Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

VR búið að semja – Skrifuðu undir samning rétt eftir miðnætti

Stærsta stétt­ar­fé­lag lands­ins skrif­aði und­ir kjara­samn­ing í nótt. Launa­hækk­an­ir eru þær sömu og hjá breið­fylk­ing­unni en sátt náð­ist um að vísa deilu þeirra sem starfa við far­þega- og hleðslu­þjón­ustu hjá Icelanda­ir á Kefla­vík­ur­flug­velli í ferli hjá rík­is­sátta­semj­ara sem þarf að vera lok­ið fyr­ir 20. des­em­ber.

VR búið að semja – Skrifuðu undir samning rétt eftir miðnætti
Var einn eftir Af stóru stéttarfélögunum á almenna vinnumarkaðinum þá var það stærsta, VR, það eina sem átti eftir að semja. Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR. Mynd: Golli

Samninganefndir VR og Samtaka atvinnulífsins undirrituðu kjarasamninga rétt eftir miðnætti í nótt. Samningurinn er, líkt og sá sem breiðfylking stéttarfélaga sem VR tilheyrði eitt sinn, en gekk svo úr, undirritaði fyrir viku til fjögurra ára. Samningurinn sem var undirritaður byggir á innanhústillögu sem Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari lagði fram og deiluaðilar samþykktu. Launahækkanir verða þær sömu og aðrir hafa samið um, 3,25 prósent á þessu ári og 3,5 prósent næstu þrjú árin. 

Greint er frá undirrituninni á vef RÚV og þar er haft eftir Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR, að samningurinn sé ásættanlegur miðað við aðstæður en málinu sé þó ekki að öllu leyti lokið. Enn á eftir að semja um kjör þeirra félagsmanna VR sem starfa við farþega- og hleðsluþjónustu hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli sem boðað höfðu verkfall. Á vef RÚV segir Ragnar að í kjarasamningnum sé bókun um að unnið verði að breytingu á því vaktafyrirkomulagi með ríkissáttasemjara. Þeirri vinnu þarf að vera lokið fyrir 20. desember næstkomandi. Miðað við þær upplýsingar hefur verkfalli umræddra starfsmanna verið aflýst.

Í tilkynningu frá Samtökum atvinnulífsins er haft eftir Sigríði Margréti Oddsdóttur, framkvæmdastjóra þeirra, að það sé afar ánægjulegt að semja um stöðugleika og ná sátt við eitt stærsta stéttarfélag á almennum vinnumarkaði  í dag. „Það skapar óneitanlega skriðþunga fyrir það sem á eftir kemur, þar sem við sem þjóð stöndum frammi fyrir raunverulegu tækifæri til þess að ná efnahagslegum stöðugleika. Við sjáum samtakamáttinn þegar fjölmörg fyrirtæki stíga fram og sýna stuðning við markmið samninganna í verki og þegar ríki og sveitarfélög skuldbinda sig til þess að draga úr gjaldskrárhækkunum.“

Búið að semja við stærstan hluta almenna markaðarins

Þar með er búið að semja við stærstan hluta almenna vinnumarkaðarins. Kjarasamningar til fjögurra ára, sem kallast „Stöðugleika- og velferðarsamningarnir“, voru undirritaðir fyrir viku síðan. Að þeim standa Breiðfylking stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði: Efling, Starfsgreinasambandið og Samiðn ásamt Samtökum atvinnulífsins. 

Í þeim samningunum var samið um hóflegar launahækkanir þar sem laun munu hækka árlega um að lágmarki um 23.750 krónur og svo áfram í hlutfalli við það upp launaflokka. Þær munu gilda afturvirkt frá 1. febrúar síðastliðnum. Almennt verður launahækkunin 3,25 prósent í ár, 2024, en svo 3,5 prósent næstu þrjú ár. 

Í samningunum eru forsenduákvæði sem segja til um að samningarnir verða endurskoðaðir tvívegis á samningstímanum með tilliti til þróun verðbólgu. Það þýðir að ef verðbólga verður yfir ákveðnu marki á endurskoðunardögunum, sem eru 1. september 2025 og 2026, þá verður hægt að fara fram á endurskoðun kjarasamninga. 

Laun fólks sem starfar við ræstingar hækka umfram önnur. Samið var um að ræsting sem starf fari úr sex í átta launaflokka á meðan að framkvæmd er hæfnigreining á störfum í greininni. Svokallaður ræstingarauki upp á 19 þúsund krónur mun greiðast mánaðarlega ofan á kauptaxta með vísun í sérstakar vinnuaðstæður ræstingarfólks. 

Þá var samið um hækkun á desember- og orlofsuppbót, breytingar á fyrirkomulagi álagsgreiðslna hjá verkafólki í ferðaþjónustu og að vaktaálag hjá vaktavinnufólki verði greitt fyrir alla vinnu utan dagvinnutímabils fram að fullum vinnuskilum. 

Rafiðnaðarsam­band Íslands, Mat­vís, VM og Grafía hafa skrifuðu svo und­ir kjara­samn­ing við Sam­tök at­vinnu­lífs­ins á laugardag.

80 milljarða pakki á borðið

Til að liðka fyrir gerð samninganna hafa ríkið og sveitarfélög lofað að koma að borðinu með stóra pakka. Ríkið metur sína aðkomu á 80 milljarða króna á samningstímanum. Um er að ræða margháttaðar aðgerðir. Fríar skólamáltíðir, hærri fæðingarorlofsgreiðslur, hækkun barnabóta, sérstakur vaxtastuðningur, aukinn stuðningur við leigjendur og hóflegar gjaldskrárhækkanir. Allt á þetta að ná tvíþættum árangri: að tryggja skjólstæðingum stéttarfélaganna kjarabætur umfram þær hóflegu launahækkanir sem samið hefur verið um og stuðla að því að ná niður vöxtum og verðbólgu. 

Þar mun reyna á fyrirtækin í landinu sem, í skiptum fyrir hóflegar launahækkanir til starfsmanna sinna, þurfa að leggja sín lóð á vogaskálarnar við að halda aftur af verðhækkunum. 

Enn á eftir að ganga frá samningum við opinbera starfsmenn og minnihluta almenna vinnumarkaðarins.

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
2
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár