Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Dómur yfir lögreglunema sem réðst á mann vekur ugg

Jó­dís Skúla­dótt­ir, þing­kona Vinstri grænna, seg­ir að það veki sér ugg að lesa „nær dag­lega um lög­reglu sem fer offari í að­gerð­um sín­um, beit­ir valdi og hörku gegn al­menn­um borg­ur­um.“ Jó­dís vís­aði þar til ný­legs dóms yf­ir lög­reglu­nema og að­gerða lög­reglu gegn mót­mæl­end­um í síð­ustu viku.

Dómur yfir lögreglunema sem réðst á mann vekur ugg
Jódís „Almennir borgarar verða að geta treyst því að þeirra hagur og vernd sé alltaf leiðarljós lögreglu við störf sín,“ sagði þingkonan. Mynd: Golli

Það vekur mér ugg að lesa nær daglega um lögreglu sem fer offari í aðgerðum sínum, beitir valdi og hörku gegn almennum borgurum,“ sagði Jódís Skúladóttir, þingkona Vinstri grænna á þingfundi í dag.

Hún vísaði þar bæði til umdeildra aðgerða lögreglu í síðustu viku þegar lögreglumenn beittu piparúða gegn mótmælendum fyrir utan ríkisstjórnarfund og til dóms sem féll yfir lögreglunema í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. 

Maðurinn var dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi. Atvikið átti sér stað í maí í fyrra þegar lögregluneminn hafði afskipti af karlmanni í grennd við skemmtistað í Austurstræti. Hann beitti piparúða ítrekað gegn manninum jafnvel þó að hann hafi ekki veitt mótspyrnu við handtökuna. Lögregluneminn var jafnframt sakaður um að hafa sparkað í manninn þar sem hann lá, slegið hann með kylfu og ausið yfir hann fúkyrðum.

Kjósa
41
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
5
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár