Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Sögur af sálarlífi sviðslistasamfélagsins

Leik­hús­gagn­rýn­andi Heim­ild­ar­inn­ar skrif­ar sviðslista­ann­ál fyr­ir ár­ið 2023–2024. Hún rýn­ir þó ekki í verk­in sjálf held­ur kík­ir bak við tjöld­in og velt­ir fyr­ir sér umbreyt­ing­um jafnt sem mál­þófi.

Sögur af sálarlífi sviðslistasamfélagsins
Leikhúsmiðaverð hefur farið snarhækkandi síðastliðin ár. Einn miði á Frost í Þjóðleikhúsinu kostar 9.500 krónur og einn miði á Eitruð lítil pilla í Borgarleikhúsinu kostaði 12.900 krónur. Mynd: PressPhotos

Annállinn verður með aðeins öðruvísi sniði að þessu sinni. Yfirleitt er farið í saumana á sviðslistasýningum ársins og rýnt í samfélagið sem listin sprettur úr. En nú verður litið bak við tjöldin, ofan í frumvörp og fjárhagsáætlanir, ásamt því að varpa fram nokkrum spurningum um málefni, málþóf, leikhúsgagnrýni og framtíðina.

Stólaskipti

Til að hefja söguna er mikilvægt að kynna leikendur til leiks en ansi margar tilfæringar eru að eiga sér stað í stjórnunarstöðum innan sviðslistasamfélagsins. Marta Nordal kveður Leikfélag Akureyrar, Bergur Þór Ingólfsson tekur við og tilkynnti splunkunýja uppsetningu á Litlu hryllingsbúðinni. Sara Martí Guðmundsdóttir kveður Tjarnarbíó en hún hefur unnið þrekvirki síðastliðin ár, staðið fyrir endurbótum innanhúss og siglt leikhúsinu í gegnum fjárhagskrísu. Sömuleiðis kveður Vigdís Jakobsdóttir Listhátíð í Reykjavík. Ekki er búið að tilkynna hver taki við þeirra stöðum en þeim einstaklingum bíður ærið starf, ekki ólíkt Unu Þorleifsdóttur sem tekur við stöðu deildarstjóra sviðslistadeildar Listaháskóla Íslands. Mikil …

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár