Vélin að fara á bilinu ellefu til eitt, sennilega eru þær komnar í vélina,“ segir Sema Erla Serdaroglu, stofnandi Solaris – hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk. „En við erum ekki viss. Það hefur ekki fengist upp hvenær þær fljúga.“
Hún lítur í kringum sig, skimar yfir aðkomusalinn á Leifsstöð þar sem lögreglumaður stendur og horfir á mótmælendur með hönnunarauglýsingar yfir innritunarborðunum í baksýn. Það er verið að mótmæla nauðungarflutningi þriggja kvenna frá Nígeríu.
Sema útskýrir að konurnar fari inn um inngang sem þau viti ekki hvar sé. Hún segir þær allar þrjár vera þolendur mansals, þó hafi þær ekki þekkst innbyrðis áður en þær komu til Íslands.
Í bakgrunni er barið taktvisst á trumbur, blístrað og látið klingja í málmi. Stop deportation! Engin manneskja er ólögleg! – er hrópað. Starfsmenn flugstöðvarinnar láta sem ekkert sé, einstaka farþegi laumar sér framhjá. Einhverjir taka mynd, jafnvel sjálfu, aðrir hraða …
Athugasemdir