Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Sundlaugamenning Íslendinga gæti ratað á skrá UNESCO

Menn­ing­ar­ráð­herra hef­ur stað­fest til­nefn­ingu sund­lauga­menn­ing­ar til skrár UNESCO yf­ir óá­þreif­an­leg­an menn­ing­ar­arf mann­kyns. Al­þjóð­leg dæmi um slík­ar skrán­ing­ar eru franska bagu­ette-brauð­ið og finnska sauna-menn­ing­in.

Sundlaugamenning Íslendinga gæti ratað á skrá UNESCO
Sundlaugar eru fastur liður í hversdegi margra landsmanna. Mynd: Golli

Sundlaugamenning Íslendinga gæti ratað á skrá UNESCO yfir óáþreifanlegan menningararf mannkyns. Í vikunni staðfesti Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, tilnefningu sundmenningarinnar á skrána, að því er segir í tilkynningu frá menningar- og viðskiptaráðuneytinu.

Skriflegar stuðningsyfirlýsingar frá sveitarfélögum, íþrótta- og sundfélögum, fjölda sundlaugagesta og sundlaugahópa fylgdu með umsókninni. Komu þar fram sögur, reynslur og viðhorf gagnvart sundlaugum auk lýsinga á þýðingu og mikilvægi þeirra. 

Undirbúningur tilnefningarinnar hefur staðið yfir undanfarin misseri en Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Þjóðminjasafn Íslands stóðu að þeirri vinnu. Er þetta fyrsta sjálfstæða tilnefning Íslands á skrána.

Fjölbreyttar skráningar á mikilvægri menningararfleifð víða um heim má finna á skránni. Til dæmis eru þar kínverskt skuggabrúðuleikhús, grænlenskur trommudans og söngur, franska baguette-brauðið og finnska sauna-menningin.

„Falleg, tímalaus og heilsueflandi“

„Sundlaugamenning skipar sérstakan og mikilvægan sess í daglegu lífi landsmanna. Að hittast í heita pottinum eða fara með fjölskyldunni í sund er félagsleg tenging sem …

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár