Villta vestrið finnst víða á Íslandi ef marka má fyrirsagnir fjölmiðlanna. Villta vestrið er í gjaldtöku bílastæða, lög um Airbnb eru villta vestrið, villta vestrið ríkir í fjármögnun fótboltafélaganna, leigumarkaðurinn er villta vestrið, rétt eins og fylliefnabransinn og efnaskiptaaðgerðir.
„Þegar þú nefnir þetta hefur maður alveg heyrt þetta – þegar það er ekki búið að koma regluverki á einhverja hluti,“ segir Bragi Valdimar Skúlason, íslenskufræðingur og fleira, þegar blaðamaður Heimildarinnar útskýrir meint villt vestur í notkun hugtaksins villta vestursins fyrir honum.
„Þetta er svona týpískt þegar eitthvað svona kemur, svo grípur næsti það og allt í einu er þetta bara komið í umferð.“
Hugtakið villta vestrið er sannarlega ekki nýtt í íslensku tungumáli, þegar kemur að því að ræða um einhvers konar óstjórn, en það hefur verið sérstaklega áberandi í netheimum síðustu þrjú ár.
Það sem af er ári hafa í það minnsta sex greinar og viðtöl sem hafa …
Athugasemdir