Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Sundlaugamenning Íslendinga gæti ratað á skrá UNESCO

Menn­ing­ar­ráð­herra hef­ur stað­fest til­nefn­ingu sund­lauga­menn­ing­ar til skrár UNESCO yf­ir óá­þreif­an­leg­an menn­ing­ar­arf mann­kyns. Al­þjóð­leg dæmi um slík­ar skrán­ing­ar eru franska bagu­ette-brauð­ið og finnska sauna-menn­ing­in.

Sundlaugamenning Íslendinga gæti ratað á skrá UNESCO
Sundlaugar eru fastur liður í hversdegi margra landsmanna. Mynd: Golli

Sundlaugamenning Íslendinga gæti ratað á skrá UNESCO yfir óáþreifanlegan menningararf mannkyns. Í vikunni staðfesti Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, tilnefningu sundmenningarinnar á skrána, að því er segir í tilkynningu frá menningar- og viðskiptaráðuneytinu.

Skriflegar stuðningsyfirlýsingar frá sveitarfélögum, íþrótta- og sundfélögum, fjölda sundlaugagesta og sundlaugahópa fylgdu með umsókninni. Komu þar fram sögur, reynslur og viðhorf gagnvart sundlaugum auk lýsinga á þýðingu og mikilvægi þeirra. 

Undirbúningur tilnefningarinnar hefur staðið yfir undanfarin misseri en Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Þjóðminjasafn Íslands stóðu að þeirri vinnu. Er þetta fyrsta sjálfstæða tilnefning Íslands á skrána.

Fjölbreyttar skráningar á mikilvægri menningararfleifð víða um heim má finna á skránni. Til dæmis eru þar kínverskt skuggabrúðuleikhús, grænlenskur trommudans og söngur, franska baguette-brauðið og finnska sauna-menningin.

„Falleg, tímalaus og heilsueflandi“

„Sundlaugamenning skipar sérstakan og mikilvægan sess í daglegu lífi landsmanna. Að hittast í heita pottinum eða fara með fjölskyldunni í sund er félagsleg tenging sem …

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár