Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Meirihluti kjósenda Vinstri grænna og Framsóknar bera lítið traust til Bjarna

Breyt­ing­arn­ar sem gerð­ar voru á rík­is­stjórn­inni ný­ver­ið, þar sem Bjarni Bene­dikts­son tók við sem for­sæt­is­ráð­herra, fara vel of­an í meiri­hluta kjós­enda Sjálf­stæð­is­flokks. All­ir aðr­ir kjós­end­ur eru mun nei­kvæð­ari gagn­vart breyt­ing­un­um.

Meirihluti kjósenda Vinstri grænna og Framsóknar bera lítið traust til Bjarna
Leiðir ríkisstjórn Bjarni Benediktsson tók við lyklunum að forsætisráðuneytinu fyrr í þessum mánuði. Sjö af hverjum tíu eru neikvæðir gagnvart breyttri ríkisstjórn. Mynd: Golli

Átta af hverjum tíu sem kaus Vinstri græn í síðustu kosningum segjast bera lítið traust til Bjarna Benediktssonar, nýs forsætisráðherra. Þar af segja 70 prósent þeirra að þeir beri mjög lítið traust til hans. Vantraustið er líka mikið hjá þeim sem myndu kjósa Vinstri græn ef kosið yrði í dag. Þar segjast 65 prósent bera lítið traust til nýja forsætisráðherrans. 

Staðan er ekki ósvipuð hjá þeim sem kusu Framsóknarflokkinn í kosningunum 2021, en sá flokkur vann mikinn kosningasigur þá og fékk 17,3 prósent atkvæða. Enginn flokkur bætti meiru við sig en Framsókn í þeim kosningum. Alls 74 prósent þeirra sem settu X við B síðast þegar var kosið bera lítið traust til Bjarna Benediktssonar sem forsætisráðherra og 68 prósent þeirra sem ætla að kjósa flokkinn næst þegar boðið verður upp á þingkosningar. 

Í heild sögðust 73 prósent allra svarenda vantreysta Bjarna og það kemur lítið á óvart að vantraustið er almennt hjá kjósendum stjórnarandstöðuflokka. Sá litli stuðningur sem mælist hjá kjósendum samstarfsflokka Sjálfstæðisflokksins kemur þó meira á óvart, enda naut Katrín Jakobsdóttir töluverðs trausts hjá kjósendum allra stjórnarflokkanna þann tíma sem hún leiddi ríkisstjórn þeirra, en það hafði hún gert frá árinu 2017. Auk þess sýna skoðanakannanir vegna komandi forsetakosninga að kjósendur stjórnarflokkanna styðja hana langt umfram aðra. Raunar er stærsti stuðningsmannahópur hennar, flokkaður eftir fylgni við stjórnmálaflokka, þeir sem ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn.

Þeir eru líka eini hópurinn sem treystir Bjarna Benediktssyni vel sem forsætisráðherra. Alls 69 prósent þeirra sem ætla sér að kjósa Sjálfstæðisflokkinn eru þeirrar skoðunar Sá hópur sem kemst næst honum eru væntanlegir kjósendur Miðflokksins. Rétt um tveir af hverjum tíu þeirra segist treysta Bjarna vel. 

Sjálfstæðisflokkurinn hefur um nokkuð langt skeið verið að mælast með töluvert minna fylgi en hann fékk í kosningunum 2021, þegar 24,4 prósent kjósenda kusu hann. Fylgið hefur stöðugt verið að mælast undir 20 prósent í töluverðan tíma. Það þýðir að Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið að tapa kjósendum. Af þeim sem eru vissir um að kjósa flokkinn í næstu kosningum segjast 55 prósent bera mikið traust til Bjarna. 

Mikill munur á jákvæðni gagnvart breytingum

Tölur Maskínu sýna líka með afgerandi hætti að væntanlegir kjósendur Sjálfstæðisflokksins eru mun ánægðari með þær breytingar sem gerðar voru á ríkisstjórninni í held en þeir sem ætla sér að kjósa Vinstri græn eða Framsóknarflokkinn. Þær fólu í sér að  Bjarni Benediktsson tók við sem forsætisráðherra en Katrín Jakobsdóttir vék úr ríkisstjórninni og fór í forsetaframboð, að Svandís Svavarsdóttir færðist í innviðaráðuneytið og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir kom ný inn í stjórnina sem matvælaráðherra í stað Svandísar. 

Þannig sögðust 63 prósent þeirra sem ætla að styðja Sjálfstæðisflokkinn í næstu kosningum vera jákvæðir gagnvart breytingunum sem áttu sér stað fyrr í mánuðinum. Á sama tíma sögðust 37 prósent kjósenda Vinstri grænna og 17 prósent væntanlegra kjósenda Framsóknarflokks vera jákvæðir gagnvart breytingunum. 

Sama mynstur birtist þegar væntanlegir kjósendur flokka svöruðu hvort þeir teldu að ný ríkisstjórn myndi vinna meira eða minna gagn fyrir þjóðina. Rúmlega helmingur Sjálfstæðismanna var þeirrar skoðunar en innan við fimmtungur kjósenda Vinstri grænna og Framsóknarflokks. 

Þrjú prósent kjósenda Vinstri grænna ánægð með breytingar

Maskína spurði líka hvort svarendur bæru meira traust til ríkisstjórnarinnar eftir forsætisráðherraskiptin. Í svörunum sem bárust kom fram að 39 prósent væntanlegra kjósenda Sjálfstæðisflokksins voru á þeirri skoðun. 

Þeir sem ætla sér að styðja hina stjórnarflokkanna voru ansi langt frá þeirri niðurstöðu í sínum svörum. Einungis tæplega þrjú prósent þeirra sem ætla sér að kjósa Vinstri græn í næstu kosningum, sem fara í síðasta lagi fram haustið 2025, segja að breytingarnar hafi aukið traust þeirra á ríkisstjórnina og tæplega átta prósent kjósenda Framsóknarflokksins höfðu þá skoðun.

Könnun Maskínu, sem gerð var fyrir Heimildina, fór fram dagana 12. til 16. apríl 2024. Svarendur voru alls 1.020 talsins.

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
5
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Þakklátur fyrir að vera á lífi
5
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
6
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár