Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Spurningaþraut Illuga 3. maí 2024 — Hvað heitir þessi afmælisdrengur? og 16 aðrar spurningar

Hér geta les­end­ur spreytt sig á spurn­inga­þraut Ill­uga Jök­uls­son­ar sem birt­ist í tölu­blaði Heim­ild­ar­inn­ar 3. maí.

Spurningaþraut Illuga 3. maí 2024 — Hvað heitir þessi afmælisdrengur? og 16 aðrar spurningar
Fyrri mynd: Þessi söngkarl fæddist 3. maí 1903. Hvað hét hann?

Seinni mynd: Fimm árum áður en karlinn á fyrri myndinni fæddist 3. maí 1898, fæddist þessi kona í Kyiev í Úkraínu. Hvað hét hún?

Almennar spurningar: 

  1. Á þessum degi árið 1979 vinnur Margaret Thatcher kosningar á Bretlandi og verður forsætisráðherra. Hvaða viðurnefni ávann hún sér?
  2. En hvaða menntun hafði Thatcher?
  3. Þann 3. maí 1469 fæddist ítalskur maður að nafni Niccolò Machiavelli í ... hvaða borg?
  4. Hvað heitir langfrægasta bókin sem hann skrifaði?
  5. Þann 3. maí 1481 lést Tyrkjasoldáninn Mehemt sigurvegari. Við hvaða sigur – tæpum 30 árum fyrr – var hann kenndur?
  6. Þann 3. maí 1715 varð sólmyrkvi í Norður-Evrópu eins og stjarnvísindamaður einn hafði spáð fyrir um. Við hann er kennt annað fyrirbæri á stjörnuhimninum sem birtist enn sjaldnar en sólmyrkri eða á tæplega 80 ára fresti. Hvað hét karlinn?
  7. Fótboltakarl sem heldur í dag upp á 59 ára afmæli sitt skoraði mark í mjög óvæntum sigri lands síns á EM 1992. Hvaða lands?
  8. Þann 3. maí 1791 var fyrsta nútímalega stjórnarskráin í Evrópu tekin í notkun í ríki sem hvarf svo af landakortinu fáum árum síðar. Hvaða land var það?
  9. Á þessum degi 1937 fékk Margaret Mitchell Pulitzer-verðlaun fyrir gríðarlega vinsæla skáldsögu sem heitir ... hvað?
  10. Hvaða stjörnumerki dýrahringsins er í gangi í dag?
  11. Þann 3. maí 1802 var nafnið á nýrri borg skráð en hún varð svo höfuðborg í nýju ríki er brátt varð mjög víðlent. Hver var borgin?
  12. Á þessum degi 1921 skiptu Bretar tilteknu yfirráðasvæði í norður- og suðurhluta en sú skipting varð tilefni togstreitu, átaka og manndrápa þar til fyrir örfáum áratugum. Hvaða svæði var þetta?
  13. Á þessum degi árið 2007 hvarf manneskja sem síðan hefur verið ákaft leitað, þó lítil von sé talin til að hún finnist á lífi. Hvað heitir manneskjan?
  14. Á þessum degi 1997 kom út í USA lagið Hypnotize með rappara sem átti þá aðeins tæpar vikur eftir ólifaðar. Hann kallaði sig The Notorious ... hvað?
  15. Á þessum degi fyrir ári drap byssumaður níu nemendur og öryggisvörð í evrópskri höfuðborg þar sem slíkar árásir voru algjör nýlunda. Hvaða höfuðborg?

Svör við myndaspurningum:
Á fyrri myndinni er Bing Crosby söngvari. Á þeirri seinni er Golda Meir.

Svör við almennum spurningum:
1.  Járnfrúin.  —  2.  Efnafræðingur.  —  3. Flórens.  —  4.  Furstinn.  —  5.  Tyrkir náðu Konstantínópel.  —  6.  Halley.  —  7.  Danmörk.  —  8. Pólland.  —  9.  Gone With the Wind.  —  10.  Nautið.  —  11.  Washington.  —  12.  Írland.  —  13.  Madeleine (McCann).  —  14.  B.I.G.  —  15.  Belgrad.
Kjósa
24
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
2
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
4
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
5
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár