Þessi grein birtist upphaflega á Kjarnanum fyrir meira en 3 árum.

Fimm ráð til að verjast lúsmýi og fimm ráð við bitum

Lús­mý sem sæk­ir í manna­blóð nam hér land fyr­ir sex ár­um og herj­ar á fólk á sí­fellt fleiri stöð­um um land­ið. Eng­in von er til þess að bit­varg­ur­inn sé á för­um þannig að við þurf­um víst að læra að lifa með hon­um. Ým­is ráð hafa reynst vel í bar­átt­unni.

Fimm ráð til að verjast lúsmýi og fimm ráð við bitum
Lúsmý er agnarsmátt en gerir mörgum lífið afar leitt. Bit eftir þennan varg geta valdið óbærilegum kláða og óþægindum. Mynd: Náttúrufræðistofnun Íslands/Erling Ólafsson

Fáir gestir hér á landi njóta viðlíka óvinsælda og lúsmýið. Þessi bitglaði vágestur gerði sig heimankominn á Íslandi fyrir einungis örfáum árum, ef marka má frétt á vef Náttúrufræðistofnunar frá 30.júní 2015, en þar segir:

„Undarleg atvik urðu um síðastliðna helgi þegar lúsmý tók að herja á íbúa sumarhúsa beggja vegna Hvalfjarðar. Ekki er vitað til að slíkar atlögur hafi átt sér stað áður hér á landi. Lúsmý er ætt örsmárra mýflugna sem langflest sjúga blóð úr öðrum dýrum, allt frá skordýrum til mannskepna. Þeir sem fyrir atlögunum urðu voru flestir illa útleiknir.“

Sögur af útbitnum ferðalöngum eru nú orðnar algengar og fólk beitir ýmsum ráðum til að forðast það að verða bitin af þessu skæða en nær ósýnilega mýi. Fyrir 2015 voru sex tegundir lúsmýs þekktar hér á landi, en enginn þeirra var þekkt fyrir að angra fólk. Sjöunda tegundin, sem ber heitið Culicoides reconditus, er hins vegar skæðari en þær sem voru fyrir því hún vill sjúga blóð úr fólki.

Líklegt er talið að loftslagsbreytingar hafi haft áhrif á þá ákvörðun lúsmýsins að nema hér land. Fyrst þegar það kom hingað var útbreiðslan bundin helst við ákveðna staði á Suður- og Vesturlandi, en nú hefur vargurinn sótt í sig veðrið og finnst víðar um landið, m.a. víða á Norðurlandi. Vestfirðir, Austurland og hálendið virðast þó hafa sloppið enn sem komið er.

Tvennt er það sem landsmenn sækjast helst eftir yfir sumartímann: sól og skjól. Við erum jafnvel til í að keyra yfir landið þvert og endilangt til að komast í sumaryl. Þessi tvenna, sól og skjól, er því miður það sama og lúsmýið elskar. Það vill vera þar sem er hlýtt og vill hafa skjól, til dæmis af þéttum gróðri, en er ónýtara við að bíta ef blæs.

Hvernig er hægt að verjast lúsmýi?

En hvernig á að forðast að verða þessum litla vargi að bráð? Hér verða tekin saman ýmis ráð sem hafa dugað fólki vel í baráttunni, þótt ekkert virðist hundrað prósent öruggt.

Loka gluggum eða hafa tjald lokað ef fólk er á tjaldstæði

Þetta er auðvitað hægara sagt en gert þegar hitinn er mikill og nauðsynlegt að lofta út. Þá getur orðið óbærileg innandyra með allt lokað. Gott ráð er að stilla viftu upp móti glugga þannig að blási út, með því eru minni líkur á að lúsmýið komist inn. Mikilvægast er að hafa lokað seinnipartinn og á kvöldin, því þá er lúsmýið helst að leita inn.

Koma loftinu á hreyfingu

Vargurinn smávaxni kann best við sig í stillu, þess vegna er fólki ráðlagt að hafa viftu í svefnherbergi ef hægt er svo loftið sé á hreyfingu í kringum þá sem eru sofandi. Þannig má minnka líkur á að lúsmýið nái að athafna sig að næturlagi. Sumir vilja meina að best sé að hafa viftu í hverju herbergi og hafa þær í gangi sem mest, dag og nótt. Aðrir nota ryksuguna og ryksuga vel bæði gólf og gluggakistur áður en farið er í háttinn.

Flugur af ættkvíslinni Culicoides en lúsmý og bitmý tilheyra þeirri ættkvísl. Mynd: Vísindavefurinn

Sofa í langermabol, síðbuxum og sokkum

Lúsmýið sækir í bert hold fremur en hulið, þess vegna verða berar axlir, ökklar eða andlit vænleg skotmörk. Því minna hold sem er bert, því betra. Erfiðast er auðvitað að hylja andlitið, enda fáir sem geta hugsað sér að sofa með lambúshettu. En lúsmýið undanskilur ekki andlit í leit sinni að mannablóði.

Líma fínriðið net fyrir glugga

Ef fólk er í húsi þá er ráð að nota flugnanet í glugga, þannig að hægt sé að hafa þá opna. Það sem þarf þá að passa er að netið sé nægilega þétt því lúsmý er ekki nema 1-2 millimetrar að stærð.

Spreyja fælandi efnum í glugga, á rúmföt og húð

Ýmsar leiðir eru í þessu og ekki allir sem nota sömu aðferð. En svo virðist sem mörgum reynist vel að nota annað hvort lavanderolíu, lemongrass olíu eða tee trea olíu. Þá eru nokkrir dropar settir í vatn og spreyjað t.d. í glugga, yfir rúmföt eða á húð í þeirri von að fæla óværuna frá. Einnig eru til ýmis konar fælandi sprey í apótekum og víðar sem oft gefa góða raun.

Þótt ráðin séu óteljandi og mörg þeirra góð þá getur svo farið að fólk verði bitið. Bitin eru gjarnan óþægileg og þeim getur fylgt mikill kláði og vanlíðan.

Hvað skal gera ef lúsmý bítur?

Ef bitin eru nú þegar komin fram þá er líka hitt og þetta sem fólki virðist gagnast vel til að minnka vanlíðan og kláða.

Ofnæmislyf og sterar í ýmsu formi

Ef fólk er virkilega illa útleikið eftir lúsmý þá þarf að leita læknis. Ofnæmislyf af ýmsu tagi, steratöflur og sterakrem geta þá verið það eina sem dugar til að draga úr einkennum og vanlíðan vegna bitanna. Hægt er að fá mild sterakrem án lyfseðils í apótekum og einnig eru til ofnæmislyf í lausasölu, en ef ástandið er slæmt og bitin mörg þá er ráðlegt að leita aðstoðar hjá heilsugæslu og fá lækni til að meta hvað er best.

Heit skeið á bitin

Óbærilegur kláði er einn af fylgifiskum lúsmýbita. Til að slá á kláðann og minnka óþægindin virðist reynast vel að hita skeið undir rennandi, sjóðheitu vatni og bera hana í 5-10 sekúndur að bitunum. Það getur slegið á kláða.

Græðandi krem og eftirbitspennar

Margs konar græðandi krem og sáragel hafa virkað til að draga út bólgum í bitum. Sérstakir eftirbitspennar gera einnig gagn til að minnka sviða og kláða.

Kælikrem og hlaupabóluáburður

Kælikrem og kælipokar virðast stundum ná að minnka óþægindi hjá fólki sem er bitið. Þá hefur kalamín hlaupabóluáburður dugað vel til að draga úr kláða.

Eldhússkápurinn

Stundum er það sem hendi er næst það sem virkar. Þótt þetta sé sett fram án vísindalegrar staðfestingar þá er sagt að hrár laukur geti virkað græðandi á skordýrabit, einnig er bananahýði (innanvert) talið geta hjálpað sem og það að setja kartöflumjöl eða haframjöl í baðvatnið og skella sér í bað.

Í það minnsta er ljóst að ekkert bendir til þess að lúsmýið sé á förum héðan, það hefur komið sér vel fyrir og finnst nú víðar um landið heldur en þegar það nam land hér fyrir sex árum síðan. Það er því full ástæða til að tileinka sér einhver ráð til að geta lifað með þessari óværu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
9
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár