Sundlaugamenning Íslendinga gæti ratað á skrá UNESCO yfir óáþreifanlegan menningararf mannkyns. Í vikunni staðfesti Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, tilnefningu sundmenningarinnar á skrána, að því er segir í tilkynningu frá menningar- og viðskiptaráðuneytinu.
Skriflegar stuðningsyfirlýsingar frá sveitarfélögum, íþrótta- og sundfélögum, fjölda sundlaugagesta og sundlaugahópa fylgdu með umsókninni. Komu þar fram sögur, reynslur og viðhorf gagnvart sundlaugum auk lýsinga á þýðingu og mikilvægi þeirra.
Undirbúningur tilnefningarinnar hefur staðið yfir undanfarin misseri en Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Þjóðminjasafn Íslands stóðu að þeirri vinnu. Er þetta fyrsta sjálfstæða tilnefning Íslands á skrána.
Fjölbreyttar skráningar á mikilvægri menningararfleifð víða um heim má finna á skránni. Til dæmis eru þar kínverskt skuggabrúðuleikhús, grænlenskur trommudans og söngur, franska baguette-brauðið og finnska sauna-menningin.
„Falleg, tímalaus og heilsueflandi“
„Sundlaugamenning skipar sérstakan og mikilvægan sess í daglegu lífi landsmanna. Að hittast í heita pottinum eða fara með fjölskyldunni í sund er félagsleg tenging sem …
Athugasemdir