Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Vatnsskemmdir í sex milljarða skrifstofuhúsnæði Alþingis

Vatnsleki hef­ur upp­götv­ast á fjórðu hæð Smiðju, nýju skrif­stofu­hús­næði Al­þing­is. Ragna Árna­dótt­ir, skrif­stofu­stjóri Al­þing­is, seg­ir lek­ann hafa ver­ið rak­inn til frá­gangs á glugga­kerfi á fimmtu hæð húss­ins. Ráð­ist hef­ur ver­ið í fyr­ir­byggj­andi að­gerð­ir en óvíst er um hvert heild­artjón­ið muni verða.

Vatnsskemmdir í sex milljarða skrifstofuhúsnæði Alþingis
Húsið lekur Vatnsleki uppgötvaðist á fjórðu hæð hússins þar sem skrifstofur þingmanna og vinnurými þingflokka eru staðsett. Mynd: Golli

Vatnsleki hefur uppgötvast í nýja skrifstofuhúsnæði Alþingis, Smiðju. Þetta staðfestir Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþingis. Í svari við fyrirspurn Heimildarinnar segir Ragna að leki hafi komið upp á fjórðu hæð byggingarinnar sem hýsir skrifstofur þingmanna og vinnuherbergi fyrir starfsfólk þingflokka.

Er lekinn rakinn til frágangs á gluggakerfi á fimmtu hæð hússins. Ragna segir að fljótlega eftir að vatnsleki uppgötvaðist hafi verið ráðist í fyrirbyggjandi aðgerðir. 

„Enn er unnið við að ljúka framkvæmdum á 5. hæðinni og jafnframt verið að greina hvaða aðgerða er þörf til að koma í veg fyrir að þetta endurtaki sig,“ segir Ragna og bætir við að óvíst sé hvert heildartjónið muni verða. Að hennar sögn sé tjónið enn sem komið er „óverulegt“.  Á fimmtu hæð Smiðju er matsalur og eldhús en þar eru einnig þrír fundarsalir.

Sex milljarða króna nýbygging

Undir lok síðasta árs var nýtt skrifstofuhúsnæði Alþingis tekið til notkunar. Framkvæmdir hafa staðið yfir í um …

Kjósa
21
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jóhannes Baldvinsson skrifaði
    Og það er sami verktakinn. ÞG verktakar, sem byggði líka hið ónýta Orkuveituhús.
    0
  • Sigurður Valur Jónasson skrifaði
    Íslenskir arkitektar kunna ekki sitt fag, alveg vonlausir
    -1
  • Sigurður Sigurðsson skrifaði
    Hissa? Nei eiginlega ekki...Því miður.
    -1
  • Stefán Agnar Finnsson skrifaði
    Kannski hefði RB sáluga komið í veg fyrir þessa uppákomu. RB var Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins sem stjórnvöld lögðu niður.
    12
  • GEJ
    Gudmundur Eyjólfur Jóelsson skrifaði
    Gat nú verið það virðist alveg fyrirmunað að byggja þannig að það standist Íslenskt veður, mér er spurn hvers vegna eru arkitektar eru gjörsamlega stykkfríir þegar koma upp svona vandamál?
    5
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
4
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár