Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Með sigg í lófunum og sigg á sálinni

Vikt­or Trausta­son for­setafram­bjóð­andi veit bæði hvernig það er að borða ókeyp­is 1944-rétti í heila viku vegna pen­inga­skorts og lifa við fjár­hags­legt ör­yggi. Þrátt fyr­ir að vera með meist­ara­gráðu í hag­fræði hef­ur hann að mestu ver­ið í störf­um sem hafa lófa­sigg sem fylgi­fisk. Vikt­or – sem seg­ist hafa ver­ið bú­inn að senda út á ann­að þús­und at­vinnu­um­sókn­ir þeg­ar hann ákvað að fara í fram­boð – ætl­ar að vinna í fiski í sum­ar, sama hvort hann verð­ur for­seti Ís­lands eð­ur ei og gef­ur lít­ið fyr­ir skoð­anakann­an­ir sem spá hon­um inn­an við eitt pró­sent at­kvæða.

Með sigg í lófunum og sigg á sálinni
Frambjóðandinn Blaðamaður spyr Viktor ítrekað út í hvort þetta eða hitt hafi verið honum erfitt. Hann svarar alltaf á svipaða leið, að hann velti sér ekkert upp úr slíku. Mynd: Golli

ex vinir á fertugsaldri sátu á kraftbjórabar í miðbæ Reykjavíkur í byrjun janúar og ræddu málin. Þar bar hvorki fótbolti né stefnumótalíf á góma heldur embætti forseta Íslands. Þeim fannst umræðan um embættið vera á villigötum. Að það vantaði nýja nálgun. 

Þremur dögum áður, 2. janúar, hafði einum mannanna, Viktori Traustasyni, brugðið í brún þegar hann heyrði að Guðni Th. Jóhannesson, núverandi forseti, ætlaði ekki að gefa kost á sér að nýju. 

Hann hafði þarna verið atvinnulaus í nokkra mánuði, þrátt fyrir að hafa sent út feikn af atvinnuumsóknum. 

„Guðni er að segja af sér, ég verð akkúrat 35 ára á árinu, ég er með tilbúnar hugmyndir sem ég tel frekar vandaðar og þróaðar í kringum þetta embætti og það vill svo til að ég hef akkúrat nægan tíma til að standa í þessu,“ hugsaði Viktor með sér. 

Hann hringdi í frænda sinn sem hann lítur upp til og annarra sem hann hafði átt í „djúpum stjórnmálasamræðum“ við í gegnum tíðina.

Þegar hann bar undir þá hugmyndir sínar, t.a.m. aðalstefnumálið „enga þingmenn sem ráðherra“, fékk hann jákvæð viðbrögð. 

„Ég verð að gera þetta, er það ekki?“ spurði hann sjálfan sig og segir að hann hafi ekki ákveðið að bjóða sig fram fyrir sjálfan sig heldur vegna þess að honum hafi fundist að einhver þyrfti að gera það til þess að koma hugmyndunum í það minnsta á kortið, ef ekki alla leið inn í forsetaembættið. 

„Það langar engan í þessa athygli,“ segir Viktor, og þegar blaðamaður maldar í móinn, segir að einhvern langi líklega í hana, svarar Viktor: 

„Ég leit meira á það þannig að ég væri að fórna mér fyrir hjörðina.“ 

Fékk blað og penna á barnum

Þetta kvöld á kraftbjórabarnum tók Viktor ákvörðun um að leggja í framboð. Hann fór á barinn og fékk þar lánað A4 blað og penna. Á þessu blaði og með þessum penna varð fyrsta síða undirskriftalista, sem átti eftir að spanna 62 handskrifaðar síður, til. Vinirnir sex skrifuðu allir undir, sem og barþjónarnir tveir. 

„Ef maður ætlar að gera þetta verður maður að tala við ókunnuga líka,“ hugsaði Viktor, sem fannst það á þessum tímapunkti óþægilegt, en rölti yfir á næsta borð og fékk undirskriftir frá tveimur í viðbót. 

„Nú þurfum við bara 1.490 í viðbót,“ hugsaði hann með sér. „Þetta er eins og að stíga hjól í gang. Það er erfitt en allt í einu kemur skriðþunginn og þá heldur maður bara áfram og áfram og er ekki að kippa sér upp við neikvæðni eða reiði eða rifrildi.“ 

Næstu fjóra mánuði hélt Viktor áfram að safna undirskriftum. Hann kynnti sig fyrir tugum nokkra daga vikunnar, stundum allt að 200 manns á einum degi, og fór hringinn til þess að safna í hverjum landsfjórðungi. 

Kjósa
25
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kristjan Jons skrifaði
    Viktor Traustason er hinn sanni sigurvegari kosninganna. RÚV reyndi hvað það gat til að lítillækka hann. Þó er himinn og haf á milli persónulegra eiginleika hans og Ameríkanana sem nú hafa gert innrás á Bessastaði. Nú er tímabært að Útvarpsstjóri segi af sér embætti, stofnunin er stjórnlaus.
    0
  • Island væri betri ef fleiri væru eins og þú
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2024

Katrín niðurstaða flestra í Kosningaprófi Heimildarinnar
FréttirForsetakosningar 2024

Katrín nið­ur­staða flestra í Kosn­inga­prófi Heim­ild­ar­inn­ar

Katrín Jak­obs­dótt­ir lenti oft­ast í fyrsta sæti hjá þeim sem þreyttu Kosn­inga­próf Heim­ild­ar­inn­ar fyr­ir for­seta­kosn­ing­arn­ar 2024. Um fjórð­ung­ur þátt­tak­enda var oft­ast sam­mála fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herr­an­um. Yf­ir 8.000 tóku próf­ið en svör bár­ust ekki frá Vikt­ori Trausta­syni eða Ást­þóri Magnús­syni.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár