Seðlabanki Íslands spáir áframhaldandi flótta yfir í verðtryggð lán á þessu ári. Í nýútgefnu Fjármálastöðuleikariti Seðlabanka Íslands er meðal annars farið yfir vísbendingar og horfur á íbúðalánamarkaði og þróun á greiðslubyrði ólíkra lánaforma. Þá er einnig lagt mat á getu heimilanna til þess að bregðast við hækkandi greiðslubyrði.
Hátt vaxtastig hefur leitt af sér þyngri greiðslubyrði af lánum fyrir flesta lántakendur. Hins vegar hafa háir stýrivextir reynst lántakendum með óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum talsvert þyngri baggi.
Í lok janúar voru vegnir meðalvextir óverðtryggðra íbúðalána á breytilegum vöxtum um 10,9 prósent. Það hefur leitt til flótta yfir í verðtryggð lán. Til samanburðar eru vegnir meðalvextir óverðtryggðra lána á föstum vöxtum á fyrri hluta þessa árs 4,5 prósent.
Á síðasta ári fór hlutdeild verðtryggðra lána í 51,7 prósent af öllum útistandandi íbúðalánum. Til samanburðar nam hlutdeild slíkra lána …
Athugasemdir (3)