Stýrivextir Seðlabanka Íslands voru hækkaðir í 9,25 prósent í ágúst í fyrra. Þeir höfðu þá ekki verið svo háir síðan síðla árs 2009, eða í næstum 14 ár. Verði þeir ekki lækkaðir á morgun, þegar peningastefnunefnd bankans tilkynnir um vaxtaákvörðun sína, þá munu þeir hafa haldist í þeim hæðum í heilt ár, enda næstu vaxtaákvörðunardagur ekki fyrr en 21. ágúst næstkomandi.
Flestir greiningaraðilar eru ekki vongóðir um vaxtalækkun, og spá því að vextirnir verði áfram óbreyttir. Sú breyting hefur orðið á peningastefnunefndinni frá síðasta vaxtaákvörðunarfundi að eina „dúfan“ í henni, en það heiti er notað yfir þá sem vilja beita mildari meðölum til að takast á við efnahagslegar aðstæður, er nú horfinn til annarra starfa. Það var Gunnar Jakobsson, einn varaseðlabankastjóra bankans, en hann hefur talað reglulega fyrir því að að lækka vexti síðustu mánuði. Í hans stað hefur tímabundið sest Arnór Sighvatsson, fyrrverandi aðalhagfræðingur og varaseðlabankastjóri í Seðlabankanum.
Tveir …
Þurfum hann ekki lengur !