„Þegar þér hefur verið brottvísað er öllum skítsama um þig.“ Þetta segir dr. Jennifer Okeke, fræðimaður og sérfræðingur í aðgerðum gegn mansali í samtali við Heimildina. Hún skýrir að það sé einstaklega erfitt fyrir fólk að koma undir sig fótunum í Nígeríu eftir að hafa verið vísað brott frá Evrópu. Jennifer kemur sjálf frá Nígeríu en er búsett á Írlandi þar sem hún starfar með fórnarlömbum mansals hjá góðgerðarsamtökunum Immigrant Council of Ireland.
Í síðasta mánuði voru þrjár konur fluttar með valdi frá Íslandi og til Lagos í Nígeríu. Þær heita Blessing, Esther og Mary. Allar höfðu konurnar flúið hingað til lands til að sleppa undan mansali.
Brottvísunin var harðlega gagnrýnd. Bæði í ljósi þess hve lengi konurnar höfðu verið hér á landi og sökum bágrar heilsu Blessing. En hún hefur greinst með sex æxli í legi, eitt þeirra mjög stórt, og henni blæðir mikið um leggöng. Í læknisvottorði …
Athugasemdir (4)