Íslendingar kjósa sér forseta í dag. Hér eru nokkrar spurningar um fyrri forseta og forsetakosningar.
Á myndinni hér að ofan er kappi einn sem eitt sinn var í framboði til forseta Íslands. Hvað hét hann?
***
Almennar spurningar:
- Hver er yngsti maðurinn sem hingað til hefur náð kjöri sem forseti Íslands?
- Kristján Eldjárn var fyrsta sjónvarpsstjarnan sem náði kjöri til forseta. Um hvað hafði Kristján annast þætti í sjónvarpinu? Svarið þarf að vera nákvæmt.
- Sigrún Þorsteinsdóttir varð fyrst til að bjóða sig fram gegn sitjandi forseta. Hvaða ár var það?
- Hver er eini forseti Íslands sem dó í embætti?
- Baldur Ágústsson varð eitt sinn númer tvö í forsetakosningum af þremur frambjóðendum. Hver varð þá í efsta sæti?
- Hver varð í öðru sæti þegar Vigdís Finnbogadóttir var kjörin forseti 1980?
- Aðeins einu sinni hefur forseti náð kjöri í fyrsta sinn með yfir 50 prósentum atkvæða. Hvaða ár var það?
- Hver er eini forseti Íslands sem var kjörinn af Alþingi en ekki þjóðinni?
- Hildur Þórðardóttir var í kjöri til forseta Íslands 2016. Hún setti þá ákveðið „met“ sem ekki hefur enn verið slegið. Hvað er það?
- Hver er eini guðfræðingurinn sem gegnt hefur embætti forseta?
***
Síðari myndaspurning:
Hver voru tengsl þessarar konu við forsetaembættið?
***
Svör við almennum spurningum:
- Guðni Th. Jóhannesson.
- Fornleifafræði.
- 1988.
- Sveinn Björnsson.
- Ólafur Ragnar Grímsson.
- Guðlaugur Þorvaldsson. Skírnarnafn hans dugar reyndar í þetta sinn.
- 1968, þegar Kristján Eldjárn fékk rúm 65 prósent.
- Sveinn Björnsson.
- Hún fékk minnsta prósentufylgi sem nokkur frambjóðandi hefur fengið, 0,2 prósent.
- Ásgeir Ásgeirsson.
***
Á fyrri myndinni er Albert Guðmundsson sem var í framboði til forseta 1980.
Á neðri myndinni er Georgia Björnsson, fyrsta forsetafrú Íslendinga. Ekki er nauðsynlegt að muna nafn hennar.
Athugasemdir (1)