Yfirlýsing birt 15:28 6. maí 2024:
Heimildin birti grein fyrir mig um nýliðna helgi með fyrirsögninni „Línurnar eru að skýrast – Nýttu atkvæði þitt rétt“.
Þessi setning: „Kannske er ég of gamaldags, en mér finnst líka, að tvíeyki, Baldur & Felix, forseti og bóndi, sem forsetamynd, illa passa. Hefði fremur viljað sjá fallega, venjulega forsetafjölskyldu“ fór greinilega illa í marga, enda hefði orðalag sérstaklega seinni setningarinnar mátt vera betra, skýrara, og hafa Heimildinni og undirrituðum borizt kvartanir og ámæli vegna þessara skrifa.
Að þessu tilefni vil ég lýsa þessu yfir:
Það er vitaskuld ég sjálfur, sem ber ábyrgð á mínum gjörðum, skrifum, ekki birtingaraðili, Heimildin, sem stendur fyrir opinni og frjálsri skoðanamyndun í landinu. Er þar í fararbroddi.
Kjarni þessa máls hjá mér er sá, að ég á erfitt með að sjá fyrir mér tvíeyki sem forseta lýðveldisins. Baldur og Felix kynna sig með þeim hætti, nánast eins og síamstvíburar, þó að ekkert illt sé meint með þeirri samlíkingu. Á sama hátt, sé ég ekki fyrir mér konung, drottningu eða páfa sem tvíeyki.
Forsetinn er fyrir mér ein persóna, sem býr með fjölskyldu sinni að Bessastöðum. Ég á við þá þröngu fjölskyldumynd. Auðvitað alls ekki við stórfjölskyldu manna, sem geta verið og eru margar fínar og fallegar, án tillits til kynferðis eða kynhneigðar.
Þetta er mín skoðun. Við búum við skoðanafrelsi. Það er ekkert „hatur“ af neinu tagi í þessum málflutningi, heldur aðeins mín hugmyndafræði og skoðun á forsetaembættinu. Það er viðkvæmt og þýðingarmikið embætti.
Aðrir geta auðvitað haft sína skoðun og tjáð sig um hana.
Ég harma það, að ég skuli hafa sært tilfinningar manna með þessum skrifum og þessu orðalagi og bið hlutaðeigandi fyrirgefningar á því.
Meginmál greinarinnar:
Fyrir mér eru þetta þau grunneinkenni, þeir grunneiginleikar, sem nýr forseti lýðveldisins verður að hafa:
Bjartur persónuleiki, flekklaus fortíð, falleg fjölskyldumynd, mikil og góð innlend og erlend menntun/reynsla – Laus við stjórnmálavafstur.
Ég vænti þess, lesandi góður, að þú getir verið sammála mér um þessa grunnkjörmynd, sem nýr forseti ætti að uppfylla.
Ef máta á frambjóðendur við þessa kjörmynd, verður fyrst að skoða, hverjir koma yfir höfuð til greina, hverjir eiga raunhæfa möguleika á því, að ná kjöri.
Ljóst virðist vera, að aðeins 3 frambjóðendur hafi raunhæfa möguleika á að vinna og verða nýr forseti. Halla Hrund, Katrín Jakobsdóttir og Baldur Þórhallsson. Fyrir mér, er Jón Gnarr annað hvort nú þegar dottinn út, eða við það að detta út. Enda á Georg Bjarnfreðarson, þó góður sé, ekkert erindi á Bessastaði. Jón virðist um 10-15% á eftir hinum og á niðurleið.
Þetta minnir á það, að frambjóðendur eru 12, og, eins og ég segi, þar af sennilega 9 án nokkurs möguleika á að ná kjöri. Allir, sem greiða sitt atkvæði með þessum 9 frambjóðendum eru/væru þannig að sólunda atkvæði sínu. Varpa því fyrir róða. Lítið vit í því.
Þess vegna ættu allir kjósendur að skoða vel, hver þeirra þriggja, sem raunverulega koma til greina, kemst næst þeirra kjörmynd fyrir nýjan forseta og flytja sitt atkvæði yfir á hann. Ég segi Höllu Hrund, Katrínu eða Baldur.
Ef við byrjum á að máta Baldur við grunnkjörmynd, þá stendur hann á margan hátt vel, menntaður og reyndur vel, virtur prófessor hér og erlendis, með hlýlegt fas og góðan vilja, en við verðum þó, finnst mér, að staldra við spurningarnar um „flekklausa fortíð“ og „fallega fjölskyldumynd“ með hann.
Auðvitað eiga allir, undirritaður meðtalinn, eitthvað að baki sér, fortíð, þar sem óæskilegir hlutir gerðust. Hlutir, sem menn harma nú og hefðu ekki gert aftur. Almennt eru þetta þó einkamál manna, sem aðra varðar ekki mikið um.
Þetta horfir þó öðruvísi við, ef menn vilja bjóða sína persónu fram til æðstu opinberra starfa, til forseta lýðveldisins. Þá verða einkamál ekki lengur einkamál, heldur verða þau þá að opinberum málum, sem alla varðar nokkuð um. Slíku framboði fylgir skylda til að koma til dyranna, eins og menn eru klæddir og leggja öll spilin á borðið.
Myndir af Baldri & Felix á heimasíðum kynlífsklúbba í París og Berlín, sem eru í dreifingu á netinu og Baldur sver ekki af sér, en segir gamla myndir eða „syndir“, verður að taka með í reikninginn, þegar spurningin um „flekklausa fortíð“ er gerð upp. Hver um sig getur dæmt þetta atriði, auðvitað er þetta engin dauðasynd fyrir Pétur eða Pál, en fyrir verðandi forseta Íslands finnst mér þetta óæskilegur/óbærilegur farangur.
Kannske er ég of gamaldags, en mér finnst líka, að tvíeyki, Baldur & Felix, forseti og bóndi, sem forsetamynd, illa passa. Hefði fremur viljað sjá fallega, venjulega forsetafjölskyldu.
Ef Katrín er mátuð við kjörmyndina næst, er flest gott og blessað fyrir mér; „bjartur persónuleiki“, já, „falleg fjölskyldumynd“, já, „mikil og góð innlend menntun ... og reynsla“, já, en spurningar vakna, þegar við skoðum „flekklausa fortíð“, „erlenda menntun“ og „stjórnmálavafstur“. Þar á „nei“ fremur við alls staðar.
Mjög brogaður stjórnmálaferill, þar sem fylgi hennar/VG féll úr 17% niður í 5%, í mínum huga mikið vegna vanefnda. Hún studdi það, að Geir Haarde yrði dæmdur í fangelsi, líka það, að eyða mætti fóstri fram á síðasta meðgöngudag. Hvoru tveggja afstaða, sem ég get ekki sætt mig við. Erlenda menntun og reynslu til lengri tíma hefur hún enga, og, svo þegar kemur að „stjórnmálavafstri“, þá hefur hún verið þar á kafi alla tíð.
Sú eina, sem í mínum huga, stenzt öll þessi grunneinkenni og -eiginleika, og það vel, er Halla Hrund Logadóttir. Í þessu tilliti gnæfir hún hátt yfir hin tvö.
Hér skulu persónulega mál og ferill Höllu Hrundar rifjuð upp, fyrir þá, sem ekki þekkja til þeirra mála:
Halla Hrund er fædd í Reykjavík 12. mars 1981. Eiginmaður hennar er Kristján Freyr Kristjánsson, framkvæmdastjóri og meðstofnandi hugbúnaðarfyrirtækisins 50skills. Þau eiga tvær dætur, Hildi Kristínu, 11 ára, og Sögu Friðgerði, 4 ára.
Halla Hrund er með BA gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands, meistaragráðu í alþjóðasamvinnu með áherslu á hagfræði og orkumál frá The Fletcher School við Tufts háskóla, og meistaragráðu í opinberri stjórnsýslu frá Harvard háskóla með áherslu á umhverfis- og orkumál.
Halla Hrund var skipuð orkumálastjóri árið 2021, fyrst kvenna. Hún starfar jafnframt sem aðjúnkt við Harvard þar sem hún kennir á meistarastigi. Frá árinu 2017 hafði hún starfað sem meðstofnandi og framkvæmdastjóri við miðstöð Norðurslóða, Arctic Initiative, við Harvard. Árið 2019 var Halla Hrund valin Young Global Leader og kom Halla Hrund að kortlagningu breytingaþátta Norðurslóða á vettvangi World Economic Forum. Á árabilinu 2015-2021 vann Halla Hrund að nýsköpunarverkefninu Arctic Innovation Lab í samvinnu við fjölda háskóla og var leiðbeinandi í ýmsum orkutengdum nýsköpunarhröðulum.
Þarf hér frekari vitnanna við? Nýttu nú atkvæðið þitt rétt!
Svo eiga Baldur og Felix krakka og barnabörn,hvað vill þessi OLE eiginlega ,jesus með framtíðinni falla fleirri og fleirri með svona steinaldarskoðarnir af netinu og skrifum i blöðin,megi sköminn hentast til þessa OLE :(
Hvað með fólk sem hefur skilið og er í hjónabandi númer tvö - er það ekki venjulegt?
Staðreyndin er sú að fjölskyldur eru allskonar og fólk er allskonar. Við eigum að kjósa þann sem við treystum best fyrir þessu embætti og mér sýnist á greiningu þinni að Baldur uppfylli öll þau skilyrði og enn betur.
Ég er reyndar hluti af þessari óvenjulegu fjölskyldu Baldurs og Felix og get sagt að þeir eru ekki bara "venjuleg" fjölskylda -þeir eru óvenjulega góð og samhent fjölskylda sem hefur haldið saman í gegnum súrt og sætt. Þeir passa vel upp á alla í sínu umhverfi með óvenju mikilli ást, umhyggju og trúmennsku við sitt fólk.
Þú ert ekki gamladags, heldur fordómafullur.
Þetta veit Ole en kýs að minnast ekki á það.