Seinni mynd:
Í hvaða teiknimyndasögum kemur þessi sköruglega kona stundum við sögu?
Almennar spurningar:
- Hver er næststærsta reikistjarnan í sólkerfinu?
- Skoski lögfræðingurinn Fiona Harvey komst nýlega í sviðsljósið vegna sjónvarpsþátta þar sem hún var sögð fyrirmynd einnar persónu. Hvaða sjónvarpsþátta?
- Ungur að árum heillaðist Adolf Hitler sérstaklega af verkum hvaða tónskálds?
- Í trúarbrögðum hvaða fornþjóðar var nautið Apis mikilvægt?
- Leikkona ein kom fyrst fram á sjónarsviðið 1950 aðeins 15 ára gömul í leikritinu Aumingja Hanna. Hún er enn að og heitir ...?
- Hvaða ríki sendi fyrst konu út í geiminn?
- Hofið Pantheon í Rómaborg er helgað ... hvaða guði eða guðum?
- Fyrir mánuði vann íslenska karlalandsliðið í handbolta það afrek að skora 50 mörk í leik gegn ... hvaða þjóð?
- Hvað er aðalefnið í bjór?
- Hvað heitir stærsta fyrirtæki heims sem framleiðir matvæli af hvaða tagi sem er?
- Milli hvaða fjarða er Tröllaskagi?
- Hvað er fjölmennasta ríki heims sem hefur ekki sérstaka skráða stjórnarskrá?
- Hvaða íslenska alheimsfegurðardrottning lét síðar að sér kveða sem lögfræðingur?
- Í hvaða borg bjó rithöfundurinn Franz Kafka lengst af?
- Tabasco-sósa er kennd við fylki í hvaða landi?
Svör við myndaspurningum:
Fiskurinn er karfi. Konan (Vaíla Veinólína) birtist í sögunum um Tinna.
Svör við almennum spurningum:
1. Satúrnus. — 2. Baby Reindeer. — 3. Wagners. — 4. Egifta. — 5. Kristbjörg Kjeld. — 6. Sovétríkin. Rússland er ekki rétt. — 7. Öllum guðum. — 8. Eistum. — 9. Vatn. — 10. Nestlé. — 11. Skagafjarðar og Eyjafjarðar. — 12. Bretland. — 13. Unnur Birna. — 14. Prag. — 15. Mexíkó.
Athugasemdir (2)