Lögfræðiálit frá lögmannsstofunum Logos og Lex, sem Samband íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja (SFS) greiddi fyrir, voru lykilatriði í því að frumvarpi matvælaráðherra um lagareldi var breytt á þann hátt að viðurlög við slysasleppingum í sjókvíaeldi voru minnkuð. Þetta herma upplýsingar Heimildarinnar. Viðurlögin voru minnkuð þannig í frumvarpinu að í stað þess að hægt yrði að taka framleiðslukvóta í sjókvíaeldinu af laxeldisfyrirtækjunum í kjölfar slysasleppinga þá á nú einungis að getassektað fyrirtækin sem um ræðir.
Í langri umsögn sem SFS sendi frá sér um frumvarpið var þessari grein frumvarpsins mótmælt harkalega. Þar sagði meðal annars orðrétt um þessar hugmyndir um að skerða framleiðsluheimildir laxeldisfyrirtækja vegna slysasleppinga: „SFS leggjast gegn innleiðingu stjórnsýsluviðurlaga sem fela í sér að rekstrarleyfishafi geti þurft að sæta skerðingu á laxahlut og lífmassa við ákveðnar aðstæður. Þetta á við um ákvæði frumvarpsins um lækkun laxahlutar vegna þekkts og óþekkts strokatburðar og breytingar á leyfilegum lífmassa vegna affalla, lúsasmits og meðhöndlunar. …
Svo þarf að innleiða lög gegn vistmorði (En: 'Ecocide'), hérlendis. Við yrðum með þeim fyrstu til að setja slík lög. Slík lög eru víða í undibúningi og munu raungerast, fyrr eða síðar. Við ættum að drífa í því að vera í fararbroddi með slíkri lagasetningu. Náttúru Íslands verður að vera í öndvegi, ALLTAF.
Ljósmyndir t.d. frá Sandeyri á Snæfjalla strönd og ekki síður frá Vigur með öllum
sjókvíunum þar, eru hrollvekjandi. Það er líka umhugsunarefni.