Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Vilja hærri auðlindagjöld og komugjöld á ferðamenn

ASÍ seg­ir að sam­band­ið styðji að ráð­ist verði í end­ur­skoð­un á gjald­töku ferða­manna, veiði­gjalda og fisk­eld­is­gjaldi með hækk­un auð­linda­gjalda og að komu­gjöld verði sett á ferða­menn.

Vilja hærri auðlindagjöld og komugjöld á ferðamenn
Forseti Finnbjörn A. Hermannsson hefur verið forseti ASÍ í rúmt ár. Mynd: ASÍ

Alþýðusamband Íslands (ASÍ) telur þörf á því sem það kallar skynsamlegar aðgerðir í skattamálum. Í umsögn sambandsins um fimm ára fjármálaáætlun stjórnvalda segir að lögfestar skattkerfisbreytingar á árunum 2013 til 2019 hafi minnkað tekjur ríkisins um samanlagt 27 milljarða króna sé miðað við árið 2019. Í þeirri tölu séu ótalin áhrif af afnámi auðlegðarskatts, lækkun veiðigjalda, breytingum á tekjuskattkerfinu, lækkun bankaskatts og hækkun frítekjumarks fjármagnstekna. „Á það skal bent að fjármálaráð hefur velt því upp að vafi ríki um hvort tekjustofnar standi undir reglulegum útgjöldum hins opinbera.“

ASÍ segir að sambandið styðji að ráðist verði í endurskoðun á gjaldtöku ferðamanna, veiðigjalda og fiskeldisgjaldi með hækkun auðlindagjalda og að komugjöld verði sett á ferðamenn. „Þar er þörf á að búa til heildarramma um auðlindagjöld sem nær yfir nýtingu ólíkra auðlinda hvort sem er fiskveiði, fiskeldi og orkuvinnsla. Snýst þetta ekki einungis um tekjuöflun heldur að skapa mikilvæga sátt um skiptingu …

Kjósa
46
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Væri fróðlegt að vita hvernig ASÍ formaðurinn hefur hugsað sér komugjöldin. Óheimilt er að misnuma þegnum Schengensvæðisins, og ósennielgt er að Íslendingar muni una því að þurfa að borga aðgangseyri að eigin landi.
    0
  • TLS
    Tryggvi L. Skjaldarson skrifaði
    Kvótinn var settur til að vernda fiskinn í sjónum en ekki einstakar fiskvinnslur í landi sem selja sjálfum sér á lægra verði. Allur fiskur á að fara á markað. Um leið hverfur framhjálöndun, viktunar svindl og mismunun í verðlagningu.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár