Þegar hinn 11 ára gamli Yazan Aburajab Tamimi mætti í Hamraskóla í fyrsta sinn síðasta haust beið hans bréf þar sem krakkarnir í bekknum hans buðu hann velkominn. Bréfinu fylgdu tvö tuskudýr, annað hvítt og hitt appelsínugult. Yazan var hissa. Það var langt síðan honum hafði liðið eins og hann væri velkominn. „Þið hljótið að hafa farið með mig til himnaríkis,“ sagði Yazan við foreldra sína, Ferial og Mohsen.
Í heimalandinu, Palestínu, hafði Yazan verið úthýst úr skólanum og hann hafði helst ekki viljað hitta vini eða ættingja af ótta við það hvað þeim myndi finnast um hann af þeirri ástæðu að hann var hættur að geta gengið.
Það hafði hann ekki gert síðan hann féll á kné á heimili fjölskyldunnar í Palestínu nokkrum dögum eftir níu ára afmælið sitt. „Ég finn ekki fyrir fótleggjunum mínum,“ hafði hann æpt á foreldra sína.
Þau reyndu að róa drenginn sinn niður en …
Getur verið að einverjir á þeim bæ hugnist það.
Hér þarf einungis ástúð sem foreldrar veita.
Er mannvonska ráðandi hjá ráðamönnum?