Óvinsæl ríkisstjórn þarf enn og aftur að endurmeta tilvist sína
14. október 2023 Formenn ríkisstjórnarflokkanna héldu blaðamannafund í Eddu í haust þar sem sú niðurstaða var kynnt að þeir ætluðu að halda áfram. Tilgangurinn var að „ná sátt og jafnvægi í íslensku samfélagi“ með því að leggja fyrst og síðast áherslu „á efnahagsmálin og það brýna verkefni að ná niður verðbólgu og vöxtum.“ Mynd: Golli
Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Óvinsæl ríkisstjórn þarf enn og aftur að endurmeta tilvist sína

Rík­is­stjórn­ar­flokk­arn­ir hafa ekki mælst með jafn­lít­ið fylgi og nú síð­an þeir hófu sam­starf ár­ið 2017. Ágrein­ing­ur þeirra á milli verð­ur sí­fellt greini­legri og um kom­andi helgi þarf að berja í brest­ina, fimm og hálf­um mán­uði eft­ir að það var síð­ast bar­ið í brest­ina.

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur fékk endurnýjað umboð í kosningunum 2021, þegar kórónuveirufaraldurinn stóð enn yfir og verkefni hennar voru fyrst og síðast heilbrigðislegt og efnahagslegt viðbragð við honum. Samt töpuðu tveir af þremur þeirra fylgi í þeim kosningum. Ástæða þess að stjórnin styrkti stöðu sína var fyrst og síðast mikil fylgisaukning Framsóknarflokksins. 

Öllum sóttvarnaraðgerðum vegna heimsfaraldursins var svo aflétt frá og með föstudeginum 25. febrúar 2022. Venjuleg stjórnmál tóku aftur við af viðbragðsstjórnmálum og við það hóf aftur að reyna á getu ríkisstjórnar þriggja flokka með afar ólíka hugmyndafræði til að takast á við þá stöðu. Við blöstu erfið viðfangsefni. Ríkissjóður var rekinn í miklum halla og ljóst að það myndi þurfa að greiða efnahagslegt gjald fyrir að auka verulega aðgengi að ódýru fjármagni með sögulega lágum vöxtum og alls kyns ívilnunum svo hægt yrði að láta einkaneyslu bera hagkerfið í gegnum faraldurstímann. Auk þess hafði ríkisstjórnin ekki getað komið sér …

Kjósa
20
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JA
    Jón Arnarson skrifaði
    Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn í núverandi stjórn samfélagsins.
    Er því ekki sjálfgefið að Bjarni verði forsætisráðherra?
    Hann var óvenjulega duglegur í COVID að tæma alla sjóði samfélagsins, bæði þekkta og leynda, til vina og vandamanna, að sagt er!?!?
    Sjálfsæðisflokkurinn virðist vilja einkavinavæða allt í samfélaginu. Er nokkur betri til þess en Bjarni?!?
    Er þetta ekki eina vonin er Jakopsdóttir hefur yfirgeðið skipið?
    0
  • HKG
    Hans Kristján Guðmundsson skrifaði
    Katrín er greinilega búin að gefast upp og flýr sökkvandi ríkisstjórn og fylgishrapandi flokk. Er ekki heiðarlegra að rjúfa bara ríkisstjórnarsamstarfið og boða til alþingiskosninga. VG mundi líklega styrkja stöðu sína á því.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2024

Katrín niðurstaða flestra í Kosningaprófi Heimildarinnar
FréttirForsetakosningar 2024

Katrín nið­ur­staða flestra í Kosn­inga­prófi Heim­ild­ar­inn­ar

Katrín Jak­obs­dótt­ir lenti oft­ast í fyrsta sæti hjá þeim sem þreyttu Kosn­inga­próf Heim­ild­ar­inn­ar fyr­ir for­seta­kosn­ing­arn­ar 2024. Um fjórð­ung­ur þátt­tak­enda var oft­ast sam­mála fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herr­an­um. Yf­ir 8.000 tóku próf­ið en svör bár­ust ekki frá Vikt­ori Trausta­syni eða Ást­þóri Magnús­syni.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár