Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

„Ákveðið að vinna með gallað frumvarp“

Tek­ist var á um ný­sam­þykkt bú­vöru­lög á Al­þingi í dag. Kristrún Frosta­dótt­ir sagði frum­varp­ið gall­að og að lög­in fælu í sér óþarfa alls­herj­ar und­an­þágu. Þing­menn Fram­sókn­ar segja lög­in fram­fara­skref og að bænd­ur fagni breyt­ing­unni.

„Ákveðið að vinna með gallað frumvarp“

Nýsamþykkt búvörulög voru ofarlega á baugi í ræðum á Alþingi í dag. Var ekki einhugur meðal þingmanna um gagnsemi laganna, sem þykja nokkuð umdeild. 

Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknar, sagði að flokkur hennar hefði nú tryggt það að íslenska páskalambið rynni ljúflega niður. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, og Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, voru hins vegar gagnrýnin á samþykkt laganna.

Undanþága frá samkeppnislögum og möguleiki á sameiningu

Nýju búvörulögin voru samþykkt í gær þrátt fyrir óskir stjórnarandstöðunnar um að fresta atkvæðagreiðslu og háværa gagnrýni frá ASÍ, Neytendasamtökunum, Samtökum verslunar- og þjónustu, Félagi atvinnurekenda og Samkeppniseftirlitinu. Héldu samtökin því fram að lagabreytingarnar gengju gegn hagsmunum almennings.

Breytingarnar fela í sér undanþágu afurðastöðva í kjötiðnaði frá grunnreglum samkeppnislaga um bann við ólögmætu samráði. Enn fremur verður þeim nú auðveldara að sameinast en áður.

Gísli Rafn Ólafsson, þingmaður Pírata, vakti athygli á því í ræðustól í gær að eitt fyrirtæki gæti nú náð einokunarstöðu í kjötframleiðslu á landinu og stýrt verðinu án þess að neytendur gætu rönd við reist. Bændur kæmu enn fremur illa út úr lagabreytingunum. 

Grikkur gerður þeim sem þurfa mest á breytingum að halda 

Kristrún Frostadóttir sagði að það virtist sem að eitthvað hefði farið verulega úrskeiðis við vinnslu frumvarpsins. Markmiðin í upphaflegu frumvarpi matvælaráðherra hefðu snúið að viðkvæmustu búgreinunum. „En skilgreiningin á framleiðandafélögunum í sjálfum frumvarpstextanum var svo þröng að hún náði aðeins yfir hvíta kjötið þrátt fyrir að þar hafi enginn óskað eftir undanþágu frá samkeppnislögum,“ sagði hún. 

Í stað þess að vinna frumvarpið aftur inni í ráðuneyti þannig að undanþágan næði til þeirra sem stæðu höllustum fæti „var ákveðið að vinna með gallað frumvarp,“ segir Kristrún. Niðurstaðan, að mati hennar, varð „ein allsherjar undanþága sem getur leitt af sér eina stóra afurðastöð fyrir alla kjötvinnslu í landinu óháð búgrein.“

Formaður Samfylkingar segir þetta hafa verið óþarfa. „Þessi aðferðafræði hefur gert þeim grikk sem mest þurftu á breytingunum að halda,“ sagði hún.

Vondur málstaður að halda því fram að ASÍ, Neytendasamtökin og SKE séu óvinir bænda

Sigmar sagði að breytingin á búvörulögum þýddu að afurðastöðvar yrðu undanþegnar samkeppnislögum. Nefndi hann að breytingin næði ekki aðeins til lítilla sláturhúsa heldur einnig stöndugri fyrirtækja. Til dæmis félög í eigu Ölmu leigufélags, Kaupfélags Skagfirðinga og Sláturfélags Suðurlands.

„Þeir sem eru að stilla því upp að ASÍ, Neytendasamtökin og Samkeppniseftirlitið séu einhverjir óvinir bænda hafa vondan málstað að verja. Það er ekki gagnlegt fyrir umræðuna að það megi ekki gagnrýna óskaplega miðstýrt landbúnaðarkerfi sem skilar bændunum sjálfum knöppum kjörum án þess að það sé sett í annarlegt samhengi,“ sagði Sigmar.

Segir bændur fagna breytingunum

Halla Signý Kristjánsdóttir sagði bændur um allt land fagna þeirri breytingu sem nýir búvörusamningar boðuðu. „Framsókn hefur tryggt að íslenska páskalambið rennur ljúflega niður í ár,“ sagði hún.

Halla Signý sagði að auknar heimildir afurðastöðva í kjötiðnaði til að sameinast og vera með samráð væri liður í því að halda niðri kostnaði við framleiðslu, geymslu og dreifingu kjötafurða. En þetta væri mikilvægt til að bregðast við ört vaxandi samkeppni að utan.

„Í alþjóðlegum samanburði eru innlendar afurðastöðvar í kjötiðnaði örsmáar og því ekki samkeppnishæfar við afurðastöðvar á erlendum mörkuðum sem eru mun stærri og hagkvæmari rekstrareiningar,“ segir Halla Signý.

Breytingarnar mikið framfaraskref í þágu innlendrar matvælaframleiðslu

Halldóra Hauksdóttir, þingmaður Framsóknar, var líkt og Halla Signý jákvæð gagnvart lagabreytingunum. „Í gær var stigið mikið framfaraskref í þágu innlendrar matvælaframleiðslu,“ segir hún.

Sagði Halldóra það vera vegna þess að sívaxandi innflutningur matvæla frá erlendum stórverksmiðjum hefði gert íslenskum landbúnaði erfitt fyrir. Í geiranum væru takmörkuð tækifæri til frekari hagræðingar. 

„Samkeppnin hefur nefnilega færst frá því að vera milli íslenskra bænda sem fylgja sömu stöðlum yfir í að vera íslenskir bændur á móti evrópskri framleiðslu þar sem lögmálin eru allt önnur.“ 

Til að bregðast við þessum aðstæðum væri hægt að gera innlendum aðilum kleift að sameinast og hagræða starfsemi „með því að lækka framleiðslukostnað og með því verð í þágu þeirra og neytenda.“

Halldóra segir að framfaraskref hafi verið stigið í þá áttina. 

„Þessar breytingar voru nauðsynlegar til að bregðast við döprum rekstrargrundvelli innlendrar kjötframleiðslu og stuðla að jöfnun samkeppnisskilyrða kjötafurðastöðva við innflutninginn. Skilyrðin eru enn innflutningnum í hag en ef stjórnvöld halda þessari vegferð áfram þá getum við horft áfram veginn bjartsýnni en áður,“ sagði hún.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Þetta er hálfgerður öskurgrátur
3
Viðtal

Þetta er hálf­gerð­ur ösk­ur­grát­ur

Reyn­ir Hauks­son gít­ar­leik­ari, sem þekkt­ur er sem Reyn­ir del norte, eða Reyn­ir norð­urs­ins, hef­ur elt æv­in­týr­in um heim­inn og hik­ar ekki við að hefja nýj­an fer­il á full­orð­ins­ár­um. Hann flutti til Spán­ar til að læra flamenco-gít­ar­leik, end­aði á ís­lensk­um jökli og er nú að hefja mynd­list­ar­nám á Spáni. Hann hef­ur þurft að tak­ast á við sjálf­an sig, ást­ir og ástarsorg og lent oft­ar en einu sinni í lífs­háska.
Hvað gera Ásgeir og félagar á morgun?
4
Greining

Hvað gera Ás­geir og fé­lag­ar á morg­un?

Tveir valda­mestu ráð­herr­ar lands­ins telja Seðla­bank­ann geta lækk­að stýri­vexti á morg­un en grein­ing­ar­að­il­ar eru nokk­uð viss­ir um að þeir hald­ist óbreytt­ir. Ef það ger­ist munu stýri­vext­ir ná því að vera 9,25 pró­sent í heilt ár. Af­leið­ing vaxta­hækk­un­ar­ferl­is­ins er með­al ann­ars sú að vaxta­gjöld heim­ila hafa auk­ist um 80 pró­sent á tveim­ur ár­um.
Lea Ypi
7
Pistill

Lea Ypi

Kant og mál­stað­ur frið­ar

Lea Ypi er albansk­ur heim­speki­pró­fess­or sem vakti mikla at­hygli fyr­ir bók um upp­eldi sitt í al­ræð­is­ríki En­ver Hoxha, „Frjáls“ hét bók­in og kom út á ís­lensku í hittið­fyrra. Í þess­ari grein, sem birt er í Heim­ild­inni með sér­stöku leyfi henn­ar, fjall­ar hún um 300 ára af­mæli hins stór­merka þýska heim­spek­ings Imm­anu­el Kants og hvað hann hef­ur til mál­anna að leggja á vor­um tím­um. Ill­ugi Jök­uls­son þýddi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
4
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
5
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Þórður Snær Júlíusson
9
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
10
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
2
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár