Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Bankasýslan getur ekki gert grein fyrir tug milljóna kaupum á þjónustu

Frá því að til­kynnt var að leggja ætti nið­ur Banka­sýslu rík­is­ins og fram að síð­ustu ára­mót­um þá keypti stofn­un­in þjón­ustu fyr­ir 57,4 millj­ón­ir króna. Hún get­ur ekki svar­að því nema að hluta af hverj­um hún keypti þessa þjón­ustu. Mest af því sem stofn­un­in get­ur gert grein fyr­ir fór til Logos, eða alls 15,3 millj­ón­ir króna á átta mán­uð­um í fyrra.

Bankasýslan getur ekki gert grein fyrir tug milljóna kaupum á þjónustu
Jón Forstjóri Bankasýslunnar getur ekki svarað hvaða þjónusta var keypt.

Bankasýsla ríkisins getur ekki svarað því nema að hluta í hvað 57,4 milljónir króna, sem bókfærðar voru sem aðkeypt þjónusta frá 1. maí 2022 til 31. desember 2023, fóru. Heimildin sendi fyrirspurn til forstjóra stofnunarinnar og stjórnar hennar þann 30. janúar síðastliðinn og óskaði eftir sundurliðun á upphæðinni. Það tók á sjöttu viku að fá svar við fyrirspurninni og þegar það barst var niðurstaðan sú að ekki væri hægt að svara henni með tæmandi hætti. 

Í svarinu, sem Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslunnar, sendi, sagði að stofnunin leggi „áherslu á að ekki eru til staðar fyrirliggjandi gögn með þeirri sundurliðun og upplýsingum sem óskað er eftir. Stofnunin þyrfti að leggja í töluverða vinnu við að útbúa og taka saman slík gögn og er ekki auðvelt að kalla þessar upplýsingar fram rafrænt með einföldum hætti. Þar sem þessar upplýsingar eru ekki fyrirliggjandi telur stofnunin ekki hægt að verða við beiðninni.“ 

Keypti …

Kjósa
112
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Bergljót Davíðsdóttir skrifaði
    Maður spyr sig hvað þeir sem starfa hjá Bankasýslunni gera í vinnunni. Þeir naga kannski bara býanta og borga fjár þurfandi lögmönnum og almannatengla fyrirtækjum út í bæ fyrir það sem þeim er ætlað að vinna við og fá greitt fyrir.
    4
  • Olafur Kristjansson skrifaði
    Stofnunin þyrfti að leggja í töluverða vinnu, var svarið eftir 6 vikur.
    2
  • Kári Jónsson skrifaði
    Ekki banka ég er að kaupa tryggingarfélag.
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sjálfsvígi fylgir eitruð sorg
4
Viðtal

Sjálfs­vígi fylg­ir eitr­uð sorg

Eg­ill Heið­ar Ant­on Páls­son á ræt­ur að rekja til Spán­ar, þar sem móð­ir hans fædd­ist inn í miðja borg­ara­styrj­öld. Tólf ára gam­all kynnt­ist hann sorg­inni þeg­ar bróð­ir hans svipti sig lífi. Áð­ur en ein­hver gat sagt hon­um það vissi Eg­ill hvað hefði gerst og hvernig. Fyr­ir vik­ið glímdi hann við sjálfs­ásak­an­ir og sekt­ar­kennd. Eg­ill hef­ur dökkt yf­ir­bragð móð­ur sinn­ar og lengi var dökkt yf­ir, en hon­um tókst að rata rétta leið og á að baki far­sæl­an fer­il sem leik­stjóri. Nú stýr­ir hann Borg­ar­leik­hús­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
5
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár