Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Gagnrýni SFS leiddi til lykilbreytinga á laxeldisfrumvarpinu

Gagn­rýni frá Sam­bandi ís­lenskra sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja spil­aði stóra rullu í því að nýju frum­varpi um lax­eldi var breytt og við­ur­lög minnk­uð við slysaslepp­ing­um. Þetta er ann­að mest um­deilda ákvæði frum­varps­ins en hitt snýst um að gefa lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um ótíma­bund­in leyfi til sjókvía­eld­is hér við land. Mat­væla­ráð­herra vill hætta við ótíma­bundnu leyf­in í lax­eld­inu eft­ir harða um­ræðu á Al­þingi.

Gagnrýni SFS leiddi til lykilbreytinga á laxeldisfrumvarpinu
Þrír ráðherrar komu að frumvarpinu Þrír matvælaráðherrar úr VG komu að frumvarpinu um laxeldið á meðan lagagreinin um að kvótinn í greininni ætti að verða ótímabundin eign laxeldisfyrirtækjanna. Þetta voru þær Svandís Svavarsdóttir, Katrín Jakobsdóttir og Bjarkey Gunnarsdóttir.

Lögfræðiálit frá lögmannsstofunum Logos og Lex, sem Samband íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja (SFS) greiddi fyrir, voru lykilatriði í því að frumvarpi matvælaráðherra um lagareldi var breytt á þann hátt að viðurlög við slysasleppingum í sjókvíaeldi voru minnkuð. Þetta herma upplýsingar Heimildarinnar. Viðurlögin voru minnkuð þannig í frumvarpinu að í stað þess að hægt yrði að taka framleiðslukvóta í sjókvíaeldinu af laxeldisfyrirtækjunum í kjölfar slysasleppinga þá á nú einungis að getassektað fyrirtækin sem um ræðir. 

Í langri umsögn sem SFS sendi frá sér um frumvarpið var þessari grein frumvarpsins mótmælt harkalega. Þar sagði meðal annars orðrétt um þessar hugmyndir um að skerða framleiðsluheimildir laxeldisfyrirtækja vegna slysasleppinga: „SFS leggjast gegn innleiðingu stjórnsýsluviðurlaga sem fela í sér að rekstrarleyfishafi geti þurft að sæta skerðingu á laxahlut og lífmassa við ákveðnar aðstæður. Þetta á við um ákvæði frumvarpsins um lækkun laxahlutar vegna þekkts og óþekkts strokatburðar og breytingar á leyfilegum lífmassa vegna affalla, lúsasmits og meðhöndlunar. …

Kjósa
46
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • GK
    Gísli Kristjánsson skrifaði
    Það sárvantar að stofna embætti til að vernda Náttúruna. Það gæti borið titilinn: Umboðsmaður Íslenskrar Náttúru.

    Svo þarf að innleiða lög gegn vistmorði (En: 'Ecocide'), hérlendis. Við yrðum með þeim fyrstu til að setja slík lög. Slík lög eru víða í undibúningi og munu raungerast, fyrr eða síðar. Við ættum að drífa í því að vera í fararbroddi með slíkri lagasetningu. Náttúru Íslands verður að vera í öndvegi, ALLTAF.
    0
  • SH
    Sveinbjörn Halldórsson skrifaði
    Samkvæmt hefðinni er ólíklegt að svör fáist fyrir kosningar. Ef Katrín nær kjöri er næstum öruggt að áhuginn fyrir svörum fjari út.
    0
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Þetta sjókvíamál snýst ekki eingöngu um lífríkið í hafinu, náttúran fær líka sitt:
    Ljósmyndir t.d. frá Sandeyri á Snæfjalla strönd og ekki síður frá Vigur með öllum
    sjókvíunum þar, eru hrollvekjandi. Það er líka umhugsunarefni.
    0
  • Kári Jónsson skrifaði
    Frumvarpið þarf að taka algjörum breytingum = hætta sektargreiðslum og setja aftur inn ákvæði um skerðingu á framleiðslu (slysasleppingar) endurtekin slysabrot afnám leyfis. Auðlindargjöldin verða að vera sambærileg og í Noregi og þau er hægt að útfæra t.d. með veggöngum á vestfjörðum/austfjörðum.
    2
  • Kári Jónsson skrifaði
    Frumvarpið þarf að taka algjörum breytingum = hætta sektargreiðslum og setja aftur inn ákvæði um skerðingu á framleiðslu (slysasleppingar) endurtekin slysabrot afnám leyfis. Auðlindargjöldin verða að vera sambærileg og í Noregi og þau er hægt að útfæra t.d. með veggöngum á vestfjörðum/austfjörðum.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Laxeldi

Umdeilt frumvarp matvælaráðherra um lagareldi bíður líklega næsta þings
FréttirLaxeldi

Um­deilt frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi bíð­ur lík­lega næsta þings

Gísli Rafn Ólafs­son, þing­mað­ur Pírata og vara­formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar, seg­ir að enn sé ver­ið að ræða við hags­mun­að­ila út af lagar­eld­is­frum­varp­inu. Hann seg­ir lík­legra en ekki að frum­varp­ið bíði næsta þings. Frum­varp­ið er um­deilt og hafa mat­væla­ráð­herr­ar Vinstri grænna ver­ið gagn­rýnd­ir fyr­ir það.
Búið að ráða nýjan mann í starfið hjá MAST eftir innanhúsátök
FréttirLaxeldi

Bú­ið að ráða nýj­an mann í starf­ið hjá MAST eft­ir inn­an­húsátök

Mat­væla­stofn­un hef­ur ákveð­ið að Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir verði nýr sviðs­stjóri yf­ir með­al ann­ars lax­eldi hjá stofn­un­inni. Átök urðu inn­an­húss hjá stofn­un­inni eft­ir að Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn í starf­ið en hann hafði með­al ann­ars skrif­að grein­ar þar sem hann lýsti yf­ir stuðn­ingi við sjókvía­eldi sem at­vinnu­grein.
SFS gagnrýnir breytingu á gjafakvóta í laxeldi og talar um hann eins og eign
FréttirLaxeldi

SFS gagn­rýn­ir breyt­ingu á gjafa­kvóta í lax­eldi og tal­ar um hann eins og eign

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa skil­að gagn­rýnni um­sögn um laga­frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi. Einn af rauðu þráð­un­um hjá SFS er að rekstr­ar­leyf­in í grein­inni séu eign lax­eld­is­fyr­ir­tækj­anna og að ef breyta eigi hug­mynd­inni um ótíma­bund­in leyfi í frum­varp­inu þurfi að draga úr og milda margt ann­að í því.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár