„Þegar þér hefur verið brottvísað er öllum skítsama um þig“
Brottvísað Þrír þolendur mansals voru sendir til Nígeríu í maí, þær Esther, Blessing og Mary. Mynd: Margrét Marteinsdóttir
Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

„Þegar þér hefur verið brottvísað er öllum skítsama um þig“

Dr. Jenni­fer Okeke, níg­er­ísk­ur sér­fræð­ing­ur í man­sals­mál­um sem starfar við mála­flokk­inn á Ír­landi, hitti ný­lega Bless­ing, Esther og Mary, sem vís­að var úr landi 20. maí síð­ast­lið­inn. Hún seg­ir ástand þeirra slæmt og mjög fáa val­kosti standa þeim til boða. Ís­lensk­ar vin­kon­ur kvenn­anna segja þær hafa ver­ið send­ar út skil­ríkja- og lyfja­laus­ar.

„Þegar þér hefur verið brottvísað er öllum skítsama um þig.“ Þetta segir dr. Jennifer Okeke, fræðimaður og sérfræðingur í aðgerðum gegn mansali í samtali við Heimildina. Hún skýrir að það sé einstaklega erfitt fyrir fólk að koma undir sig fótunum í Nígeríu eftir að hafa verið vísað brott frá Evrópu. Jennifer kemur sjálf frá Nígeríu en er búsett á Írlandi þar sem hún starfar með fórnarlömbum mansals hjá góðgerðarsamtökunum Immigrant Council of Ireland.

Í síðasta mánuði voru þrjár konur fluttar með valdi frá Íslandi og til Lagos í Nígeríu. Þær heita Blessing, Esther og Mary. Allar höfðu konurnar flúið hingað til lands til að sleppa undan mansali. 

Brottvísunin var harðlega gagnrýnd. Bæði í ljósi þess hve lengi konurnar höfðu verið hér á landi og sökum bágrar heilsu Blessing. En hún hefur greinst með sex æxli í legi, eitt þeirra mjög stórt, og henni blæðir mikið um leggöng. Í læknisvottorði …

Kjósa
34
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • David Olafson skrifaði
    íslendingar hjálpudu mikid í Grænhøvda eyum fyrir mørgum árum Ástandid er ekkert nýtt Vid smídudum 3 litla togara sam hver togari kostadi rúman miljard Tessir togarar voru botnfisk togarar og voru sendir til Grænhøvda eya til ad kenna tessu fólki ad veida Tessir togarar gátu fiskad í trollin allt nydur á 300 fadma dýpi og nád í fiskin sem er vid botnin audveldlega Grænhøvda eyar eru eyar med nánast engan landgrunn og veidar fara fram á árabátum en vid ætludum ad redda tessu med litlum togurum En klikkudum adeins á tví tví dýpid fyrir utan landgrunn var 2000 fadma dýpi vantadi bara 1700 fadma upp á ad trollin nádu nydur á botn med allan vír úti tad eru rúmir tveir og hálvur kílómetrar Tá var tekid á tad rád ad toga á landgrunninum med árabátunum Eftir hálft ár var engin fiskur eftir og restin af fiskinum fór nidur í dýpid til ad fá frid Í dag er landgrunnid ónýtt eftir tessa togara og engir árabátur fær einn fisk Tetta var mikil redding og herstødin farin og nú er tetta land í rúst og bara epli í matin gott fyrir vegan og pálma tre romm drukkid óspart med eplunum Íslendingar ad hjálpa Vid ættum ad hjálpa okkar fólki hitt allt fer í vesen Vid høvum hvorki kunnáttu ne getu til ad hjálpa austur evrópu ne ødrum løndum Stórasta landid á landakorti í sýndar veruleika
    0
  • Eyþór Dagur skrifaði
    Það er verið að segja það berum orðum að þeirra stærsta vandamál sé að þær eigi ekki peninga. Það er alltaf rosalega sorglegt. Ég fer mikið erlendis til 3ja heims lands þar sem ég horfi upp á tugi milljóna manna sem eru í nákvæmlega sömu stöðu en samt verri því mikið af því fólki þjáist líka af vannæringu. Ég gleymi því aldrei þegar ég sá fyrst vannært barn með eigin augum. Þau eru svipbrigðalaus og bregðast ekki almennilega við ef maður t.d. reynir að ná sambandi við þau. Af hverju eigum við að taka þessar konur fram fyrir vannærð börn í því landi sem ég heimsæki oft? Af hverju eiga þær frekar að fá fjárhagsaðstoð frá íslenskum skattgreiðendum en vannærð börn í milljónatugatali í heiminum?
    0
    • Thorgerdur Sigurdardottir skrifaði
      Vegna þess ađ þær hafa nàđ ađ flýja þađ sem þù ert ađ lýsa og þar af leiđandi börnin þeirra....
      0
  • Stefán Agnar Finnsson skrifaði
    Ætli þeim embættismönnum sem afgreiddu mál þessarra kvenna líði ekki bara ágætlega heima með fjölskyldum sínum? BB segir að taka þurfi fastar á varðandi innflytjendamál. Í þessu máli vantar ekki heljartökin.
    9
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Fá ekki að læra hér frekar en í Afganistan
FréttirFlóttamenn

Fá ekki að læra hér frek­ar en í Af­gan­ist­an

Í Af­gan­ist­an var þeim bann­að að læra. Á Ís­landi hafa þær mætt hindr­un­um í hvert sinn sem þær hafa reynt að kom­ast í skóla. Þær þrá ekk­ert heit­ar en að læra ís­lensku, kom­ast inn í sam­fé­lag­ið og sækja sér há­skóla­mennt­un. En þær eru fast­ar; kom­ast ekki út úr störf­um sín­um sem hót­el­þern­ur þar sem þær hafa eng­in tæki­færi til að þjálfa ís­lensk­una: lyk­il­inn að sam­fé­lag­inu.
Ágreiningurinn um útlendingamáin
Greining

Ágrein­ing­ur­inn um út­lend­inga­má­in

„Ég tel ekki að slík frum­vörp eigi er­indi inn í þing­ið,“ sagði Svandís Svavars­dótt­ir. „Þar er­um við inn­viða­ráð­herra held ég ósam­mála,“ svar­aði Guð­rún Haf­steins­dótt­ir. Þetta var gam­alt stef og nýtt, að flokk­arn­ir væru ósam­mála í út­lend­inga­mál­um, en það hafði þó varla ver­ið jafn skýrt fyrr en rétt áð­ur en stjórn­in féll, skömmu áð­ur en Guð­rún ætl­aði sér að leggja fram frum­varp um lok­að bú­setu­úr­ræði.
Jón Gunnars og Áslaug Arna hringdu í ríkislögreglustjóra vegna Yazans
FréttirFlóttamenn

Jón Gunn­ars og Áslaug Arna hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra vegna Yaz­ans

Gögn sem Heim­ild­in fékk af­hent frá dóms­mála­ráðu­neyt­inu varpa ljósi á það að fleiri stjórn­mála­menn en Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son fé­lags­mála­ráð­herra tóku upp tól­ið og hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra áð­ur en ákveð­ið var að fresta brott­vís­un Yaz­ans Tamimi og fjöl­skyldu. Tveir fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herr­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins hringdu í Sig­ríði Björk Guð­jóns­dótt­ur rík­is­lög­reglu­stjóra og ræddu mál­ið.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu