Eignarhaldsfélagið Luxor ehf. átti hæsta boð í fjórar af sex byggingarlóðum sem Mosfellsbær bauð nýverið út. Um er að ræða fjórar raðhúsalóðir í Langatanga á þéttingarsvæði við miðbæ Mosfellsbæjar. Lágmarksverð í hverja og eina þeirra var 28 milljónir.
Alls bárust 29 tilboð í lóðirnar fjórar. Luxor bauð hæst í þær allar, eða á bilinu 35 til 45 milljónir, sem er 7 til 17 milljónum yfir lágmarksverði því sem bærinn auglýsti.
Jens Sandholt er eigandi Luxor samkvæmt fyrirtækjaskrá Skattsins. Hann hefur víðtæka og áratuga langa reynslu af byggingaframkvæmdum og stýrði meðal annars framkvæmdum við byggingu Árbæjarlaugar og Höfðabakkabrúar.
Athugasemdir