Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Greiðslubyrði mun brátt tvöfaldast á fjölmörgum íbúðalánum

Í nýj­asta hefti Fjár­mála­stöðu­leika Seðla­banka Ís­lands er tal­ið að mið­að við nú­ver­andi efna­hags­að­stæð­ur megi gera ráð fyr­ir því að lán­tak­end­ur haldi áfram að færa sig í yf­ir verð­tryggð lán. Á þessu ári munu fast­ir vext­ir á óverð­tryggð­um lán­um fyr­ir sam­an­lagt 254 millj­arða króna losna. Seðla­bank­inn hvet­ur bank­ana til þess að und­ir­búa sig fyr­ir endu­fjár­mögn­un­ar­áhættu sem gæti skap­ast á næstu miss­er­um.

Greiðslubyrði mun brátt tvöfaldast á fjölmörgum íbúðalánum
Seðlabankinn telur meiri líkur en minni á að kerfisáhætta á íbúðamarkaði aukist á næstu mánuðum Mynd: Bára Huld Beck

Seðlabanki Íslands spáir áframhaldandi flótta yfir í verðtryggð lán á þessu ári. Í nýútgefnu Fjármálastöðuleikariti Seðlabanka Íslands er meðal annars farið yfir vísbendingar og horfur á íbúðalánamarkaði og þróun á greiðslubyrði ólíkra lánaforma. Þá er einnig lagt mat á getu heimilanna til þess að bregðast við hækkandi greiðslubyrði.  

Hátt vaxtastig hefur leitt af sér þyngri greiðslubyrði af lánum fyrir flesta lántakendur. Hins vegar hafa háir stýrivextir reynst lántakendum með óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum talsvert þyngri  baggi.

Í lok janúar voru vegnir meðalvextir óverðtryggðra íbúðalána á breytilegum vöxtum um 10,9 prósent. Það hefur leitt til flótta yfir í verðtryggð lán. Til samanburðar eru vegnir meðalvextir óverðtryggðra lána á föstum vöxtum á fyrri hluta þessa árs 4,5 prósent.

Á síðasta ári fór hlutdeild verðtryggðra lána í 51,7 prósent af öllum útistandandi íbúðalánum. Til samanburðar nam hlutdeild slíkra lána …

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Hildur Herbertsdóttir skrifaði
    Hvenær losna föstu vextirnir?
    0
  • Helga Ingadóttir skrifaði
    Hvernig væri að lækka stýrivextina núna, Seðlabankinn hefur enga ástæðu til að halda þeim í hæðstu hæðum
    6
  • Ásta Jensen skrifaði
    Seðlabankinn er glæpastarfsemi
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár