Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Missti göngugetuna níu ára og missir „himnaríki“ ellefu ára

Þó að lækn­ar telji mik­il­vægt að hinn ell­efu ára gamli Yaz­an, sem er með ágeng­an vöðvarýrn­un­ar­sjúk­dóm, haldi áfram í lækn­is­með­ferð tel­ur Kær­u­nefnd út­lend­inga­mála ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að vísa hon­um til lands sem hann hef­ur sem stend­ur eng­in rétt­indi í. „Ég hef unn­ið við þetta í næst­um 8 ár og aldrei séð svona af­ger­andi lækn­is­vott­orð,“ seg­ir tals­mað­ur fjöl­skyld­unn­ar. Sex sam­tök og fjöl­marg­ir Ís­lend­ing­ar hafa mót­mælt fyr­ir­hug­aðri brott­vís­un.

Þegar hinn 11 ára gamli Yazan Aburajab Tamimi mætti í Hamraskóla í fyrsta sinn síðasta haust beið hans bréf þar sem krakkarnir í bekknum hans buðu hann velkominn. Bréfinu fylgdu tvö tuskudýr, annað hvítt og hitt appelsínugult. Yazan var hissa. Það var langt síðan honum hafði liðið eins og hann væri velkominn. „Þið hljótið að hafa farið með mig til himnaríkis,“ sagði Yazan við foreldra sína, Ferial og Mohsen.

Í heimalandinu, Palestínu, hafði Yazan verið úthýst úr skólanum og hann hafði helst ekki viljað hitta vini eða ættingja af ótta við það hvað þeim myndi finnast um hann af þeirri ástæðu að hann var hættur að geta gengið.

Það hafði hann ekki gert síðan hann féll á kné á heimili fjölskyldunnar í Palestínu nokkrum dögum eftir níu ára afmælið sitt. „Ég finn ekki fyrir fótleggjunum mínum,“ hafði hann æpt á foreldra sína.

Þau reyndu að róa drenginn sinn niður en …

Kjósa
60
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ADA
    Anna Dóra Antonsdóttir skrifaði
    Og barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna, hvað segir hann um svona aðferðafræði.
    0
  • JA
    Jón Arnarson skrifaði
    Ráðamenn virðast blindir er mannsal fer fram.
    Getur verið að einverjir á þeim bæ hugnist það.

    Hér þarf einungis ástúð sem foreldrar veita.

    Er mannvonska ráðandi hjá ráðamönnum?
    2
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Haldið áfram að hjálpa þessu blessaða barni, ekki síður foreldrunum!
    8
  • VSE
    Virgil Scheving Einarsson skrifaði
    Þetta er til skammar, þetta folk stendur i Erfiðum malum og kvi ekki að lofa þeim að vera um kyrt a Islandi. Það er Fasistalikt af þessi mali og það illa ræður ferðini i þessu mali. Grimd og illgirni eru þarna a ferðini. Lofum þessu folki að vinna ur sorginni a Islandi. Brottvisun er lugaleg vinnubrögð
    7
  • ÞTÞ
    Þóroddur Tryggvi Þórhallsson skrifaði
    Það er sem vanti alla mennsku í það fólk sem þarna heldur um tauma.
    11
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Yazan mjög verkjaður eftir örfáar vikur án heilbrigðisþjónustu
Allt af létta

Yaz­an mjög verkj­að­ur eft­ir ör­fá­ar vik­ur án heil­brigð­is­þjón­ustu

Lík­am­lega van­líð­an­in sem Yaz­an Tamimi, 12 ára gam­all dreng­ur með vöðvarýrn­un­ar­sjúk­dóm­inn duchenne, sem senda á úr landi, upp­lifði eft­ir ör­fárra vikna rof á heil­brigð­is­þjón­ustu í sum­ar sýn­ir hve lít­ið þarf til svo að drengn­um hraki, seg­ir formað­ur Duchenne á Ís­landi: „Þetta er mjög krí­tísk­ur tími.“
Kostnaðurinn jókst verulega á sama tíma og miklu færri sóttu um
FréttirFlóttamenn

Kostn­að­ur­inn jókst veru­lega á sama tíma og miklu færri sóttu um

Kostn­að­ur við þjón­ustu við um­sækj­end­ur um al­þjóð­lega vernd jókst um rúm 50 pró­sent á fyrstu sex mán­að­um þessa árs sam­an­bor­ið við fyrri helm­ing síð­asta árs. Samt fækk­aði um­sókn­um um hæli hér á landi um 50 pró­sent milli tíma­bila. Kostn­að­ar­aukn­ing­una má rekja til tafa í máls­með­ferð hjá Út­lend­inga­stofn­un og kær­u­nefnd út­lend­inga­mála.
Ætluðu til Ameríku en festust á Íslandi
ÚttektFólkið í neyðarskýlinu

Ætl­uðu til Am­er­íku en fest­ust á Ís­landi

Fyr­ir klukk­an tíu á morgn­anna pakka þeir fögg­um sín­um nið­ur og setja þær í geymslu. Þeir líta eft­ir lög­regl­unni og fara svo af stað út, sama hvernig viðr­ar. Þeir mæla göt­urn­ar til klukk­an fimm á dag­inn, þang­að til svefnstað­ur­inn opn­ar aft­ur. Til­vera þessa svefnstað­ar er ekki tryggð. Flosn­að hef­ur úr hópn­um sem þar sef­ur á síð­ustu mán­uð­um og líka bæst við.
Fótboltamaðurinn sem ætlaði að verða pípari en endaði í neyðarskýlinu
ÚttektFólkið í neyðarskýlinu

Fót­bolta­mað­ur­inn sem ætl­aði að verða píp­ari en end­aði í neyð­ar­skýl­inu

Hann út­skrif­að­ist úr ís­lensku­námi frá Tækni­skól­an­um, var byrj­að­ur að æfa fót­bolta með Þrótti og að læra píp­ar­ann þeg­ar fót­un­um var kippt und­an hon­um. Hús­næð­ið var tek­ið af hon­um, heil­brigð­is­þjón­ust­an og vasa­pen­ing­arn­ir líka. Nú gist­ir hann á sófa vin­ar síns eða í neyð­ar­skýli Rauða kross­ins. Fram­tíð þess hef­ur ekki ver­ið tryggð.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár