Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Bankasýslan getur ekki gert grein fyrir tug milljóna kaupum á þjónustu

Frá því að til­kynnt var að leggja ætti nið­ur Banka­sýslu rík­is­ins og fram að síð­ustu ára­mót­um þá keypti stofn­un­in þjón­ustu fyr­ir 57,4 millj­ón­ir króna. Hún get­ur ekki svar­að því nema að hluta af hverj­um hún keypti þessa þjón­ustu. Mest af því sem stofn­un­in get­ur gert grein fyr­ir fór til Logos, eða alls 15,3 millj­ón­ir króna á átta mán­uð­um í fyrra.

Bankasýslan getur ekki gert grein fyrir tug milljóna kaupum á þjónustu
Jón Forstjóri Bankasýslunnar getur ekki svarað hvaða þjónusta var keypt.

Bankasýsla ríkisins getur ekki svarað því nema að hluta í hvað 57,4 milljónir króna, sem bókfærðar voru sem aðkeypt þjónusta frá 1. maí 2022 til 31. desember 2023, fóru. Heimildin sendi fyrirspurn til forstjóra stofnunarinnar og stjórnar hennar þann 30. janúar síðastliðinn og óskaði eftir sundurliðun á upphæðinni. Það tók á sjöttu viku að fá svar við fyrirspurninni og þegar það barst var niðurstaðan sú að ekki væri hægt að svara henni með tæmandi hætti. 

Í svarinu, sem Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslunnar, sendi, sagði að stofnunin leggi „áherslu á að ekki eru til staðar fyrirliggjandi gögn með þeirri sundurliðun og upplýsingum sem óskað er eftir. Stofnunin þyrfti að leggja í töluverða vinnu við að útbúa og taka saman slík gögn og er ekki auðvelt að kalla þessar upplýsingar fram rafrænt með einföldum hætti. Þar sem þessar upplýsingar eru ekki fyrirliggjandi telur stofnunin ekki hægt að verða við beiðninni.“ 

Keypti …

Kjósa
112
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Bergljót Davíðsdóttir skrifaði
    Maður spyr sig hvað þeir sem starfa hjá Bankasýslunni gera í vinnunni. Þeir naga kannski bara býanta og borga fjár þurfandi lögmönnum og almannatengla fyrirtækjum út í bæ fyrir það sem þeim er ætlað að vinna við og fá greitt fyrir.
    4
  • Olafur Kristjansson skrifaði
    Stofnunin þyrfti að leggja í töluverða vinnu, var svarið eftir 6 vikur.
    2
  • Kári Jónsson skrifaði
    Ekki banka ég er að kaupa tryggingarfélag.
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
6
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár