Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Fjöldi myndlykla stóð í stað milli ára

Fjöldi áskrif­enda með mynd­lykla stór nán­ast í stað í fyrra og var 79.316 í lok þess árs. Það eru 651 færri en ári áð­ur.

Fjöldi myndlykla stóð í stað milli ára
Leiðir til að horfa Þeim hefur fjölgað umtalsvert á síðustu árum sem velja öpp eða utanáliggjandi tæki til að horfa á sjónvarp. Mynd: Bára Huld Beck

Á undanförnum árum hefur þeim heimilum sem kaupa sjónvarpsþjónustu yfir svokallað IP-net, þar sem sjónvarpsútsendingu og annarri þjónustu er miðlað í gegnum myndlykla sem leigðir eru af fjarskiptafyrirtækjum, fækkað mikið. Frá byrjun árs 2018 og fram til loka árs 2022 fækkaði þeim til að mynda um 21.186, eða um 21 prósent. Á sama tíma fjölgaði landsmönnum um ellefu prósent. 

Í fyrra varð breyting á þessari þróun. Samkvæmt nýlega birtri tölfræðiskýrslu Fjarskiptastofu um íslenska fjarskiptamarkaðinn á árinu 2023 stóð fjöldi áskrifenda með sjónvarp yfir IP-net nánast í stað og var 79.316 í lok þess árs. Það eru 651 færri en ári áður. 

Tvö fyr­ir­tæki bjóða upp á mynd­lykla til að horfa á sjón­­varp yfir IP-­­net, Sím­inn og Vodafone, sem er hluti af Sýnarsamstæðunni. Áskrifendum Símans fækkaði í fyrra og markaðshlutdeild fyrirtækisins á þessum markaði lækkaði um rúm tvö prósentustig, niður í 58,1 prósent. Áskrifendum Vodafone fjölgaði að sama skapi um 1.422 milli ára. 

Ástæða þess að mynd­lyklunum hefur fækkað er sú að sífellt fleiri taka sjón­varps­þjón­ust­una sína í gegnum öpp, sem annaðhvort eru inn­byggð í nettengd sjón­vörp eða hægt er að nálg­ast í gegnum uta­n­áliggj­andi tæki, eins og til dæmis Apple TV eða sam­bæri­leg Android-­box. Með þeirri leið er hægt að nálg­ast ýmsar erlendar streym­isveitur sem starfa á Íslandi á borð við Netflix, Amazon Prime, Viaplay  og Disney+. Sím­inn, Sýn/Vodafone og Nova bjóða einnig upp á sjónvarpsþjónustuöpp sem hægt er að hlaða niður án end­ur­gjalds, bæði fyrir Apple og Android tæki, en þó ekki öll. 

Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
1
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“
Foreldrar vinna á leikskóla til að brúa bilið
3
FréttirÍ leikskóla er álag

For­eldr­ar vinna á leik­skóla til að brúa bil­ið

Veru­leiki barna­fjöl­skyldna í Reykja­vík ein­kenn­ist af því að börn eru orð­in alltof göm­ul til að telja ald­ur í mán­uð­um þeg­ar þau loks kom­ast inn á leik­skóla. Ár­um sam­an hef­ur öll­um 12 mán­aða göml­um börn­um ver­ið lof­að leik­skóla­plássi en raun­in er að mán­uði barna sem fá pláss er hægt að telja í tug­um. For­eldr­ar hafa grip­ið til sinna ráða, með­al ann­ars með því að starfa á leik­skóla til að fá for­gang að leik­skóla­plássi.
Kallar saman þingmenn og sérfræðinga vegna varnarmála
5
Viðtal

Kall­ar sam­an þing­menn og sér­fræð­inga vegna varn­ar­mála

Ís­land stend­ur frammi fyr­ir nýj­um áskor­un­um í ör­ygg­is- og varn­ar­mál­um í breyttu al­þjóð­legu um­hverfi. Þor­gerð­ur Katrín Gunn­ars­dótt­ir ut­an­rík­is­ráð­herra trú­ir að varn­ar­samn­ing­ur Ís­lands við Banda­rík­in haldi enn, en tel­ur nauð­syn­legt að bæta við stoð­um í vörn­um lands­ins og úti­lok­ar ekki var­an­legt varn­ar­lið. Hún vill að Ís­land efli eig­in grein­ing­ar­getu í stað þess að treysta al­far­ið á önn­ur ríki.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Helmingi dýrari matarkarfa eina ráðið við sjúkdómnum
4
Skýring

Helm­ingi dýr­ari mat­arkarfa eina ráð­ið við sjúk­dómn­um

„Við höf­um oft íhug­að mjög al­var­lega að flytja bara út af þessu,“ seg­ir Anna Gunn­dís Guð­munds­dótt­ir um þær hindr­an­ir sem fólk með selí­ak mæt­ir hér á landi. Dótt­ir henn­ar, Mía, er með sjúk­dóm­inn sem er ein­ung­is hægt að með­höndla með glút­en­lausu fæði. Mat­arkarfa fjöl­skyld­unn­ar hækk­aði veru­lega í verði eft­ir að Mía greind­ist. Þá er það þraut­in þyngri fyr­ir fólk með selí­ak að kom­ast út að borða, panta mat og mæta í mann­fögn­uði.
Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
6
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár