„Þróun á verði hlutabréfa á síðasta ári má nánast skipta í tvennt; fyrir og eftir hið óformlega yfirtökutilboð í Marel.“ Þetta segir í nýbirtu Fjármálastöðugleikariti Seðlabanka Íslands.
Þar er rakið að hlutabréfaverð hafa lækkað áfram á fyrstu tíu mánuðum síðasta árs, líkt og það hafði gert allt frá haustmánuðum 2021. Einungis sex af þeim 25 félögum sem skráð voru á aðalmarkaði á þeim tíma hækkuðu í verði áður en nóvember skall á, og bandaríska félagið John Bean Technologies Corporation (JBT) lagði fram óformlegt yfirtökutilboð í allt hlutafé Marels. Eftir að tilboðið var lagt fram, og til ársloka 2023, hækkaði hlutabréfaverð allra félaga á aðalmarkaði eða hélst nær óbreytt. Mest hækkuðu bréf í Marel, um alls 35 prósent, en þau höfðu þó lækkað um 28,3 prósent innan ársins áður en tilboðið var lagt fram.
Í ritinu Fjármálastöðugleika, sem birt var í dag, segir að úrvalsvísitalan hafi hækkað um tæplega …
Athugasemdir