Á fimmtudag í síðustu viku var frumvarp afgreitt á Alþingi sem hefur þær afleiðingar að afurðastöðvar í landbúnaði mega nú stunda samráð sem áður var ólögmætt samkvæmt íslenskum lögum. Um er að ræða lagabreytingu sem stjórnendur afurðastöðva sem framleiða lamba-, kjúklinga- og svínakjöt hafa lengi stefnt að og til stóð að keyra í gegnum Alþingi fyrir nokkrum árum, en var þá stöðvað eftir harða andstöðu Samkeppniseftirlitsins, Neytendasamtaka og ýmissa hagaðila í verslun og þjónustu. Í umsögnum um það var frumvarpið meðal annars kallað „aðför að neytendum“.
Það frumvarp sem var afgreitt nú átti ekki að innihalda heimild fyrir kjötafurðastöðvar til að hafa með sér samráð um verkaskiptingu, verðlagningu eða aðra þætti starfseminnar sem ólögmætt er í öðrum atvinnugreinum. Það átti heldur ekki að innihalda heimild fyrir kjötafurðastöðvar til að sameinast án takmarkana eða að veita þeim fullt sjálfdæmi um verðlagningu til bænda, smásala eða neytenda. Þessum heimildum, sem í raun …
sami viðbjóðurinn. Hvar er þessi ríkisstjórn? Hún virðist ekki hugsa mikið um almenning, nú sem endranær.