Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Dómur yfir lögreglunema sem réðst á mann vekur ugg

Jó­dís Skúla­dótt­ir, þing­kona Vinstri grænna, seg­ir að það veki sér ugg að lesa „nær dag­lega um lög­reglu sem fer offari í að­gerð­um sín­um, beit­ir valdi og hörku gegn al­menn­um borg­ur­um.“ Jó­dís vís­aði þar til ný­legs dóms yf­ir lög­reglu­nema og að­gerða lög­reglu gegn mót­mæl­end­um í síð­ustu viku.

Dómur yfir lögreglunema sem réðst á mann vekur ugg
Jódís „Almennir borgarar verða að geta treyst því að þeirra hagur og vernd sé alltaf leiðarljós lögreglu við störf sín,“ sagði þingkonan. Mynd: Golli

Það vekur mér ugg að lesa nær daglega um lögreglu sem fer offari í aðgerðum sínum, beitir valdi og hörku gegn almennum borgurum,“ sagði Jódís Skúladóttir, þingkona Vinstri grænna á þingfundi í dag.

Hún vísaði þar bæði til umdeildra aðgerða lögreglu í síðustu viku þegar lögreglumenn beittu piparúða gegn mótmælendum fyrir utan ríkisstjórnarfund og til dóms sem féll yfir lögreglunema í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. 

Maðurinn var dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi. Atvikið átti sér stað í maí í fyrra þegar lögregluneminn hafði afskipti af karlmanni í grennd við skemmtistað í Austurstræti. Hann beitti piparúða ítrekað gegn manninum jafnvel þó að hann hafi ekki veitt mótspyrnu við handtökuna. Lögregluneminn var jafnframt sakaður um að hafa sparkað í manninn þar sem hann lá, slegið hann með kylfu og ausið yfir hann fúkyrðum.

Kjósa
41
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
3
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.
„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
6
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár