Seinni mynd: Fimm árum áður en karlinn á fyrri myndinni fæddist 3. maí 1898, fæddist þessi kona í Kyiev í Úkraínu. Hvað hét hún?
Almennar spurningar:
- Á þessum degi árið 1979 vinnur Margaret Thatcher kosningar á Bretlandi og verður forsætisráðherra. Hvaða viðurnefni ávann hún sér?
- En hvaða menntun hafði Thatcher?
- Þann 3. maí 1469 fæddist ítalskur maður að nafni Niccolò Machiavelli í ... hvaða borg?
- Hvað heitir langfrægasta bókin sem hann skrifaði?
- Þann 3. maí 1481 lést Tyrkjasoldáninn Mehemt sigurvegari. Við hvaða sigur – tæpum 30 árum fyrr – var hann kenndur?
- Þann 3. maí 1715 varð sólmyrkvi í Norður-Evrópu eins og stjarnvísindamaður einn hafði spáð fyrir um. Við hann er kennt annað fyrirbæri á stjörnuhimninum sem birtist enn sjaldnar en sólmyrkri eða á tæplega 80 ára fresti. Hvað hét karlinn?
- Fótboltakarl sem heldur í dag upp á 59 ára afmæli sitt skoraði mark í mjög óvæntum sigri lands síns á EM 1992. Hvaða lands?
- Þann 3. maí 1791 var fyrsta nútímalega stjórnarskráin í Evrópu tekin í notkun í ríki sem hvarf svo af landakortinu fáum árum síðar. Hvaða land var það?
- Á þessum degi 1937 fékk Margaret Mitchell Pulitzer-verðlaun fyrir gríðarlega vinsæla skáldsögu sem heitir ... hvað?
- Hvaða stjörnumerki dýrahringsins er í gangi í dag?
- Þann 3. maí 1802 var nafnið á nýrri borg skráð en hún varð svo höfuðborg í nýju ríki er brátt varð mjög víðlent. Hver var borgin?
- Á þessum degi 1921 skiptu Bretar tilteknu yfirráðasvæði í norður- og suðurhluta en sú skipting varð tilefni togstreitu, átaka og manndrápa þar til fyrir örfáum áratugum. Hvaða svæði var þetta?
- Á þessum degi árið 2007 hvarf manneskja sem síðan hefur verið ákaft leitað, þó lítil von sé talin til að hún finnist á lífi. Hvað heitir manneskjan?
- Á þessum degi 1997 kom út í USA lagið Hypnotize með rappara sem átti þá aðeins tæpar vikur eftir ólifaðar. Hann kallaði sig The Notorious ... hvað?
- Á þessum degi fyrir ári drap byssumaður níu nemendur og öryggisvörð í evrópskri höfuðborg þar sem slíkar árásir voru algjör nýlunda. Hvaða höfuðborg?
Svör við myndaspurningum:
Á fyrri myndinni er Bing Crosby söngvari. Á þeirri seinni er Golda Meir.
Svör við almennum spurningum:
1. Járnfrúin. — 2. Efnafræðingur. — 3. Flórens. — 4. Furstinn. — 5. Tyrkir náðu Konstantínópel. — 6. Halley. — 7. Danmörk. — 8. Pólland. — 9. Gone With the Wind. — 10. Nautið. — 11. Washington. — 12. Írland. — 13. Madeleine (McCann). — 14. B.I.G. — 15. Belgrad.
Athugasemdir (1)