Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Þróun hlutabréfa skiptist í tvennt: Fyrir og eftir yfirtökutilboð í Marel

Hluta­bréfa­verð á Ís­landi lækk­aði heilt yf­ir um­tals­vert frá haust­mán­uð­um 2021 og fram í nóv­em­ber í fyrra. Þá átti sér stað drama­tísk valda­bar­átta um yf­ir­ráð yf­ir stærsta eig­anda Mar­el. Hún leiddi til óform­legs yf­ir­töku­til­boðs banda­rísks fyr­ir­tæk­is og mestu dags­hækk­un­ar á hluta­bréf­um í 15 ár.

Þróun hlutabréfa skiptist í tvennt: Fyrir og eftir yfirtökutilboð í Marel
Hættur Árni Oddur Þórðarson þurfti að hætta sem forstjóri Marel eftir áratug í því starfi þegar Arion banki gerði veðkall í bréfum hans. Árni Oddur kom svo að því að fá JBT til að gera óformlegt yfirtökutilboð í Marel sem leiddi til mikilla hækkana á virði bréfa félagsins, þar með talið þeirra sem hann á sjálfur. Mynd: Aðsend

„Þróun á verði hlutabréfa á síðasta ári má nánast skipta í tvennt; fyrir og eftir hið óformlega yfirtökutilboð í Marel.“ Þetta segir í nýbirtu Fjármálastöðugleikariti Seðlabanka Íslands. 

Þar er rakið að hlutabréfaverð hafa lækkað áfram á fyrstu tíu mánuðum síðasta árs, líkt og það hafði gert allt frá haustmánuðum 2021. Einungis sex af þeim 25 félögum sem skráð voru á aðalmarkaði á þeim tíma hækkuðu í verði áður en nóvember skall á, og bandaríska félagið John Bean Technologies Corporation (JBT) lagði fram óformlegt yfirtökutilboð í allt hlutafé Marels. Eftir að tilboðið var lagt fram, og til ársloka 2023, hækkaði hlutabréfaverð allra félaga á aðalmarkaði eða hélst nær óbreytt. Mest hækkuðu bréf í Marel, um alls 35 prósent, en þau höfðu þó lækkað um 28,3 prósent innan ársins áður en tilboðið var lagt fram.

Í ritinu Fjármálastöðugleika, sem birt var í dag, segir að úrvalsvísitalan hafi hækkað um tæplega …

Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár