Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Skærustu stjörnur rappsins heyja vægðarlaust upplýsingastríð

Rapp­ar­arn­ir Kendrick Lam­ar og Dra­ke kepp­ast nú við að gefa út hvert lag­ið á fæt­ur öðru þar sem þeir bera hvorn ann­an þung­um sök­um. Kendrick Lam­ar sak­ar Dra­ke um barn­aníð og Dra­ke seg­ir Kendrick hafa beitt sína nán­ustu of­beldi fyr­ir lukt­um dyr­um. Á und­an­förn­um mán­uð­um hafa menn­irn­ir gef­ið út níu lög um hvorn ann­an og virð­ast átök­un­um hvergi nærri lok­ið. Rapp­spek­úl­ant­inn Berg­þór Más­son seg­ir stríð­ið af­ar at­hygl­is­vert.

Skærustu stjörnur rappsins heyja vægðarlaust upplýsingastríð
Kendrick Lamar og Drake voru í fyrstu vinir en þeim vinskap lauk fyrir tólf árum. Nú hefur fjandskapur þeirra náð hámarki og sett bandarísku rappsenuna á hliðina.

Það andar köldu á milli rapparanna Drake og Kendrick Lamar. Um þessar mundir keppast listamennirnir tveir við að gefa út hvert lagið á fætur öðru þar sem þeir fara ófögrum orðum um hvorn annan.

Yfir helgina sem leið hefur Kendrick Lamar gefið út tvö svokölluð diss-lög (e. diss track), Meet the Grahams og lagið Not Like Us. Í hinu síðarnefnda lagi sakar Kendrick Lamar andstæðing sinn um að vera barnaníðingur. 

Sögusagnir og orðrómar um óviðeigandi samskipti Drake við ungar stúlkur hafa verið á kreiki um nokkurt skeið. Til að mynda vakti náinn vinskapur Drake og leikkonunnar Millie Bobby Brown mikla athygli á sínum tíma. Þau kynntust árið 2017 þegar leikkonan var einungis fjórtán ára gömul og áttu þau í reglulegum samskiptum í gegnum smáskilaboð, sem mörgum hefur þótt tortryggilegt.

Níu lög á tveimur mánuðum

Rapparanir tveir hafa skipst á pílum í rúman áratug en nú virðist ágreiningur þeirra hafa …

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
5
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár