Alvotech tapaði 76 milljörðum en borgaði forstjóranum 209 milljónir í laun
Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Alvotech tapaði 76 milljörðum en borgaði forstjóranum 209 milljónir í laun

Verð­mæt­asta fé­lag­ið í ís­lensku Kaup­höll­inni hef­ur sam­tals tap­að næst­um 150 millj­örð­um króna á tveim­ur ár­um og átti lít­ið laust fé um síð­ustu ára­mót. For­stjóri þess, Ró­bert Wessman, fékk 17,4 millj­ón­ir króna að með­al­tali í mán­að­ar­laun á ár­inu 2023.


Alvotech
tapaði 551,7 milljónum dala, 76,1 milljarði króna, í fyrra ef miðað er við meðalgengi dals á árinu 2023. Félagið tapaði 513,6 milljónum dala, eða 73,3 milljörðum króna á meðalgengi ársins 2022, ári áður og hefur því samtals tapað vel yfir einum milljarði dala á tveimur árum. Það gerir samtals 149,4 milljarða tap á tveimur árum.

Til samanburðar var halli á rekstri ríkissjóðs í fyrra 54 milljarðar króna. Það þýðir að tap Alvotech á tveimur árum slagar upp í að vera þreföld sú upphæð, og bara í fyrra tapaði félagið 22 milljörðum krónum meira en íslenska ríkið á krefjandi ári. 

Þetta kemur fram í ársreikningi Alvotech sem birtur var í kvöld. Þar má einnig finna upplýsingar um lausafjárstöðu Alvotech, en félagið átti einungis 11,2 milljónir dala í lausu fé, um 1,5 milljarða króna, og 26,2 milljónir dala, um 3,6 milljarða króna, í bundnu fé um síðustu áramót. Miðað við …

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ólafur Andrésson skrifaði
    Er ekki líklegt sð Teva yfirtaki Alvotech um leið og sér til lands á Bandaríkjamarkaði, sbr. Actavis?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár