Halla Tómasdóttir, verðandi forseti Íslands, sótti fylgi sitt mikið til ungs fólks og þeirra sem eru vel settir í samfélaginu í nýliðnum kosningum. Þetta má sjá ef rýnt er í niðurstöður síðustu fylgiskönnunar Maskínu. Söfnun svara í hana lauk kvöldið 31. maí, kvöldið fyrir kjördag, og var könnunin því birt eftir að niðurstöður kosninganna lágu fyrir.
Í könnuninni er deginum ljósara að Halla Tómasdóttir yrði næsti forseti lýðveldisins þann 1. júní, en hún mældist þar með 7% meira fylgi en Katrín Jakobsdóttir, sem var marktækur munur. En hvaða hópar voru það sem Halla Tómasdóttir sótti hvað mest fylgi til?
Af þeim sem völdu Höllu í könnun Maskínu voru nokkuð fleiri konur en karlar. Hún mældist þó vinsælasti frambjóðandinn hjá báðum hópunum en vinsældirnar voru talsvert meira afgerandi meðal kvenna.
Af þeim 689 sem sögðust vilja kjósa Höllu Tómasdóttur í könnun Maskínu voru 285 karlar og 404 konur. Dreifinguna má sjá …
Athugasemdir