Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur fékk endurnýjað umboð í kosningunum 2021, þegar kórónuveirufaraldurinn stóð enn yfir og verkefni hennar voru fyrst og síðast heilbrigðislegt og efnahagslegt viðbragð við honum. Samt töpuðu tveir af þremur þeirra fylgi í þeim kosningum. Ástæða þess að stjórnin styrkti stöðu sína var fyrst og síðast mikil fylgisaukning Framsóknarflokksins.
Öllum sóttvarnaraðgerðum vegna heimsfaraldursins var svo aflétt frá og með föstudeginum 25. febrúar 2022. Venjuleg stjórnmál tóku aftur við af viðbragðsstjórnmálum og við það hóf aftur að reyna á getu ríkisstjórnar þriggja flokka með afar ólíka hugmyndafræði til að takast á við þá stöðu. Við blöstu erfið viðfangsefni. Ríkissjóður var rekinn í miklum halla og ljóst að það myndi þurfa að greiða efnahagslegt gjald fyrir að auka verulega aðgengi að ódýru fjármagni með sögulega lágum vöxtum og alls kyns ívilnunum svo hægt yrði að láta einkaneyslu bera hagkerfið í gegnum faraldurstímann. Auk þess hafði ríkisstjórnin ekki getað komið sér …
Er því ekki sjálfgefið að Bjarni verði forsætisráðherra?
Hann var óvenjulega duglegur í COVID að tæma alla sjóði samfélagsins, bæði þekkta og leynda, til vina og vandamanna, að sagt er!?!?
Sjálfsæðisflokkurinn virðist vilja einkavinavæða allt í samfélaginu. Er nokkur betri til þess en Bjarni?!?
Er þetta ekki eina vonin er Jakopsdóttir hefur yfirgeðið skipið?