Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Halda Blessing á lífi svo lengi sem hún er í íslenskri lögsögu

Brott­vís­un þriggja kvenna var mót­mælt í Leifs­stöð í gær­kvöldi. Ein þeirra, Bless­ing, er lífs­hættu­lega veik og þol­andi man­sals. Í lækn­is­vott­orði frá sér­fræð­ingi á Land­spít­al­an­um er skrif­að að það sé lífs­nauð­syn­legt fyr­ir hana að hafa greið­an að­gang að bráða­þjón­ustu sér­hæfðra kvenna­deilda á sjúkra­húsi. „Þannig er ljóst að brott­vís­un mun stefna lífi sjúk­lings­ins í al­var­lega hættu komi hún til fram­kvæmd­ar á nú­ver­andi tíma­marki.“

Halda Blessing á lífi svo lengi sem hún er í íslenskri lögsögu
Vörður staðinn um mótmæli. Mynd: Ólafur Ólafsson

Vélin að fara á bilinu ellefu til eitt, sennilega eru þær komnar í vélina, segir Sema Erla Serdaroglu, stofnandi Solaris – hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk. En við erum ekki viss. Það hefur ekki fengist upp hvenær þær fljúga.

Hún lítur í kringum sig, skimar yfir aðkomusalinn á Leifsstöð þar sem lögreglumaður stendur og horfir á mótmælendur með hönnunarauglýsingar yfir innritunarborðunum í baksýn. Það er verið að mótmæla nauðungarflutningi þriggja kvenna frá Nígeríu.

Sema útskýrir að konurnar fari inn um inngang sem þau viti ekki hvar sé. Hún segir þær allar þrjár vera þolendur mansals, þó hafi þær ekki þekkst innbyrðis áður en þær komu til Íslands.

Í bakgrunni er barið taktvisst á trumbur, blístrað og látið klingja í málmi. Stop deportation! Engin manneskja er ólögleg! – er hrópað. Starfsmenn flugstöðvarinnar láta sem ekkert sé, einstaka farþegi laumar sér framhjá. Einhverjir taka mynd, jafnvel sjálfu, aðrir hraða …

Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
1
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu