og svo oft. Svo geltið að borgarstarfsmönnum en ekki spákaupmönnunum... því þeir eru afleiðing spillingar... borgarstarfsmenn orsökin. Og Ingi ? Finndu út hverjir settu ekki inn varnaglana... því það er rétta fréttin... þetta er skúbbið .... ekki frétt... og ekki verra að spyrja hvort varnaglar séu staðalákvæði í dag eða hvort spillingin heldur áfram.
    4
  • Örn Ægir Reynisson skrifaði
    Ætti að vera búið að byggja heilu hverfin t.d. Geldinganes Álfsnes en kjörnir fulltrúar eru ekkert að hugsa um hag almennings m.a. þess vegna þarf alsherjar uppstokkun í Íslenskum stjórnmálum
    2
  • Jóhannes Baldvinsson skrifaði
    Þorpið hefur komið víða við og verðugt rannsóknarefni hvernig Runólfur tengist þeim sem stjórnað hafa lóðamálum borgarinnar undanfarinn áratug. Gufunesæfintýrið er eitt af því sem gaman væri að fara í saumana á. Það var upphafið að blekkingunni um ,,vistvænt" samfélag. Hugtak sem Dagur og Samfylkingin voru svo ginnkeypt fyrir að þau úthlutuðu ókeypis lóðum til félagsins.
    3
    • Stefán Agnar Finnsson skrifaði
      Það kemur fram að lóðirnar voru ekki ókeypis en spillingarfnykur er í loftinu.
      4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Húsnæðismál

Löngu lækkunarskeiði í raunverði íbúða lokið
FréttirHúsnæðismál

Löngu lækk­un­ar­skeiði í raun­verði íbúða lok­ið

Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un kynnti ný­ver­ið nýtt fast­eigna­mat fyr­ir ár­ið 2025. Heild­armat á íbúð­um lands­ins allt hækk­aði um 3,2 pró­sent. Mun þetta vera í fyrsta sinn síð­an ár­ið 2010 að verð­þró­un íbúð­ar­hús­næð­is mæl­ist lægri en verð­bólga, sem mæl­ist rúm­lega sex pró­sent. Ým­is­legt bend­ir þó til þess að þessu lækk­un­ar­skeiði sé nú lok­ið og raun­verð­ið muni mæl­ast hærra en verð­bólga á næstu miss­er­um.
Draga upp dökka mynd af stöðu húsnæðismála í landinu
ViðskiptiHúsnæðismál

Draga upp dökka mynd af stöðu hús­næð­is­mála í land­inu

Ný mán­að­ar­skýrsla Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar dreg­ur upp dökka mynd af stöðu hús­næð­is­mála hér á land. Fram­boð á íbúð­um hef­ur minnk­að, eft­ir­spurn auk­ist sem hef­ur leitt af sér mikl­ar verð­hækk­an­ir. Þá hef­ur upp­bygg­ing á í nýju hús­næði dregst sam­an. Fjölgi áform­uð­um fram­kvæmd­um ekki á þessu ári mun fram­boð nýrra íbúða að­eins mæta þriðj­ungi af væntri hús­næð­is­þörf fyr­ir ár­ið 2026.
Framboð á íbúðum fyrir meðaltekjufólk snarminnkar
FréttirHúsnæðismál

Fram­boð á íbúð­um fyr­ir með­al­tekju­fólk snar­minnk­ar

Í nýrri mán­að­ar­skýrslu Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar kem­ur fram að þrátt fyr­ir auk­ið heild­ar­fram­boð á íbúð­um í borg­inni hef­ur íbúð­um sem fólk með með­al­tekj­ur gefst kost­ur á að kaupa hef­ur fækk­að mik­ið. Íbúð­ir með greiðslu­byrði und­ir 250.000 krón­um á óverð­tryggðu láni hef­ur fækk­að um helm­ing á þessu ári og að­eins að finna um 50 íbúð­ir til sölu sem falla und­ir við­mið HMS.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár