Landskjörstjórn greindi frá því fyrr í vikunni hvaða framboð til embættis forseta hefðu verið úrskurðuð gild. Framboðin voru ellefu, sem er metfjöldi. Í fyrrakvöld bættist svo það tólfta við þegar framboð Viktors Traustasonar bættist í hópinn. En hvaða fólk er þetta eiginlega? Heimildin tók saman það helsta um hvern og einn frambjóðanda sem er með gilt framboð og fékk þá alla til að svara því af hverju fólk ætti að kjósa þá. Meðfylgjandi eru bæði myndir af frambjóðendunum í dag, sem og á fermingaraldri.
Arnar Þór Jónsson
Heilbrigð skynsemi almennings fái að skína í gegn
Fyrstur í stafrófinu, og með þeim allra fyrstu til að bjóða sig fram, er Arnar Þór Jónsson. Hann er hæstaréttarlögmaður, fyrrverandi dómari og fyrrverandi varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Arnar Þór sagði sig frá varaþingmennsku og úr Sjálfstæðisflokknum þegar hann tilkynnti um framboð sitt til forseta snemma í janúar. Hann hefur verið áberandi í …
Athugasemdir