Arnar Þór Jónsson, forsetaframbjóðandi og hæstaréttarlögmaður, segir dvöl sína í Bandaríkjunum og Englandi hafa haft mótandi áhrif á stjórnmálaskoðanir hans, lífssýn og sálarlíf. Arnar Þór telur hugmyndirnar og þau gildi sem hann hefur tileinkað sér í gegnum lífið vera gott veganesti í embætti forseta Íslands, nái hann kjöri.
Arnar Þór fæddist í Vestmannaeyjum 2. maí 1971. Eitt það fyrsta sem hann nefnir í svari sínu um hvað hafi mótað hann, er Heimaeyjargosið sem hófst í janúar árið 1973. Hamfarirnar settu mark sitt á líf hans rétt eins og aðra Vestmannaeyinga. Þá nefnir hann einnig sumrin sem hann varði í sveit á unglingsárum og störfunum sem hann sinnti þar. Sú reynsla hafi haft mikil mótandi áhrif á hann.
„Það hafði mjög mótandi áhrif á mig líka að ég var heilt sumar í Englandi þegar ég var unglingur í tungumálaskóla. Það var styrkjandi á sinn hátt, þá var ég fimmtán ára. Það …
Athugasemdir