Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Láta tölvur tala og lesa íslensku í gömlu frystihúsi á Akranesi

Mál­tæknifyr­ir­tæk­ið Gramm­a­tek verð­ur sex ára í haust. Það hef­ur ein­beitt sér að tal­gerv­ingu síð­ustu ár­in en lang­ar að fram­leiða meira efni fyr­ir þann stóra hóp sem treyst­ir á að geta hlustað frek­ar en að lesa bæk­ur.

Láta tölvur tala og lesa íslensku í gömlu frystihúsi á Akranesi
Í nýsköpunarsetrinu Breið Hjónin Anna Björk Nikulásdóttir og Daníel Schnell eru sem stendur einu starfsmenn fyrirtækisins. Mynd: ÚR VÖR

Hjónin Anna Björk Nikulásdóttir og Daníel Schnell stofnuðu máltæknifyrirtækið Grammatek haustið 2018 og hafa undanfarin ár einbeitt sér að talgervingu, þar sem tölvurnar eru látnar tala og lesa íslensku. Anna lærði máltækni í Þýskalandi og starfaði við það um tíma þar og Daníel er tölvunarfræðingur með mikla reynslu af hugbúnaðarþróun, bæði erlendis sem og hér á landi. Þau bjuggu saman um tíma í Þýskalandi en búa nú á uppeldisslóðum Önnu, á Akranesi, og starfrækja fyrirtækið sitt í nýsköpunarsetrinu Breið, sem er einnig uppi á Skaga. 

Anna segir að þau hjón hafi unnið að undanförnu að máltækniáætlun stjórnvalda en um er að ræða stórt samstarf fyrirtækja og háskóla hér á landi varðandi grunninnviðaþróun, að koma íslenskunni almennilega inn í tölvuveröldina. „Þetta verkefni hefur vakið mikla athygli á heimsvísu, sér í lagi af þvíað  þetta er samstarf milli fyrirtækja og háskóla og svo eru allar afurðir úr þessu samstarfi opnar og aðgengilegar og öllum frjálst að nota, hvort sem það er í viðskiptalegum eða rannsóknartilgangi,“ segir Anna.

Tugir þúsunda þurfa að hlusta

Samkvæmt Önnu er mjög margt fólk sem treystir á að hafa aðgengi að hljóðefni, eins og blindir, sjónskertir og lesblindir, en varlega hefur verið áætlað að bara á Íslandi þurfi um 40.000 manns að getað hlustað á efni frekar en að lesa það. „Svo eru líka alltaf fleiri sem kjósa að hlusta heldur en lesa, til að spara sér tíma og finnst það þægilegra. Þannig að það er þessi þörf sem við erum að vinna í að uppfylla og hefur fókusinn hjá okkur því verið á talgervingu, þar sem við látum tölvurnar tala og lesa íslensku. Við gáfum nýlega út uppfærslu á appi fyrir Android sem heitir Símarómur. Það er notað fyrir íslenskan skjálestur og er ókeypis á Google Playstore þar sem allir geta sótt það og er markmiðið að koma því líka í Iphone-tæki í framtíðinni,“ segir Anna.

„Fólk er hissa hvað röddin á tækjunum hljómar vel og hvað appið okkar, Símarómur, virkar vel“

Að auki eru þau hjón í samstarfi við Hljóðbókasafnið um að framleiða námsbækur sem hljóðbækur með sjálfvirkum lestri, svokölluðum talgervislestri og segir Anna að fyrirtækið sé að byrja vegferð í því að gera sem mest efni aðgengilegt á hljóðformi. „Við viljum líka bjóða þjónustu til fyrirtækja og fjölmiðla og allra sem vilja gera sitt efni aðgengilegt sem upplestur í stað þess að hafa það bara á textaformi. Það er mikilvægt fyrir íslenskuna að hún haldi velli í þessu umhverfi og viðtökurnar hafa verið mjög góðar. Fólk er hissa hvað röddin á tækjunum hljómar vel og hvað appið okkar, Símarómur, virkar vel. Eins og áður segir þá er þetta ekki bara fyrir fólk sem þarf nauðsynlega á þessu að halda, heldur eru sífellt fleiri sem kjósa þessa leið, að hlusta til dæmis þegar það er á ferðinni í bíl. Við erum reyndar ekki komin af stað með yndislestur eða þannig efni, en um er að ræða námsbækur, skýrslur, tölvupósta og efni sem er gott að nálgast í talkerfi og talkerfishugbúnaði.“

Gamalt frystihús í eigu Brim

Anna starfaði um tíma í Háskólanum í Reykjavík og í kjölfar þess kviknaði hugmyndin að Grammatek. Hún segir að ein af ástæðunum hafi verið að skapa sér starf í heimabyggð, en þau hjón vildu frekar starfa þar en að vinna í höfuðborginni. Að sögn Önnu er frábært að vinna í skapandi umhverfi eins og fyrirfinnst í Nýsköpunarsetrinu Breið uppi á Skaga sem hún segir að sé frábært framtak fyrir svæðið og íbúa þess, en um er að ræða gamalt frystihús í eigu Brim sem tekið var í gegn og er samstarfsverkefni fyrirtækisins og Akranesbæjar.

SímarómurGrammatek gaf núverið út uppfærslu á appi fyrir Android sem heitir Símarómur. Það er notað fyrir íslenskan skjálestur og er ókeypis á Google Playstore.

Anna segir að þau hjón hafi fengið styrki fyrir verkefni sín í gegnum tíðina, þau fengu til að mynda styrk frá Rannís við að koma fyrirtækinu á koppinn og hafa einnig fengið styrk þaðan fyrir verkefni sem þau vinna með Háskólanum í Reykjavík og fyrirtæki sem nefnist Tiro, en um er að ræða þróunarumhverfi fyrir samræðukerfi á íslensku. Hún segir að þau hjón hafi ávallt alla anga úti er kemur að styrkjaumhverfi og hafi mörg járn í eldinum, eins og glöggir lesendur hafa eflaust tekið eftir. „Við erum ansi öflugt teymi þó ég segi sjálf frá, en Daníel hefur einnig sökkt sér í máltæknina undanfarin ár, sem gagnast fyrirtækinu afar vel, þar sem við erum einu starfsmenn þess eins og er. Við höfum í nógu að snúast og okkur langar að halda áfram að byggja upp þessa þjónustu, svo að sem mest efni sé aðgengilegt með hágæða talgervingu fyrir íslensku. Einnig langar okkur að halda áfram samstarfi við Hljóðbókasafnið hvað varðar framleiðslu á námsbókum á íslensku, þannig að hægt sé að framleiða meira efni fyrir þann stóra hóp sem treystir á að geta hlustað frekar en að lesa bækurnar,“ segir Anna að lokum. 

Umfjöllunin er unnin í samstarfi við Úr Vör. 

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Tvíburasystur óléttar samtímis: „Þetta er draumurinn“
1
Viðtal

Tví­bura­syst­ur ólétt­ar sam­tím­is: „Þetta er draum­ur­inn“

Tví­bur­ar, sem lík­lega eru eineggja, gengu sam­tals í gegn­um þrjú fóst­ur­lát á inn­an við ári og voru um tíma óviss­ar um að þeim tæk­ist nokk­urn tím­ann að eign­ast börn. En nú hef­ur birt til og þær eiga von á börn­um með tæp­lega tveggja mán­aða milli­bili. Gen barn­anna verða lík­lega eins lík og hálf­systkina vegna mik­illa lík­inda með genum mæðr­anna.
Running Tide og ráðherrarnir - Koma af fjöllum um eftirlitsleysið
3
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide og ráð­herr­arn­ir - Koma af fjöll­um um eft­ir­lits­leys­ið

Blaða­menn Heim­ild­ar­inn­ar tóku við­töl við þrjá ráð­herra um að­komu þeirra að því að Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til starf­semi á Ís­landi. Um­hverf­is­ráð­herra sagði ein­ung­is hafa haft full­yrð­ing­ar for­svars­manna fyr­ir­tæk­is­ins fyr­ir því að starf­sem­in væri „stærsta ein­staka kol­efn­is­föng­un­ar­verk­efni í heimi“. Ut­an­rík­is­ráð­herra seg­ist ekki geta svar­að því hvort hún hafi skap­að for­dæmi sem leyfi nú að af­gangstimbri verði hent í sjó­inn í stór­um stíl.
Elkem brennir trjákurli Running Tide - Eignir á brunaútsölu
6
FréttirRunning Tide

Elkem brenn­ir trják­urli Runn­ing Tide - Eign­ir á bruna­út­sölu

Fjall af trják­urli sem Runn­ing Tide skil­ur eft­ir sig á Grund­ar­tanga verð­ur brennt til að knýja málmblendi Elkem. Kurlið auk 300 tonna af kalk­steins­dufti í sekkj­um og fær­an­leg steypu­stöð voru aug­lýst til sölu um helg­ina eft­ir að Runn­ing Tide hætti skyndi­lega allri starf­semi hér á landi og í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið skol­aði 20 þús­und tonn­um af trják­urli í sjó­inn í fyrra og sagð­ist binda kol­efni. „Bull“ og „fár­an­leiki“ til þess gerð­ur að græða pen­inga, sögðu vís­inda­menn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
1
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
„Takk fyrir að gefa stað sem er nú rannsakaður fyrir mansal svona góð ummæli“
4
Fréttir

„Takk fyr­ir að gefa stað sem er nú rann­sak­að­ur fyr­ir man­sal svona góð um­mæli“

At­hygl­is­verð um­mæli hafa birst und­ir net­gagn­rýni um Gríska hús­ið á Google. Þar virð­ist veit­inga­stað­ur­inn, sem var lok­að­ur af lög­reglu í gær vegna gruns um man­sal, þakka ánægð­um við­skipta­vin­um fyr­ir að veita staðn­um já­kvæð um­mæli þrátt fyr­ir man­sal­ið. Gríska hús­ið hef­ur al­mennt ver­ið dug­legt að svara gagn­rýn­end­um sín­um full­um hálsi á net­inu.
Tvíburasystur óléttar samtímis: „Þetta er draumurinn“
5
Viðtal

Tví­bura­syst­ur ólétt­ar sam­tím­is: „Þetta er draum­ur­inn“

Tví­bur­ar, sem lík­lega eru eineggja, gengu sam­tals í gegn­um þrjú fóst­ur­lát á inn­an við ári og voru um tíma óviss­ar um að þeim tæk­ist nokk­urn tím­ann að eign­ast börn. En nú hef­ur birt til og þær eiga von á börn­um með tæp­lega tveggja mán­aða milli­bili. Gen barn­anna verða lík­lega eins lík og hálf­systkina vegna mik­illa lík­inda með genum mæðr­anna.
Running Tide hætt starfsemi í Bandaríkjunum
7
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide hætt starf­semi í Banda­ríkj­un­um

Marty Od­lin, stofn­andi og for­stjóri Runn­ing Tide í Banda­ríkj­un­um, hef­ur til­kynnt að starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins hafi ver­ið lögð nið­ur. Sömu sögu er að segja af dótt­ur­fé­lagi þess á Akra­nesi. Í nýj­asta tölu­blaði Heim­ild­ar­inn­ar var fjall­að um að­gerð­ir Runn­ing Tide hér á landi. Þær fólust í því að henda kanadísku timb­urk­urli í haf­ið inn­an lög­sögu Ís­lands.
„Ég hef miklu meiri áhyggjur af vinstrinu á Íslandi heldur en VG“
10
FréttirRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggj­ur af vinstr­inu á Ís­landi held­ur en VG“

Drífa Snæ­dal sagði eft­ir­minni­lega ár­ið 2017 að það yrði „eins og að éta skít í heilt kjör­tíma­bil“ fyr­ir Vinstri græn að fara í rík­is­stjórn­ar­sam­starf með Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Staða henn­ar gamla flokks í dag kem­ur henni ekki á óvart. „Fyr­ir vinstr­ið í fram­tíð­inni þá þarf það nátt­úr­lega að hafa af­leið­ing­ar fyr­ir flokk að miðla mál­um svo hressi­lega að það er ekk­ert eft­ir af hug­sjón­un­um,“ seg­ir Drífa.

Mest lesið í mánuðinum

Auður Jónsdóttir
1
Skoðun

Auður Jónsdóttir

Þið er­uð óvit­ar! ­– hlust­ið á okk­ur

Það er andi elí­tísma í kring­um kosn­inga­bar­áttu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Nafn­tog­að­ir lista­menn, áhrifa­fólk í sam­fé­lag­inu og stjórn­mál­um jafnt sem vél­virkj­ar þaul­setn­asta stjórn­mála­flokks lands­ins leggj­ast á eina sveif með henni. Fyr­ir vik­ið eru kosn­ing­arn­ar áhuga­verð fé­lags­fræði­leg stúd­ía af því að í þeim af­hjúp­ast sam­taka­mátt­ur þeirra sem vald og raddsvið hafa – á ólík­um svið­um.
Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
2
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
Saga af áralangri vanrækslu og vonleysi: „Þetta heitir Betra líf sko“
7
RannsóknBrostnar vonir á Betra lífi

Saga af ára­langri van­rækslu og von­leysi: „Þetta heit­ir Betra líf sko“

Slökkvi­lið­ið hef­ur sent kæru til lög­reglu á hend­ur Arn­ari Gunn­ari Hjálm­týs­syni fyr­ir að hafa stefnt lífi og heilsu íbúa áfanga­heim­il­is­ins Betra líf í Vatna­görð­um í hættu eft­ir að eld­ur kvikn­aði þar í fe­brú­ar í fyrra. Áfanga­heim­il­ið flutti þá upp í Kópa­vog. Í styrk­umsókn til Reykja­vík­ur fór Arn­ar með rang­færsl­ur en fékk engu að síð­ur rúm­ar 24 millj­ón­ir fyr­ir rekst­ur­inn. Full­trúi fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins lýsti áhyggj­um af eit­ur­lyfja­sölu og vændi á einu áfanga­heim­il­inu.
„Hann sagði við mig að ef mér mislíkaði þetta gæti ég bara flutt út“
9
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

„Hann sagði við mig að ef mér mis­lík­aði þetta gæti ég bara flutt út“

Sylwia Burzy­kowska leigði 12 fer­metra her­bergi á áfanga­heim­ili Betra lífs á Kópa­vogs­braut á 140 þús­und krón­ur á mán­uði sem hún þurfti að greiða í reiðu­fé. Hún skrif­aði und­ir ótíma­bund­inn leigu­samn­ing en hafði að­eins bú­ið þar í þrjá mán­uði þeg­ar hús­ið var rif­ið í byrj­un mán­að­ar­ins. Sylwia býr nú í tjaldi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár