Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Snævi þakinn ævintýraheimur og systrakærleikur

Söng­leik­ur­inn Frost lað­ar að unga sem aldna, enda sag­an fræg. Leik­hús­gagn­rýn­and­inn Sig­ríð­ur Jóns­dótt­ir rýn­ir í upp­færsl­una.

Snævi þakinn ævintýraheimur og systrakærleikur
Hildur Vala sem Elsa Söngleikur upp úr hinni frægu og ástsælu sögu Frost hefur nú raungerst í Þjóðleikhúsinu.
Leikhús

Frost

Niðurstaða:

Þjóðleikhúsið

Tónlist og söngtextar: Kristen Anderson-Lopez og Robert Lopez

Handrit: Jennifer Lee

Þýðing: Bragi Valdimar Skúlason

Leikstjórn: Gísli Örn Garðarsson

Leikarar: Hildur Vala Baldursdóttir, Vala Kristín Eiríksdóttir, Jósefína Dickow Helgadóttir / Nína Sólrún Tamimi, Emma Máney Emilsdóttir / Iðun Eldey Stefánsdóttir, Guðjón Davíð Karlsson, Kjartan Darri Kristjánsson, Almar Blær Sigurjónsson, Ernesto Camilo Aldazábal Valdés, Viktoría Sigurðardóttir, Atli Rafn Sigurðsson, Bjarni Snæbjörnsson, Þuríður Blær Jóhannsdóttir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Sigurbjartur Sturla Atlason, Örn Árnason, Edda Arnljótsdóttir, Ebba Katrín Finnsdóttir / María Thelma Smáradóttir, Árni Gunnar Magnússon / Garðar Sigur Gíslason, Embla María Jóhannsdóttir / Halla Björg Guðjónsdóttir, Aron Gauti Kristinsson, Kormákur Erlendsson, Sindri Gunnarsson, Adriana Alba Pétursdóttir og Andrea Ísold Jóhannsdóttir

Leikmynd: Börkur Jónsson

Búningar: Christina Lovery

Lýsing: Torkel Skjærven

Tónlistarstjórn: Andri Ólafsson og Birgir Þórisson

Hljóðhönnun: Þóroddur Ingvarsson og Brett Smith

Dans og sviðshreyfingar: Chantelle Carey

Myndbandshönnun: Ásta Jónína Arnardóttir

Gefðu umsögn

Eftirvænting var áþreifanleg í Þjóðleikhúsinu síðastliðinn laugardag og yngstu áhorfendurnir svoleiðis skoppuðu inn í leikhúsið. Mætt til leiks voru allmargar Elsur, nokkrar Önnur og meira að segja einn Ólafur í fullum skrúða til að sjá Disney-söngleikinn Frost á leiksviði.

Fyrir þrjátíu árum, eða í apríl 1994, var Disney-útgáfan af Fríðu og dýrinu frumsýnd á Broadway. Sýningin átti eftir að marka tímamót hjá fyrirtækinu, verða mikilvægur hluti af endurreisn Disney á tíunda áratugnum og umbreyta söngleikjauppfærslum á Broadway. Nærri tuttugu árum seinna kom Frost sem stormsveipur í kvikmyndahús og varð órjúfanlegur hluti af uppeldi heillar kynslóðar. Óumflýjanlega uppfærslan á Broadway varð ekki sá ofursmellur sem fyrirtækið óskaði en rakaði samt inn seðlum. Gísli Örn Garðarsson var ráðinn af fyrirtækinu til að endurhugsa sviðsetninguna og er uppfærslan risavaxið samnorrænt verkefni. Mikið hvílir á herðum Gísla Arnar en hann lyftir grettistaki með aðstoð frá stórum hópi listafólks. Fyrsta og líklega hugrakkasta skrefið var að endurþýða verkið.

„Mikið hvílir á herðum Gísla Arnar en hann lyftir grettistaki með aðstoð frá stórum hópi listafólks.“

Skeleggur Bragi Valdimar

Bragi Valdimar Skúlason mætir skeleggur til leiks og töfrar fram sérdeilis góða þýðingu, bæði talað mál og söngtexta. Orðfærið er uppfært til að passa inn í samtímann en þýðandi gætir þess þó að sáldra ekki of miklum slettum yfir ævintýraheiminn. Söngtextarnir lifna við í túlkun tónlistarstjóranna og þrumandi hljómsveitar.

Söguþráðinn þarf kannski ekki að kynna fyrir mörgum en í stuttu máli fjallar Frost um ævintýri og örlög systranna Elsu og Önnu sem eru aðskildar í æsku eftir töfraslys, en náðargáfu fjölskyldunnar verður að halda leyndri fyrir almenningi þó ástæður þess séu eilítið óljósar. Eftir annað töfraslys við krýningarathöfn Elsu flýr hún konungsríkið í leit að frelsi en Anna er staðráðin í að hjálpa systur sinni að snúa aftur til samfélagsins.

Vala Kristín er stórt hjarta sýningarinnar

Hildur Vala Baldursdóttir og Vala Kristín Eiríksdóttir leika systurnar, Elsu og Önnu. Ætla mætti að aðalhetja sögunnar sé Elsa en einangrun hennar, innri barátta og hræðsla við eigin töframátt fellur í skuggann af svaðilför Önnu, bæði líkamlega og tilfinningalega. Hildur Vala er með kraftmikla söngrödd sem fær svo sannarlega að njóta sín í stóra númeri sýningarinnar, Ég er frjáls, en er svolítið fjarlæg í framkomu. Vala Kristín er stóra hjarta sýningarinnar þar sem leikur og söngur smella saman í frammistöðu sem er hrífandi og bráðfyndin í senn. Anna sprettur ljóslifandi fram í öllum sínum brussuskap og barnalegheitum, mannleg og samúðarfull.

Mennina í þeirra lífi, reyndar er einn þeirra snjókarl, leika Guðjón Davíð Karlsson, Kjartan Darri Kristjánsson og Almar Blær Sigurjónsson. Hver og einn þeirra kemur með eitthvað ólíkt að borðinu: Guðjón Davíð heillar börnin upp úr skónum í hlutverki Ólafs, Kjartan Darri dugmikill í hlutverki Kristjáns og Almar Blær er í essinu sínu í hlutverki Hans, draumaprinsins sem er ekki allur eins þar sem hann er séður.

„Þegar öllu er á botninn hvolft er Frost ekki um hetjudáðir einstaklinga heldur samvinnu og fjölskyldukærleik sem er holl áminning fyrir nútímasamfélag“

Ungt fólk að springa úr hæfileikum

Minni hlutverkin eru mýmörg. Þar má helst nefna Ólafíu Hrönn Jónsdóttur og Bjarna Snæbjörnsson, bæði taka þau sín smáu hlutverk föstum tökum og eiga skínandi senur. Aðrir fullorðnir leikarar hverfa svolítið í bakgrunninn en í heildina leggjast allir á árarnar til að sigla þessari gildu galeiðu í höfn. Yngri útgáfurnar af systrunum hrífa áhorfendur með sér með einlægnina að vopni. Forvitnilegt verður að sjá þegar þessi yngsta kynslóð leikara vex úr grasi því þetta unga fólk er að springa úr hæfileikum, enda hafa þau fengið góða skólun.

Hæfileikaríkir ungir leikarar. Forvitnilegt verður að sjá þegar þessi yngsta kynslóð leikara vex úr grasi því þetta unga fólk er að springa úr hæfileikum, enda hafa þau fengið góða skólun.

Gísli Örn stýrir herlegheitunum með traustri hendi. Áherslan er sett á leikhústöfrana, ekki skemmtigarðinn. Eitt lítið trampólín falið í fjölunum getur nefnilega vakið töluvert meiri kæti en tölvuvæddar kúnstir. Leikmyndahönnun Barkar Jónssonar endurspeglar þessa hugmyndafræði með litríkri og leikandi leikmynd sem gefur leikhópnum rými til að ferðast um stóra sviðið nánast án takmarkana. Sviðsfólkið á heiður skilið fyrir sitt framtak. Að sjá Kristján svífa á vængjum ástarinnar minnir skemmtilega á uppfærslu Vesturports á Rómeó og Júlíu. Ásta Jónína Arnardóttir sprengir skalann með frábærri myndbandshönnun. Leikhústöfrarnir eru síðan skrúfaðir í botn undir stærsta lagi sýningarinnar, Ég er frjáls, í eftirminnilegu sjónarspili. Regnbogaregnhlífin er síðan lítil en gullfalleg viðbót undir lok sýningarinnar, smáatriðin skipta nefnilega öllu máli.

Um fjölskyldukærleika

Margt gerir búningahönnuðurinn Christina Lovery vel og þar eru kjólar Elsu í sérflokki en annað heppnast síður. Þar ber helst að nefna ballkjólana í byrjun sýningar sem orka gamaldags, fyrirferðarmiklir og krumpaðir. Einnig eru lopasundfötin nánast heilsuspillandi sjónmengun og hárkollurnar misjafnar að gæðum. Chantelle Carey þekkir stóra svið Þjóðleikhússins vel enda eru sviðshreyfingarnar sem saumaðar inn í framvinduna. Dansatriðin eru orkumikil en skilja takmarkað eftir sig, fyrir utan Þetta reddast sem er dansandi skemmtun.

Frost hefur nú þegar slegið í gegn enda yfir fjörutíu sýningar komnar í sölu, aftur á móti er miðaverðið í dýrara lagi og ekki hlaupið að því að kaupa miða fyrir vísitölufjölskylduna. Gísli Örn stýrir Disney-galeiðunni í örugga höfn með leikhústöfrana að leiðarljósi. Vala Kristín er hrífandi hjarta söngleiksins en Hildur Vala klifrar í hæstu hæðir með túlkun sinni á Ég er frjáls. Þegar öllu er á botninn hvolft er Frost ekki um hetjudáðir einstaklinga heldur samvinnu og fjölskyldukærleik sem er holl áminning fyrir nútímasamfélag.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
2
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Ríkisstjórnin vill gefa kvótann í laxeldinu um aldur og ævi
3
FréttirLaxeldi

Rík­is­stjórn­in vill gefa kvót­ann í lax­eld­inu um ald­ur og ævi

Í frum­varpi mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi er kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in í land­inu hafi „ótíma­bund­in“ rekstr­ar­leyfi til að stunda sjókvía­eldi í ís­lensk­um fjörð­um. Hing­að til hafa rekstr­ar­leyf­in ver­ið tíma­bund­in í 16 ár. Með þessu ákvæði munu stjórn­völd á Ís­landi ekki geta bann­að sjókvía­eldi án þess að baka sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um.
Þórður Snær Júlíusson
4
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Hand­bók um leið­ir til að þykj­ast sið­leg­ur ráð­herra

Á Ís­landi er við lýði reglu­verk sem á að koma í veg fyr­ir spill­ingu ráð­herra og auka traust á stjórn­sýslu. Ný­lega var gef­in út hand­bók með út­skýr­ing­um á regl­un­um með raun­hæf­um dæm­um. Raun­veru­leik­inn sýn­ir hins veg­ar að ráð­herr­ar láta þetta ekki hafa áhrif á hegð­un sína. Regl­urn­ar gilda bara þeg­ar það reyn­ir ekki á þær.
Kostnaður við árshátíð fram úr skattfrelsi: „Ekki einhver trylltur glamúr“
7
Viðskipti

Kostn­að­ur við árs­há­tíð fram úr skatt­frelsi: „Ekki ein­hver tryllt­ur glamúr“

Kostn­að­ur á hvern starfs­mann við árs­há­tíð Lands­virkj­un­ar fór fram úr skatt­frjáls­um kostn­aði um 34 til 230 þús­und á mann, eft­ir því hvernig á það er lit­ið, og gæti starfs­fólk­ið því þurft að greiða skatt af þeim krón­um. Lands­virkj­un ætl­ar, að sögn upp­lýs­inga­full­trúa, að fara að lög­um og regl­um um skatt­skil en gef­ur ekki uppi hvernig upp­gjör­inu er hátt­að gagn­vart starfs­fólk­inu.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
8
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
5
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Jón Gnarr segir að ísraelskir landnemar í Palestínu þurfi að hypja sig
7
FréttirForsetakosningar 2024

Jón Gn­arr seg­ir að ísra­elsk­ir land­nem­ar í Palestínu þurfi að hypja sig

Jón Gn­arr lýs­ir yf­ir harðri and­stöðu við stríð­ið í Palestínu í ný­legu við­tali í hlað­varp­inu Vakt­inn. Hann vill taf­ar­laust vopna­hlé, póli­tíska end­ur­nýj­un í Ísra­el og að land­töku­byggð­ir Ísra­els í Palestínu verði lagð­ar nið­ur. „Það þarf bara að jafna þetta við jörðu og segja þessu liði að hypja sig.“
Það er búið að einkavæða hafið og færa örfáum á silfurfati
8
Allt af létta

Það er bú­ið að einka­væða haf­ið og færa ör­fá­um á silf­urfati

Kjart­an Páll Sveins­son, formað­ur Strand­veiði­fé­lags­ins, elsk­ar haf­ið út af líf­inu, eins og hann orð­ar það, og vill ekki að það sé tek­ið af hon­um eða öðr­um Ís­lend­ing­um. Hann seg­ir haf­ið hafa ver­ið tek­ið af þjóð­inni, einka­vætt og fært ör­fá­um á silf­urfati. Hann vill að strand­veiði fái stærri hluta úr pott­in­um og pott­ur­inn fyr­ir aðra en kvótakónga stækki.
Sigríður Hrund greiddi fyrir viðtal á NBC – Verðið trúnaðarmál
10
FréttirForsetakosningar 2024

Sig­ríð­ur Hrund greiddi fyr­ir við­tal á NBC – Verð­ið trún­að­ar­mál

Sig­ríð­ur Hrund Pét­urs­dótt­ur for­setafram­bjóð­andi greiddi ásamt nokkr­um öðr­um kon­um fyr­ir birt­ingu við­tals við hana hjá banda­ríska fjöl­miðl­in­um NBC en verð­ið er trún­að­ar­mál. Hún seg­ist hafa vilj­að grípa tæki­fær­ið til þess að benda á það hve op­ið fram­boðs­ferl­ið er á Ís­landi og til þess að sýna að venju­leg kona gæti boð­ið sig fram til for­seta.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
3
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
Nýjar ógnir blasa við Íslendingum
4
Úttekt

Nýj­ar ógn­ir blasa við Ís­lend­ing­um

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.
Halla nú ósammála mörgu sem hún beitti sér fyrir sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
10
FréttirForsetakosningar 2024

Halla nú ósam­mála mörgu sem hún beitti sér fyr­ir sem fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs

Ár­ið 2007 mælti Halla Tóm­as­dótt­ir, sem þá var fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs, fyr­ir breyt­ing­um til þess að Ís­land gæti orð­ið „best í heimi.“ Þar á með­al var að setja á flata og lága skatta, einka­væða há­skóla og heil­brigðis­kerfi, einka­væða nátt­úru­auð­lind­ir og stór­auka ensku­kennslu. Heim­ild­in kann­aði hver við­horf Höllu væru til mála­flokk­anna í dag.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár