Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Þetta er áfellisdómur, það er engin spurning“

Guð­mund­ur Gunn­ars­son, odd­viti Við­reisn­ar í norð­vest­ur­kjör­dæmi í þing­kosn­ing­un­um 2021 seg­ir nið­ur­stöðu Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu um eft­ir­mál kosn­ing­anna vera af­drátt­ar­lausa. „Ég held það hafi all­ir séð það sem að vildu sjá að þessi fram­kvæmd var mein­göll­uð.“

„Þetta er áfellisdómur, það er engin spurning“
Guðmundur Gunnarsson „Þetta er náttúrulega bara mikill léttir og staðfestir bara það sem við höfum sagt frá upphafi.“

„Það gengur náttúrulega ekki að við séum með þannig kerfi að þú getir svindlað í kosningum, komist upp með það, sigrað, skipt síðan um kápu og úrskurðað um það hvort að þetta hafi verið svindl eða ekki,“ segir Guðmundur Gunnarsson, oddviti Viðreisnar í alþingiskosningunum 2021. Þegar fyrstu útgefnu tölurnar úr Norðvesturkjördæmis lágu fyrir var Guðmundur einn þeirra sem átti sæti á þingi. Eftir endurtalningu datt Guðmundur út af þingi fyrir Bergþór Ólason, frambjóðanda Miðflokksins. 

Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) komst í morgun að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hafi brotið gegn mannréttindasáttmála Evrópu í alþingiskosningunum 2021, í kjölfar endurtalningar atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Það var samhljóma álit Mannréttindadómstólsins að ríkið hafi brotið á rétti til frjálsra kosninga og rétti til skilvirks úrræðis.

Málið snýst um að misferli við endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi í alþingiskosningunum árið 2021. Talsverðir annmarkar voru á framkvæmd kosninganna en kjörgögn lágu óinnsigluð frá kjördegi og til talningadags daginn eftir. Hann, ásamt Magnúsi Davíð Norðdahl, oddvita Pírata í Norðvesturkjördæmi í alþingiskosningunum 2021, fóru með málið til Mannréttindadómstóls Evrópu í nóvember 2021, eftir að seinni talning atkvæða í Norðvesturkjördæmi var látin standa. 

Mannréttindadómstóllinn taldi að þótt málsmeðferð Alþingis vegna kvartana mannanna hefði verið sanngjörn, málefnaleg og tryggt nægilega rökstudda niðurstöðu, hefði hana skort nauðsynlegar varnir til þess að gæta hlutleysi og Alþingi hafi haft nær takmarkalaust vald til ákvarðana. 

Meingölluð framkvæmd

Niðurstöðu dómsins segir Guðmundur vera afdráttarlausa. „Ég held það hafi allir séð það sem að vildu sjá að þessi framkvæmd var meingölluð og aðferðir okkar til að greiða úr slíkum málum eru mein gallaðar og það þurfti að leiða þetta mál til lykta. Þess vegna fórum við út í þetta. Til þess að við værum ekki með í að reisa lýðræði okkar á mein gölluðum kerfum.“

„Það var misskilningur margra að þetta ferðalag okkar út til Mannréttindadómstólsins væri eitthvað til þess að reyna að grenja okkur inn á þing. Það var bara alls ekki tilgangurinn. Tilgangurinn var að það myndi komast einhver skriður á að koma í veg fyrir að þetta geti gerst aftur og viðurkenning á því að svona framkvæmd og svona afgreiðsla hjá þinginu væri ekki í lagi.“

Fyrir Guðmundi snýst málið um rétt okkar allra borgaranna að frjálsum kosningum. „Ég held það hafi allir séð það sem að vildu sjá að þessi framkvæmd var meingölluð og aðferðir okkar til að greiða úr slíkum málum eru mein gallaðar og það þurfti að leiða þetta mál til lykta. Þess vegna fórum við út í þetta.“

Spurður hvort honum þyki málinu lokið segir Guðmundur að boltinn sé hjá þinginu. „Ég held að bæði þingið þurfi nú aðeins svona að horfast í augu við það hvernig þetta mál var afgreitt og svo hvað við sem samfélag ætlum að gera til þess að laga það sem er þarna ótvírætt kemur fram að er einfaldlega ekki í lagi ef við ætlum að taka okkur alvarlega sem lýðræðisríki. Þetta er áfellisdómur, það er engin spurning.“

Kjósa
23
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu